Fálkinn


Fálkinn - 03.02.1964, Qupperneq 30

Fálkinn - 03.02.1964, Qupperneq 30
LITLA SAGAN EFTIR WILLY BREINHOLST Stúlkan frá Gourson Ameríski vælblöðrukóngur- inn, margmilljónerinn John D. Finnegan sat í klefa< sínum á fyrsta farrými í Parísarhrað- lestinni og virti landslagið fyr- ir sér áhugalaus. Hann hafði komið til Evrópu í leit að eiginkonu, hann var orðinn langleiður á öllum þessum pla- tínuljósu, amerísku skvísum með tóman hausinn, sem höfðu nú umkringt hann nær því heila mannsævi. Hann hafði í hyggju að finna sér litla dökka, franska mademoiselle. Skyndilega kipptist hann við. Á heygalta einum í grennd við fornfálegan hóndabæ, lá ung stúlka í sólbaði. Hún var ekki klædd nema allra nauðsynleg- ustu fötum. Hún virtist mjög blóðheit, lítil, dökk og frönsk. John D. Finnegan hugsaði sig ekki lengi um. Svo spratt hann á fætur og rykkti í neyð- arhemlana. Lestarstjórinn snar- hemlaði svo hvein í öllu, far- þegarnir veltust um í hrúgum — og Parísarhraðlestin stóð hreyfingarlaus á teinunum. John D. Finnegan stökk út úr lestinni og hljóp meðfram grjót- garðinum í áttina að galtanum þar sem fagra, franska sveita- stúlkan lá. Hún rak upp dálítinn skræk fyrir hræðslusakir þegar hún kom auga á hann, snaraðist i blómmunstraðan bómullarkjól- inn sinn og horfði heiftúðug á hr. Finnegan. — C’est vraiment trop fort! En voilá des facons! Þannig bunaði hún úr sér skammaryrðunum og lét í ljós þá skoðun sína að litlar fransk- ar sveitastúlkur ættu að fá að vera í friði fyrir ágengum og atgangshörðum Ameríkönum. Mr. Finnegan skildi ekki baun í frönsku. Hvað gerír amerískur milljónamæringur í svona tilfelli? Því sveitastúlkan skildi ekki orð 1 ensku. Jú, hann dró upp úr vasa sinum í skyndi eina milljón dollara og stakk þeim í lófa stúlkunn- ar. Og milljón dollarar hlaut hún að skilja. Ósjálfrátt flaug hún upp um hálsinn á Ame- ríkananum og kvaðst vera hans að eilífu. En þá kom faðir hennar til sögunnar, strangur mjög. Hann stóð handan við grjótgarðinn með veiðimannabyssu og mið- aði miskunnarlaus á dollara- hjarta hr. Finnegans en hr.. Finnegan hafði snör handtök og stakk milljón dollurum í vasa karlsins og karlinn fleygði byssunni frá sér og kyssti hr. Finnegan á báðar kinnar og hálftíma síðar sat hr. Finnegan inn í stofu í hin- um fornfálega bóndabæ og drakk súrt sveitavín. Og dag- inn eftir kvongaðist hann Jacqueline í litlu þorpskirkj- unni i Courson-sur-Seine og allar ungar stúlkur í sveitinni dæstu og stundu. Mr. Finnegan sneri heim til Ameríku með hina ungu brúði dökka og franska og í bréfum sínum heim þreyttist hún aldrei á að lýsa því hvað vel færi um hana og þetta væri nú ein- hver munur en að rölta um holtin heima og setja hey upp í glata og á hverjum jólum sendi hún heim kassa fullan af dollaraseðlum til gömlu hjón- anna, foreldra sinna. Því Jacqeline var góð stúlka og trygg, þótt hún væri frönsk og blóðheit. Þannig liðu nokkur ár. Svo kom mr. Finnegan til Evrópu eitt sumar. Ekki vegna þess að hann væri orðinn leiður á Jacqueline, hann var bara í verzlunarferð til Parísar. Hann sat í fyrsta-farrýmisklefa í Parísarhraðlestinni og horfði áhugalaust út um gluggann á landslagið í Frakklandi. Þegar hraðlestin nálgaðist Courson- Seine vaknaði áhugi hans, þar hafði hann á sínum tíma fundið hina ágætu Jacqueline sína. Hann hallaði sér fram fullur eftirvæntingar í því skyni að koma auga á grjótgarðinn og túnið. En andartaki áður en lestin náði á staðinn, þá kom lestarvörðurinn og dró svart gluggatjald fyrir alla glugga í klefanum, þeim megin, sem sneri út að Courson-sur-Seine. — Hvað á þetta að þýða? spurði mr. Finnegan. — Je suis faché, monsieur! Þetta tekur aðeins andartak svo rúllum við upp aftur, út- skýrði lestarvörðurinn, þetta er samkvæmt skipun stjórnar járnbrautarinnar að við birgj- um alltaf gluggana á þessum stað. Fyrir 5—6 árum var geggjaður Ameríkumaður á ferð hér og kom auga á næst- um berstrípaða stelpu á hey- galta um leið og lestin brun- aði hjá. Hann gaf henni eina milljón og svo kvæntist hann henni . Og siðan liggja allar ungar stúlkur í Courson-sur Seine berstrípaðar upp á hey- göltum í hvert skipti sem Parísarhraðlestin fer hjá! Willy líreinholst. -ÁLKINN

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.