Fálkinn - 03.02.1964, Síða 13
Um þriðjungur Luxemborgar er skógivaxinn og
skógarhögg mikiS stundað, en þess vandlega gætt
að ekki sé um rányrkju að ræða, því skógur er jafnan
gróðursettur á ný, þar sem höggvið hefur verið, eins
og sjá má á þessari mynd.
ustu vínin, og þeirra er gætt mjög vel, sem eðli-
legt er.
Okkur fannst býsna ótrúlegt, en satt mun það
þó vera, hversu næman smekk sannir vínunnendur
hafa á vínum. Til dæmis er það til, að þeir panti
vín, sem sé úr vinberjum, er ræktuð hafa verið á
einni ákveðinni hæð. Bragðið af því víni er alls ekki
hið sama og af víninu úr berjunum af næstu hæð.
Og það þýðir ekki aldeilis að reyna að plata sanna
víndýrkendur á þessum hlutum. Eftirlit með vín-
framleiðslunni er nú mjög strangt. Öll góð vín eru
merkt með sérstöku merki víneftirlitsins, og það á
að vera óbrigðult, að það vín, sem ber það merki,
er góð og ósvikin vara.
Og merkingin á flöskunum er svo nákvæm, að ef
kvörtun berzt á að vera auðvelt 'að rekja hana til
viðkomandi framleiðanda og rannsaka annað af fram-
leiðslu hans.
Er nú ekki „sjarminn" farinn að minka, þegar
tæknin hefur leyst þá framleiðsluhætti, sem tíðkazt
hafa frá dögum Rómverja og fram undir okkar daga,
af hólmi? Nei, ekki segja þeir í Wellenstein. Öll
tæknin í vínframleiðslunni er byggð á reynslu kyn-
slóðanna, framleiðsluaðferðir eru aðeins orðnar hrein-
legri og fljótvirkari og öryggið meira. Við fengum
að bragða á nokkrum víntegundum í Wellenstein, og
bar öllum ferðalöngunum saman um það, að betra
vín en Rieslinger vínin, er þar voru fyrir okkur
borin, hefðum við vart eða aldrei smakkað. Einn
ferðalanganna var óðar búinn að tryggja sér umboð
fyrir þessum vínum, og vonandi líður ekki á löngu,
þar til Luxemborgar borðvín verða hér fáanleg. Lát-
um svo útrætt um vínrækt þeirra Luxemborgarbúa.
Ótalinn er enn einn mikilvægur „atvinnuvegur“
þeirra Luxemborgarbúa, og það einn hinna þýðingar-
meiri. Það er tekjur þeirra af ferðamönnum. Eins og
áður hefur verið vikið að, má segja, að Luxemborg
liggi í hjarta Evrópu. Fáir staðir eru jafn miðsvæðis
og þetta litla ríki. Þaðan liggja vegir til allra átta, og
þaðan er stutt til margra stórra heimsborga. Til
dæmis eru rúmir 190 km til Brússel, 315 til Amster-
dam, 175 til Frankfurt, 518 til Hamborgar, 380 til
Genfar, 160 til Strassborgar, 515 til Mílano og 285
til Parísar. Þessar tölur tala skýrustu máli um það,
hversu landið er vel staðsett, hvað ferðamenn snertir.
Þar eð ágætur flugvöllur er í Luxemborg væri því
ekki óeðlilegt, að þar væri mikil miðstöð fólksflutn-
inga til og frá Vestur-Evrópu. Þó er það svo, að
hin stóru flugfélög hafa ekki hagnýtt sér legu lands-
iris eins og vænta hefði mátt, en þar kemur það til,
" að forráðamenn þeirra hafa eðlilega viljað beina
ferðamannastraumnum til sinna eigin landa. Luxem-
borgarar áttu til skamms tíma ekkert flugfélag, en
nú fyrir nokkru er þar tekið til starfa flugfélagið
Luxair, sem heldur uppi flugsamgöngum frá Luxem-
Framhald á bls. 38.
Lúxcmborgarmenn framleiða mikið af góðum vínum
og hafa meðal annars reist verksmiðju, sem vinnur
úr uppskeru bænda f héruðunum í kring. Þessi vín-
rækt er mest í Mósedalnum. Hér sjáum við einn
starfsmanninn þar smakka á framleiðslunni, og við
sjáum ekki betur, en vínið á ámunni sé Rieslingcr,
eitthvert bezta vínið, sem þeir framleiða. ,__