Fálkinn - 03.02.1964, Qupperneq 37
Kvennagull
Framh. af bls. 31.
líka hvernig bezt er að nálgast
þá.
Hún hafði horft á hann með
athygli allan tímann og nú
velti hún sér á bakið og settist
flötum beinum, spennti síðan
greipar utan um hnjákollana
og lygndi aftur augunum. Það
var æsileg spenna í augnaráð-
inu.
— Ég held þér sé alvara.
— Það geturðu bölvað þér
upp á. Ég sting peningunum
einfaldlega í vasann.
— Rænir þeim?
— Já, úr því þú heldur vilt
taka svo til orða.
— Darlingur, það er ekkert
unnið við að nefna ekki hlut-
ina réttum nöfnum. Við skulum
vera hreinskilin.
— Hefurðu nokkuð á móti
því að nota stolna -peninga?
— Hreint ekki. Það eina,
sem ég hef eitthvað á móti, það
ör handtaka.
— Það er engin hætta á að
ég verði tekinn.
— Hvar eru allir þessir pen-
ingar? Liggja þeir bara ein-
hversstaðar og bíða eftir að þú
hirðir þá?
— Stendur heima. Þeir
liggja bara og bíða.
— Bíða hvar?
— í peningaskáp Hugos í
spilavítinu.
— Stela frá Hugo! Ertu orð-
inn geðveikur, darlingur?
— Nei, það er ég ekki.
— Hann lætur örugglega
drepa þig. Mig líka.
— Þá verður hann fyrst að
hafa upp á okkur.
— Ég verð að játa að ég hélt
þú hefðir ekki nægilegt hug-
rekki til þess. Kannski hefurðu
það ekki heldur þegar á reynir.
— Þú skalt sjá.
— Hvernig veiztu að allir
þessir peningar eru í skápnum?
Hefurðu séð þá?
— Hugo sagði mér frá því.
Þú veizt hann kann vel við
mig. Það kemur stundum fyrir
að hann býður mér inn á skrif-
stofuna upp á glas og vindil.
Kvöldið áður en hann fór, þá
bauð hann mér inn og þá var
pakkinn þarna, ósköp venjuleg-
ur böggull í brúnu bréfi og lá
á skrifborðinu hans. Hann
spurði mig hvort ég vissi hvað
væri í þessum pakka, ég kvað
nei við og þá sagði hann mér
að það væru hundrað þúsund
dalir í stórum seðlum. Og svo
sagði hann hálfpartinn í gríni
að ég yrði að hafa augun opin,
því hann væri neyddur til að
geyma böggulinn í peninga-
skápnum meðan hann væri í
burtu á þessu ferðalagi.
— Þetta er nokkuð mikið fé
til að geyma í venjulegum pen-
ingaskáp, óvarlegt, jafnvel þótt
Hugo eigi í hlut. Er þetta hans
eigið fé, persónuleg eign?
— Svo sagði hann, en
hræddur er ég um að skattyfir-
völdin séu á annarri skoðun, ef
sannleikurinn kæmi í ljós. Það
mætti vel segja mér að Hugo
kærði sig ekki um að tilkynna
lögreglunni um ránið.
— Hann þarf þess ekki
heldur. Hann lætur sína eigin
menn annast allt slíkt.
— Ertu hrædd?
— Nei, darlingur. Ekki svo
fremi að hér sé um að ræða
hundrað þúsund dali og kaup-
bæti Þetta er enn þá meira
spennandi en mig grunaði, ég
viðurkenni að ég hef vanmetið
þig fram að þessu. Þú ert enn
hugrakkari en ég hafði gert
mér í hugarlund.
— Jæja, þá er eins gott að
láta til skarar skríða.
Hún hafði verið miklu fúsari
og samvinnuþýðari en hann
hafði grunað og honum hafði
reynst miklu léttara að sann-
færa hana en hann hafði bú-
ist við, nú lágu þau á gólf-
inu eins og tvö börn, sem höfðu
gert samsæri um eitthvert
prakkarastrik. Þau lögðu niður
fyrir sér áætlun, sem var mjög
einföld í framkvæmd og eftir-
vænting hennar hafði aukist
sífellt þar til komin var glóð
í augun, og andardrátturinn
orðinn ör og heitur, varirnar
rakar.
— Ég næ í peningana
snemma, sagði hann — eins
fljótt upp úr átta og hægt er.
Skrifstofan verður læst en það
hefur lítið að segja. Það verð-
ur þyngra um vik með sjálfan
peningaskápinn en mér verður
þó ekki skotaskuld úr að eiga
við hann. Það skal ekki taka
mig meira en tíu mínútur að
opna hann. Ég hef alltaf verið
næmur í fingurgómunum. Auð-
vitað er viðvörunarkerfi en ég
veit hvernig það liggur og á
hægt með að taka það úr sam-
bandi. Ég tek peningana og
geng síðan niður stigann bak-
dyramegin. Bakdyrunum er
aðeins hægt að læsa að innan
verðu og það er allt sem þú
þarft að gera, að vera þarna og
læsa dyrunum eftir að ég er
farinn út, því ef ég skil dyrn-
ar eftir opnar, þá verður strax
farið að rannsaka málið. Og
það er of snemmt fyrir okkur.
— Þá verður þú fyrir utan
og ég fyrir innan, darlingur.
Hvar á ég að hitta þig eftir
það?
— Ég held þú ættir ekki
að láta sjá þig í fylgd með mér.
Ég veit um lítinn bæ, sem ligg-
ur um 300 mílur í þá átt sem
við förum í. Þar get ég tekið
mér gistingu um nóttina. Þú
kemur síðan á eftir mér og tek-
ur þér gistingu á sama gisti-
húsi. Þú neyðist til að fara með
rútunni því þarna er hvorki
járnbrautarlest né flugvöllur og
við höfum ekki annan bíl til
umráða. Þú þarft ekki að taka
með þér mikinn farangur en
gleymdu ekki skartgripunum
þínum. Það má vel vera að við
þurfum á aukaskilding að
halda.
— Hvað heitir þessi bær?
Hann sagði henni nafnið og
einnig nafnið sem hann ætlaði
sér að nota í staðinn fyrir hið
rétta nafn sitt og þannig var
þessi einfalda áætlun fram-
kvæmd og allt gekk eins og í
sögu. Og allt virtist benda til
þess að þannig gengi allt áfram
því nú hringdi síminn á her-
bergi hans í þessum lítilfjör-
lega bæ og hann reis upp úr
rúminu til þéSs að svara.
— Halló darlingur! sagði
sagði hún, hvernig líður kaup-
bætinum mínum?
— Bara vel, sagði hann, —
í hvaða herbergi ert þú?
— Skiptu þér ekki af því.
Ég kem til þín. Mig langar til
að sjá sjálfan höfuðstólinn og
kaupbætinn minn á einu bretti
ef þú hefur ekkert á móti því.
— Hreint ekki. Við erum
bæði í herbergi 306 og bíðum
eftir þér. Annars er ég búinn
að sakna þín.
— Darlingur, ég kem á
stundinni.
Meðan hann beið tvær síð-
ustu mínúturnar en þann tíma
tók það hana að fara á milli,
gekk hann að opnu töskunni,
seildist eftir viskípela og fékk
sér vænan slurk. Hann fékk
sér þennan eina slurk bara af
því hann var ánægður og
spenntur og fannst hann eiga
skilið að fá einn eftir það, sem
á undan var gengið. Hann
stakk tappanum í flöskuna
aftur og setti hana ofan í tösk-
una. Það var barið að dyrum
og hann opnaði.
Hún gekk hratt inn og hann
sá að hún hafði glampa í aug-
unum af eftirvæntingu. Hún
var heit í kinnum.
— Darlingur, sagði hún, hér
erum við, þú og ég.
— Já, hér erum við og þarna
er þetta. í þessum töskuræfii
á gólfinu.
— Eitt hundrað þúsund dal-
ir í snjáðri tösku, það hljómar
hálf ótrúlega.
— Það eru stórir seðlar.
— Hefurðu nokkuð á móti
því að ég fái að sjá þá aðeins?
Það mundi auka vellíðan mína,
darlingur.
— Ég vil þér líði sem bezt.
Gerðu svo vel.
Hann rétti henni lykilinn að
töskunni og hún lyfti henni upp
á rúmstokkinn og opnaði hana.
Hann hafði fjarlægt brúna
pappírinn og seðlaknippin voru
laus og þarna stóð hún drykk-
langa stund og gældi við seðl-
ana með höndunum og það
kom fjarlægt blik 1 augun. Svo
sneri hún sér að honum og í
fyrsta sinn var hún algerlega
á hans bandi úr því hann hafði
brennt allar brýr að baki sér.
— Heldurðu að Hugo finni
okkur, darlingur?
— Aldrei.
— Ertu hreint ekki hrædd-
ur?
— Hreint ekki.
— Ekki ég heldur. Ég er
bara í uppnámi.
Hún tyllti sér á rúmstokk-
inn, við hliðina á töskunni. —
Darlingur, komdu hingað, vertu
nú vænn.
Hann gekk til hennar og
settist við hliðina á henni og
þarna voru þau ein í rúminu
og allir þessir indælu pening-
ar, sem höfðu gert þetta kleift
og hvít Ijósrákin frá götunni
hvarf og það varð myrkur í
herberginu . ..
— Darlingur, sagði hún.
hvað er klukkan orðin?
Framhald á bls. 39.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Simi 11640.
Prentun á bókum
blöðum
tímaritum.
Alls konar eyðublaðaprentun
Vandað efni
ávallt fyrirliggjandi.
Gúmstimplar afgreiddir
með litlum fyrirvara.
Leitið fyrst til okkar.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Spítalastig 10 — Simi 11640.
FÁLKINN
37