Fálkinn


Fálkinn - 03.02.1964, Page 17

Fálkinn - 03.02.1964, Page 17
— En hvers vegna veittirðu mér eftirför? Hann leit á mig og sagði: — Trúirðu því í raun og veru að ég hafi ætlað að láta þig hlaupast á brott án þess að skerast í leikinn? Ég svaraði önug en fékk ekki varist þeirri hugsun að enginn hefði haft veigameiri ástæðu til að fremja morðið en hann. — Gleymdu honum, Kathy, sagði Paul harkalega. — Þú segist hafa unnað honum hug- ástum en það getur einfaldlega verið af þvf að þú þekktir hann ekki nógu vel. Þú skalt ekki halda að þú hafir verið sú eina í hans augum. Þessi náungi átti í kvennabralli jafnvel meðan þið tvö ... Og hvernig þú gast verið svona blind og ímyndað þér að hann ætlaði að kvongast þér, það fæ ég ekki skilið. — Það er ekki satt! hrópaði ég þrákelknislega, og jafnvel þótt það sé satt, þá var það ég, sem hann elskaði og við hefð- um gift okkur strax og ég hefði fengið skilnað frá þér. — Þá get ég frætt þig á því FÁLKINN 17 að Johnny Brant var í París með annarri konu vikuna áður en hann var myrtur, sagði Paul þurrlega. Ég starði á hann dolfallin. — Það er ekki satt! — Það er víst satt! Hefurðu aldrei hugleitt hvers vegna hann seldi ekki Akurlendin þrjú, þennan afskekkta stað? í því skyni að vera þar óhult- ur með hinar og þessar kvens- ur. — Þú lýgur! skrækti ég. Þetta er andstyggileg ásökun! — Það stóð þó í blöðunum daginn eftir morðið, sagði Paul um leið og hann arkaði út úr herberginu. Hann kom að vörmu spori með hlaða af dag- blöðum í höndunum og rétti mér. — Ég hef haldið þessu saman, sem skrifað var um málið, sagði hann, af því ég vildi fylgjast með því. Ekki vegna þess að mér léki nokkur forvitni á að kynnast ástalífi hans. Þú getur lesið þetta. Ég þreif blöðin úr höndunum á honum fleygði þeim í eldinn. Paul ætlaði í fyrstu að hindra mig í þessu, en lét sér nægja að yppa öxlum. — Þú hefðir átt að lesa þetta. Þar var vitnað í fólk sem hefur þekkt hann lengur en þú og ætti að vita gerr um málið. Varla hefur það allt bor- ið Ijúgvitni? — Að minnsta kosti hefur það verið freklega ýkt, sagði ég reiðilega. — Hann var ef til vill dálítið laus á kostunum . .. meðan hann hljóp af sér horn- in, en hann var aðeins að bæta sér upp þau ár, sem hann glat- aði. — Glataði? spurði Paul, — hvað áttu við? — Ég á við árin, sem hann sat í fangelsi, sagði ég óþolin- móð og bætti við beisklega: — Það hlýtur að hafa staðið einnig í blöðunum daginn eftir. Þeir hafa varla getað á sér set- ið að matreiða svo gómsætan bita. Paul hristi höfuðið. — Nei, það var ekki minnst á það einu orði. Hvers vegna sat hann inni? — Hann var sakaður um að hafa orðið tveggja manna bani í árekstri, en hann var saklaus. Hann afplánaði dóminn fyrir þann seka. Svo virtist sem Paul efaðist um orð mín og því sagði ég honum allt af létta. Hann hlust- aði á mig með athygli. —v— Ekki veit ég hvernig á því stóð en smám saman rann það upp fyrir mér að svo virtist sem þetta væri engin nýlunda sem ég sagði Paul. Að vísu hafði hann hvorki með orðum eða látæði gefið mér ástæðu til að halda það, en samt sem áður gat ég ekki varizt þeirri hugsun að hann vissi þegar um fangelsisdvöl Johnnys en úæri aðeins að veiða upp úr mér hvað ég vissi mikið um Johnny. Þegar ég hafði lokið máli mínu, sagði hann: — Ég var á sínum tíma sækj- andi í máli hans, Kathy, og hann var sekur. Ég horfði á hann vantrúuð. Þetta gat ekki verið satt, því Framh. á bls. 36.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.