Fálkinn


Fálkinn - 03.02.1964, Side 16

Fálkinn - 03.02.1964, Side 16
Mér datt ekki annað í hug' en fyrsti fundur okkar Johnny Brants hefði orðið fyrir hreina tiiviljun þegar hann birtist á veginum rétt í því að hjólbarði sprakk ó bílnum mínum. Eg var á lciðinni heirn frá tengda- móður minni og hann hjálp- aði mér við að skipta um hjól. Ég varð hrifin af honum þegar í stað og eftir því sem ég hitti hann oftar varð ég ástfangin af honum. Hjónaband okkar Pauls var í ólagi. ; Hann var mála- færslumaður og starfið tók allan tíma hans. Hann hafði ekki veitt mér þá umhyggju og ástúð, sem ég hafði þráð. Þess vegna þráði ég ákaft samverustundir okkar Johnnys, eftir að við kynnt- umst, og ekkert hefði skyggt á hamingju mína, ef hann hefði ekki verið svo ein- kennilega dulur. Hann bauð mér að vísu heim til sín, til „Akurlendanna þriggja“, sem var dásamlegt gamalt hús, en ég fékk aldrei að vita neitt um einkamál hans. Þess vegna var ég afbrýðis- söm út í konurnar, sem ég var sannfærð um að hann hitti, þegar hann skrapp út úr borginni í nokkra daga, án þess að segja mér hvert hann færi. Loksins þraut þolinmæði mína og ég sagði honum, að ef hann ekki segði mér, hvar hann hefði verið, væri öllu lokið milli okkar. Þá fór hann með mig á barnaheimili og sýndi mér átta ára dóttur sina, sem var andlega vanheil. Siðan sagði hann mér alla sorgar- söguna. Þegar litla stúlkan var aðeins tveggja ára hafði liún lent í bílslysi, þar sem tvennt lézt. Elskhugi konu hans hafði ekið bílnum. Samt hafði hún blákalt hald- ið því fram við réttarhöldin, að Johnny hefði ekið bíln- um og hann hlaut fimm ára látin, en elskhuginn var enn á lífi, og það var ekki erfitt að skilja, að Johnny þráðj hefnd. Sama kvöldið og liann sagði mér þessa sögu bað hann mín, og ég þurfti ekki að hugsa mig um áður en ég játaði. Svo fór hann til Parísar í viku tíma og ég fékk simskeyti, þar sem hann bað mig um. að koma til „Akurlendanna þriggja“. Ég tók saman föggur mínar, skrifaði Paul kveðjubréf og ætlaði aldrei að koma heim aftur. Á leiðinni til „Akur- lendanna þriggja“ stöðvaði Paul mig og sagði mér að Johnny væri dáinn. Myrt- ur... Það þyrmdi yfir mig við fregnina um dauða Johnnys. Ég lá rúmföst margar vikur og gerði mér ekki ljósa grein fyrir því hvað gerðist um- hverfis mig. Paul gekk um og velti vöngum yfir einhverju, það var allt sem ég skynjaði. Það var eitthvað, sem angraði hann og hann var orðinn ó- styrkur og uppnæmur. Dag nokkurn kom hann inn til mín, einbeittur á svip og röddin var ekki laus við beiskju: — Helzt vildi ég forðast að auka þér ama, Kathy, en það er eitt og annað sem ég verð að hafa á hreinu. Hafði einhver vitneskju um samband þitt og Johnny Brants? — Get ekki talað um hann, sagði ég úrvinda en Paul lét það eins og vind um eyrun þjóta. — Ég verð að fá vitneskju um þetta atriði. Lögreglan hef- ur byrjað umfangsmikla og gaumgæfilega rannsókn í því skyni að hafa upp á hinum seka og við verðum fyrir alla muni að forðast það að þú verð- ir orðuð við málið. — Ég kæri mig kollótta, svaraði ég en ég gat þó ekki að fullu gleymt orðum hans. var á hnotskóg eftir morðingj- anum en hversu árangursrík sem rannsóknin yrði, þá fengi ekkert vakið Johnny aftur til lífsins. Aldrei mundi ég sjá hann framar, aldrei heyra dimma, hlýja rödd hans... Endurminningarnar streymdu fram og lá við að þær buguðu mig gersamlega. Paul sagði þá heldur stutt- aralega að þótt ég skeytti því engu hvað yrði um sjálfa mig, þá bæri mér þó skylda til að taka tillit til hans. Því vissi einhver um það að ég hefði haft í hyggju að hitta Johnny þetta kvöld á Þremur Akur- lendum, þá yrði lögreglan ekki lengi að þefa það uppi, og þá yrði ekki að sökum að spyrja .. — Hneyksli! greip ég fram í. Það er allt sem þú óttast! — Nei, það geri ég ekki og lengi vel trúði ég því að þú hefðir myrt hann. — Ég? hrópaði ég upp steini lostin. — Ég sem elskaði hann! Hvernig færðu það af þér að segja annað eins? — Afbrýði getur knúið hvern sem er til að fremja morð. — En ég var ekki afbrýði- söm. Ég hafði enga ástæðu til þess. Við ætluðum að gifta okk- ur. .. Mér varð orðfall þegar ég leit í andlit Pauls. — Við elskuðum hvort ann- að, sagði ég loks, því skyldi ég vera afbrýðisöm? Paul leit á mig vantrúar- augum. — Hvað vissirðu eiginlega um hann, Kathy? Hvað höfðuð þið þekkst lengi? — Nokkra mánuði. — Aðeins nokkra mánuði og þú vissir ekkert um hann? reglan, sem vill fá fram ástæðu morðingjans. — Enginn getur hafa haft nokkra ástæðu til að myrða hann, sagði ég örvilnuð. fangelsisdóm. Konan var nú Johnny var dáinn. Lögreglan — Ég vissi allt, sem þörf var á. Auk þess hefur þú engan rétt til að gefa í skyn að ég hafi ástæðu til að vera afbrýði- söm. Þú sem þekktir Johnny ekki einu sinni. — Ég er ekki að gefa eitt eða neitt í skyn. Það er lög- r\ 5" w — Þó var einhver sem gerði það og komist lögreglan á snoð- ir um tengsl ykkar... Já, ég hélt sem sagt að þú hefðir framið morðið og var viti mínu fjær þangað til ég fann þig. Eftir skamma stund hélt hann áfram: — í það minnst vil ég ekki að þú verðir riðin við málið, þó þú sért saklaus og auk þess vildi ég sjálfur vera laus við það. — Þú? — Getur þú ímyndað þér nokkurn sem getur hafa haft ríkari ástæðu til að myrða Johnny en mig? Hann hló gleði- vana hlátri. VII. hluti Eftir Maragaret Lynn Kaldur ótti Pauls snart mig. Hann hafði á réttu að standa. — Paul! æpti ég en hann greip fram í fyrir mér. — En það var ekki ég sem myrti hann! 18 FÁLKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.