Fálkinn


Fálkinn - 03.02.1964, Qupperneq 9

Fálkinn - 03.02.1964, Qupperneq 9
RAYMOIVD RADIOUET er veikt hvert gistihús bar ég fram vesældarlega afsökun fyrir að fara ekki inn. Ég sagði Mörtu, að ég væri að leita að sóma- samlegu gistihúsi, gistihúsi fyr- ir ferðamenn og enga nema ferðamenn. Við Place de la Gare de Lyon var erfitt fyrir mig að komast hjá því að ræða málið. Marta skipaði mér að binda endi á þessa martröð. Meðan hún beið fyrir utan, fór ég inn 1 anddyrið í von um ég veit ekki hvað. Hótelþjónn- inn spurði mig, hvort ég vildi taka herbergi á leigu. Það hefði verið auðvelt að segja já. Það hefði verið of auðvelt og ég leitaði að afsökun eins og gisti- húsaþjófur sem staðinn er að verki og spurði manninn um frú Lacombe. Ég spurði um hana rjóður í kinnum og óttað- ist að hann myndi svara: „Ertu að reyna að vera fyndinn, ungi maður? Hún er úti á götu.“ Hann leit í skrána, mér hlaut að skjátlast um heimilisfangið. Ég fór út og sagði Mörtu, að það væru engin herbergi til og að við myndum ekki fá neitt í hverfinu. Ég andaði léttar aftur. Og ég gekk hraðar eins og þjófur á flótta. Nokkrum mínútum áður hafði hvötin til að flýja þessi gistihús, sem ég ætlaði til með Mörtu, útrýmt allri hugsun um hana. Nú horfði ég á vesalings barnið. Ég hafði hemil á tárum mínum og þegar hún spurði, hvar við gætum fengið húsa- skjól, bað ég hana um að láta ekki vitfirring standa við orð sin heldur vera skynsöm og fara aftur til J . .. og ég færi heim til foreldra minna. Brjál- aður. Skynsemi. Hún brosti vél- rænt þegar hún heyrði þessi tilfinningasnauðu orð. Bakaleiðina gerði skömm mín áhrifamikla. Þegar Marta var svo smekklaus að segja: „Þú hefur hegðað þér mjög illa,“ reiddist ég og sakaði hana um skort á göfuglyndi. Ef hún þagði aftur á móti og virtist fyrirgefa, þá greip mig ótti um það, að hún hegðaði sér þannig, af því að hún áliti mig sjúkan og brjálaðan. Svo að ég unni henni engrar hvíldar, þangað til ég hafði knúið hana til að segja, að hún hefði ekki gleymt að hún fyrirgæfi mér. Ég mætti samt ekki notfæra mér mildi hennar og að einhvern tíma, þegar hún væri orðin þreytt á illri meðferð minni á sér, myndi þreytan verða sterkari en ástin og hún myndi yfirgefa mig. Þegar ég neyddi hana til að tala svona kröftuglega til mín, þótt ég tryði ekki hótun- um hennar, fann ég til indæll- ar kvalar. Svo þreif ég utan um Mörtu og faðmaði hana ástríðufyllra en nokkru sinni áður. „Segðu aftur, að þú ætlir að yfirgefa mig,“ stundi ég og þrýsti henni að mér. Hún var hlýðnari en nokkur þræll eins og miðillinn einn getur verið og endurtók fyrir mig setning- arnar, sem höfðu enga þýðingu fyrir hana. Þetta kvöld, þegar ég reikaði frá gistihúsi til gistihúss, varð áhrifaríkt, Þótt ég yrði varla var við það, vegna þess að það fylgdi í kjölfar svo mikillar vitleysu. En ef ég hélt að heilt æviskeið væri hægt að haltra svona áfram, þá skildi Marta að minnsta kosti á því augna- bliki allt, þar sem hún hjúfr- aði sig í horni klefans á á baka- leiðinni, dauðþreytt, niðurbrot- in með glamrandi tennur. Hún getur jafnvel hafa skilið, að ferðin þetta ár hefði verið farin í vagni með villtum hestum fyrir og henni gat aðeins lokið í dauðanum. Næsta dag kom ég að Mörtu í rúminu eins og venjulega. Ég vildi fara upp í til hennar, en hún vísaði mér blíðlega frá. „Mér líður ekki vel,“ sagði hún. „Það er bezt fyrir þig að fara. Þú mátt ekki vera nálægt mér, þú kvefast af mér.“ Hún var með hósta og nokk- urn hita. Hún sagði við mig brosandi, til að svo liti ekki út sem hún væri að ávíta mig, að henni hlyti að hafa orðið kalt kvöldið áður. Þrátt fyrir það, að hún væri í uppnámi, vildi hún ekki láta mig sækja lækni. „Þetta er ekkert,“ sagði hún. „Allt, sem ég þarfnast, er að halda á mér hita.“ í sannleika sagt vildi hún ekki afhjúpa sig í augum gamals fjölskylduvinar með því að senda mig sjálfan eftir lækn- inum. Neitun Mörtu létti af mér áhyggjum. En þær komu aftur af jafnvel enn meiri krafti, þegar ég var að fara heim til að borða hjá foreldr- um mínum og Marta bað mig að koma við heima hjá læknin- um og skilja þar eftir bréf. Næsta dag mætti ég læknin- um í stiganum, þegar ég kom til Mörtu. Ég þorði ekki að spyrja hann, en horfði rannsak- andi á andlit hans. Hinn rólegi svipur hans vakti hjá mér traust Ég fór inn í íbúð Mörtu. Hvar var hún? Svefnherbergi hennar var autt. Marta grét með rúmfötin yfir höfðinu. Læknirinn hafði skipað henni að vera inni, þangað til hún. æli barnið. Auk þess myndi hún þurfa að búa hjá foreldrum sínum, þar sem ástand hennar krafðist vissrar umönnunar. Það var verið að stía okkur í sundur. Við höfnum óhamingjunni, af því að okkur finnst við eiga hamingjuna eina skilið. Það, að ég gerði ekki uppreisn gegn þessum aðskilnaði, var enginn vottur hugrekkis. Það var ein- ungis það, að ég skildi ekki og hlustaði heimskulega á úr- skurð læknisins eins og dæmd- ur maður á dóm sinn. Ef hann verður ekki beygður, tekur fólk það sem hugrekki. En það er það alls ekki, það er frekar skortur á ímyndunarafli. Það er fyrst þegar hann er vakinn, daginn sem á að lífláta hann, að hann heyrir dóminn. og þannig skildi ég fyrst, þegar okkur var tilkynnt, að vagn- inn, sem læknirinn sendi væri kominn, að við myndum ekki geta hittzt framar. Hann hafðl lofað að láta engan vita af þvl, að Marta hafði krafizt þess að Framhald á bls. 38. FALKINN 9

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.