Fálkinn - 03.02.1964, Blaðsíða 25
VARIÐ YKKUR Á „ÞRENNINGUNNI44
Enginn tími hafði gefizt til að útskýra fyrir Klængi, fðður
Ottós, daginn áður, hvað gerzt hafði. Þess vegna tók hann ekki
mikið mark á hitasóttarórum sonar síns, en varð mikið um
daginn eftir, þegar Ari og Danni staðfestu að Norðmennirnir
væru gengnir á land. „Ég vona að Ottó batni skjótt," sagði
hann áhyggjufullur. „Hann verður að aðvara vini okkar, því ég
er hræddur um að þér sé tamara að beita sverði en orðum, Ari.“
„Og þótt ég finndi orðin tryði mér enginn, því ég er álitinn
gamall sérvitringur,," svaraði Ari gremjuiega. „Ottó er ungur
og hraustur og ég mun geta læknað hann með jurtalyfjum,"
sagði Danni. „Kannt þú eitthvað að fara með jurtalyf?" spurði
Klængur. „Já, ég lærði ýmislegt, er ég var í þjónustu Volters
töframanns," svaraði Danni. „Og aðstoðaðirðu hann við efna-
fræðilegu tilraunirnar?" spurði Klængur gamli ákafur. „Já, ég
sá hann búa til púður eftir gömlu grísku aðferðinni, en síðar
beið hann svo bana við tilraunir með þetta sprengiefni," svar-
aði Danni. Klængur horfði dreymandi út í loftið. Eftir viðskipti
hans við Fáfni hafði hann hætt öllu grúski, en enn virtist það
eiga rík itök í honum...
Klængur varð niðursokkinn í hugsanir sínar um efnafræði,
sem fyrrum hafði orðið deiluefni milli hans og Ara. Hann
herti upp hugann og ákvað að ræða það meira og leit í áttina
til Ara, sem var þá horfinn. Hann og Danni tóku að ræða málið
og urðu niðursokknir í það. En Ari var kominn til Ottós, þar
sem hann lá i rúmi sínu. „Hvernig líður þér?“ spurði hann.
„Miklu betur,!“ svaraði frændi hans. „Danni hefur bruggað
eitthvað, sem er beizkara en gall,“ sagði hann og gretti sig.
„Því sterkara, þeim mun fljótari áhrif. En nú skulurn við ræða
um víkingana." Þeir ræddu um, hvernig þeir gætu hindrað
valdatöku víkinganna. „Við verðum að fara til hirðarinnar með
nokkrum velvöldum aðalsmönnum og vara herra okkar við
hættunni," sagði Ottó. „Ef hann veitir okkur lið er þegar unn-
inn hálfur sigur,“ sagði Ari, glaðlega. En vonbrigði hans áttu
eftir að verða beizkari en lyf Danna ...
Lífið I Arnarkastala færðist i samt horf. Ottó gat farið á fæt-
ur eftir viku tíma. „Eftir aðra viku verðurðu alveg jafn góður",
sagði Danni við hinn óþolinmóða unga mann. Klængur gamli
var þrátt fyrir öll sín góðu áform, orðinn niðursokkinn í sínar
gömlu tilraunir, og Danni var aðstoðarmaður hans. Öðru hverju
reis mökkur af eitruðum loíttegundum og sprengingum upp
frá turninum, þar sem gamli maðurinn hafðist við, hinum
íbúunum til ama og ergelsis. Ari frestaði brottför sinni frá
degi til dags. Hann sat og horfði dreymandi út i loftið, því ef
satt skal segja var bann orðinn vfir sig ástfanginn í Karen. En
óvinirnir voru ekki aðgerðarlausir. Fundir voru haldnir með
aðalsmönnum og maður sá, sem stýrði umræðum hét VÁFNIR!
FAlmimin