Fálkinn


Fálkinn - 03.02.1964, Síða 24

Fálkinn - 03.02.1964, Síða 24
Hefurðu nokkurn tíma komið til einhvers staðar í fyrsta sinn og fundist þú hafa komið þar áður? Gæti kenningin um endurholdgun varpað nokkru ljósi á þessa kynlegu tilfinningu? ÞRIÐJA GREIN Beatrix Hepburn á nú heima í Englandi og talar prýðisvel ensku. Þó hefur hún aldrei tekið tíma í málinu en gat talað það áður en hún heyrði nokkurn mann mæla orð á því máli. Skýringar hrökkva skammt í þessu tilviki... nema gert sé ráð fyrir endurholdgun. Fyrir nokkrum árum var hún við nám i Budapest. Hún varð fyrir alvarlegu slysi, sem skaddaði heilann. Þegar hún hafði fótavist á ný kunni hún ekki orð í ungversku... hins- vegar talaði hún ensku eins og innfædd og skildi hana full- komlega. Og frá þeim degi hefur henni ekki verið unnt að skilja orð í ungversku, hvað þá tala málið. Og að lokum neyddist Beatrix Hepburn til að fara til Eng- lands og nema þar. Meðan hún dvaldi í Lundúnum var henni boðið í ökuferð um Essex-héraðið. — Ég þekkti héraðið umsvifalaust, segir Beatrix Hepburn, ég gat vísað vinum mínum til vegar eins og ég væri þarna fædd og uppalin. Auðvitað hef ég aldrei komið þar áður. í þessu tilviki fer það saman að viðkomandi persónu finnst hún hafa komið áður á staðinn og hún hefur orðið fyrir slysi, sem hafði þau undarlegu áhrif að hún talaði ensku upp frá því. Varð slysið til þess að rifjaðist upp fyrir henni hulin enskukunnátta, kunnátta sem hún bjó yfir frá fyrri tilveru? Meðan á rannsókn minni stóð. hitti ég fyrir margt fólk, sem hafði svipaða sögu að segja og Beatrix — því fannst endilega að það „hefði komið hér áður.“ Tökum til dæmis frú T., venjulega enska húsfreyju. Hvers- dagsleg kona, sem að minni hyggju lét ekki ímyndunaraflið hlaupa með sig í gönur. Fyrir nokkrum mánuðum fór hún ásamt kunningjafólki til Hampton Court, en það er nafn- togaður konunglegur bústaður og stendur við Thamesá. Þó fannst henni hún hafa komið þar áður þegar hún leit víð- lenda garðana og trausta múra. Sönnunin lét ekki lengi á sér standa. Innan skamms komst hún að raun um að hún vissi um ákveðna staði... sem hún gat ekki hafa þekkt ef hér Væri um fyrstu heimsókn hennar að ræða. Lokasönnunin kom þegar hún og vinir hennar ákváðu að skoða eldhúsið. Hampton Court er geysistórt völundar- hús og ekki auðratað um salarkynnin. Þó gat frú T. vísað hiklaust til vegar alla leið að eld- húsunum. Ég hef komist að raun um ýmislegt furðulegt á rannsóknar- ferðum mínum. Ég komst að raun um að það er hreint ekki óalgengt að fólki hafi fundizt það hafa komið áður á stað, sem það hafði aldrei áður augum litið. Og í fæstum tilfellum virtist um sjúklega ímyndun að ræða. Einn dularfyllsti viðburður af þessu tagi sem vottfestur var, gerðist nýlega í Liverpool. f kvikmyndahúsi horfði fólk á sögulega kvikmynd þar sem lafði Jane Grey var tekin af lífi. Skyndilega brutust út angistarvein í salnum og kona ein hrópaði hástöfum: „Þetta er rangt með farið — ég var þarna viðstödd — ég var þarna viðstödd!“ Konan reyndist vera fjarska hversdagsleg vélritunarstúlka II FÁLKINN að nafni Dorothy Jordan. Eftir á, þegar hún hafði náð sér eftir ósköpin, skýrði hún frá því að henni hefði fundizt líkt og í draumi að hún upplifði þá raunverulegu atburði, sem kvikmyndin var sniðin eftir. Henni hafði í raun og veru fundizt hún liafa verið við- stödd. Ósjálfrátt gerði hún sér grein fyrir því meðan hún horfði á kvikmyndina að ýmsir viðburðir hennar stönguðust á við raunveruleikann. Á einhvern dularfullan hátt vissi stúlkan hvað hafði gerst. í kvikmyndinni var lafði Jane Grey látin stara út um gluggann sinn í Tower í London. Dorothy vissi að glugginn hafði ekki verið hærri en svo að hægt væri að horfa út um hann. í kvikmyndinni var mannfjöldinn látinn vera þögull meðan lafði Jane var leidd til aftökustaðarins. Dorothy vissi að manngrúinn hafði öskrað og látið öllum illum látum. Þá sázt ekki í kvikmyndinni drengur, sem kraup á bæn við höggstokkinn né heldur svart band, sem böðullinn bar um úlnliðinn. Þó vissi Dorothy Jordan á einhvern kynlegan hátt að þannig hafði þessu verið varið í raun og veru. Undarlegast við þetta allt er það að stúlkan reyndist hafa á réttu að standa þegar farið var að rannsaka málið. Glugg- inn reyndist of hár, mannfjöldinn öskraði, drengur hafði kropið á bæn og böðullinn hafði borið svartan borða um úlnliðinn. Þó Dorothy hafi aldrei fyrr orðið fyrir slíkri reynslu, þá er hún sannfærð um að hún hafi lifað áður... sem þjónustu- stúlka lafði Jane Grey. Og eftir þessa kynlegu atburði í kvik- myndahúsinu getur enginn neitað því að eitthvað kunni að vera hæft í endurholdguninni. Dr. Hereward Carrington, hinn víðkunni sálfræðingur, segir frá einu tilviki, sem hann rannsakaði sjálfur. Maður nokkur fór að skoða kastala, sem hann hafði aldrei séð fyrr, en verið sagt að væri forvitnilegur. Maðurinn reikaði um kastalann unz hann nam staðar skyndilega frammi fyrir þykkum múr og sagði: „Hér voru dyr áður fyrr!“ Enginn í kastalanum minntist þess að þarna hefðu nokkurn tíma verið dyr en eftirgrennslan leiddi í ljós að maðurinn hafði haft rétt fyrir sér, múrað hafði verið upp í dyrnar endur fyrir löngu. Maðurinn skýrði svo frá að honum hefði fundizt hann hafa verið þarna áður fyrr, þótt hann vissi hins vegar að hann hafði aldrei komið þar áður. Þau dæmi verða ekki tölum talin þar sem fólk þykist hafa orðið fyrir svipaðri reynslu, skynsamt, heilbrigt fólk. Skáld- konan Edith Olivier heimsótti þorpið Avebury í fyrsta sinn. Af einhverjum ókunnugum ástæðum minntist hún óljóst raðar af stórií'^ steinum. Hún minntist þorpshátíðar sem haldin var i «* í»nnd við þessa stóru steina. Húni fór að spyrjast fyrir. En enginn vissi nein deili á Framhald á bls. 39.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.