Fálkinn


Fálkinn - 03.02.1964, Síða 28

Fálkinn - 03.02.1964, Síða 28
Svo sem þið hafið eflaust tekið eftir prýðir Anthony Perkins forsíðuna hjá okkur að þessu sinni. Um þessar mundir mun Tónabíó taka til sýningar kvikmyndina „Phaedra“ en Perkins fer með eitt stærsta hlutverkið í þeirri mynd. Myndin er byggð á samnefndri sögu, er var framhaldssaga í Fálkanum, á síðasta ári og naut mikilla vinsælda. Sagan er byggð á grískum harmleik Hippolytos eftir Euripides, en leikur- inn segir af fagurri konu, sem leggur ást á stjúpson sinn. Grískir kvenrithöf- undurinn Margarita Liberaki hefur fært söguna í nútímabúning, þar sem söguhetjan er lífsglöð og fögur tiginkona auðugs skipaeiganda. Hún leggur ást á stjúpson sinn, sem er tíu árum yngri en hún. Myndin er tekin í Lundúnum, París og Grikklandi. Sum atriði myndar- innar gerast í Aþenu og á eyjunni Hydra. Ennfremur er atriðið frá tízkuhúsi Dior, flughöfn Aþenu og British Museum. Tónlistina í myndinni hefur Mikes Theodorakis samið en hann gerði einnig tónlist í fyndina „Elektra.“ Þessi mynd er með íslenzkum texta. Leikstjóri og höfundur kvikmyndahandritsins er sjálfur snillingurinn Jules Dassin, en hann gat sér heimsfrægðar fyrir myndina „Aldrei á sunnu- dögum“, en hún fór mikla sigurför fyrir nokkrum árum. Dassin hefur stjórnað mörgum myndum og unnið með mörgum þekktum kvikmyndaleikstjórum m. a. verið aðstoðarleikstjóri hjá Hitchcock. Hann er fæddur í Bandaríkjunum en dvaldist mörg ár í Evrópu, hélt síðan vestur um haf en nú er hann farinn að vinna í Evrópu. Þetta er fimmta myndin, sem hann gerir þar. Phaedra — stjúpmóðurina — leikur Melina Mercouri. Hún hefur leikið í mörgum myndum en gat sér heimsfrægð fyrir leik í myndinni „Aldrei á sunnudögum“, sem nefnd var hér að framan. Framh. á bls. 38.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.