Fálkinn - 03.02.1964, Side 10
DVERGURINN
MILLI
RISANNA
SÍÐARI GREIIM
Luxemborgarar vilja auka ferSamannastrauminn til landsins og
taka mjög vel á móti ferðamönnum. Þeir hafa fengið góðan
bandamann í þessu efni, sem eru LOFTLEIÐIR, sem hafa gert
Luxemborg að aðalvígi sínu í Evrópu, enda eru LOFTLEIÐIR
ákaflega vinsælt fyrirtæki þarlendis, ekki síður en hér heima, og
íslendingar aufúsugestir. Og frá Luxemborg liggja vegir til allra
átta, enda landið í hjarta Evrópu. Hamborg, Frankfurt, Sviss og
heimsborgin París — til allra þessara staða er stutt frá Luxemborg.
Á ýmsu hefur oltið í þúsund ára sögu Luxem-
borgar, og skal hér ekki rakin nákvæmlega at-
burðarrás tímans. Ég sagði í fyrri greininni, að
þeir hefðu aldrei lotið öðrum ríkjum af fúsum
vilja. Hinu er þó ekki að neita að þeir hafa oft
orðið að hlýta erlendum yfirráðum. Herkonungar
álfunnar lögðu þetta litla riki undir veldi sitt,
og stundum tóku þeir upp titil þjóðhöfðingja lands-
ins, en alltaf notuðu íbúarnir fyrsta tækifærið til
þess að losna undan áþján þeirra og öðlast frelsi
sitt á nýjan leik. Frakkar, Austurríkismenn og
Spánverjar — allir drottnuðu þeir yfir þessu litla
ríki fram til loka Napoleonstímabilsins, síðan hafa
Hollendingar, Belgir og Þjóðverjar drottnað yfir
því. Og oft hefur Luxemborg verið vígvöllur ann-
arra ríkja. Synir og dætur þessa litla lands hafa
látið lífið í átökum annarra þjóða, heimili þeirra
verið eyðilögð, atvinnutæki þeirra og akrar sömu-
leiðis. Og misjafnlega stórt hefur ríkið einnig
verið, stærst mun það hafa orðið fimm sinnum
það sem það er nú. Því hefur verið skipt upp
aftur og aftur og eitt nágrannalandið hefur fengið
af því sneið, vegna sneiðar, sem það varð að láta .
til annars ríkis. Hinn sterki réði, litla þjóðin varð
að beygja sig. En hún beið . . .
Luxemborg varð hart úti í báðum heimsstyrjöl-
unum báðum. Herir stórveldanna áttust við í
landinu í báðum styrjöldunum, eyðileggingin mun
hafa orðið enn meiri í hinni síðari. Og að einu leyti
urðu Luxemborgarar verr úti í síðari heimsstyrj-
öldinni en nokkurt annað hernumið land Þjóðverja.
Þessi mynd er tekin í stáliðjuveri, „síldarverk-
smiðjinn“ þeirra Lúxemborgarmanna. En í stað
fisks á færiböndum rennur bráðið járnið eftir
skurðum í gólfinu.