Fálkinn


Fálkinn - 03.02.1964, Síða 42

Fálkinn - 03.02.1964, Síða 42
Kðldlð er veikt Framhald af bls. 38. hlæjandi og hálfgrátandi reyndi hún að losa sig. Ég hugsaði um barnið mitt, en ég var hryggur. Mér virtist það ómögulegt, að ég gæti elskað það meira en þetta. Ef til vili gæti barn ekki verið mér ann- að en bróðir eða systir í van- þroska mínum. Faðir minn ráðlagði mér að sækja skemmtanir. Slíkar ráð- leggingar spretta af rósemi. Hvað var eftir handa mér að gera annað en það, sem ég gat ekki lengur gert? Þegar dyra- bjöllunni var hringt eða vagn fór framhjá, fór skjálfti um mig. Ég lá í fangelsi mínu og beið eftir minnsta merki um lausn. Þannig var það, er ég sperrti eyrun dag nokkurn, að ég heyrði klukknahljóm. Þær boðuðu vopnahlé. í mínum augum táknaði vopnahléð afturkomu Jacques. Ég gat þegar gert mér hann í hugarlund við rúmstokk Mörtu, meðan ég var hjálparvana. Ég varð óður. Faðir minn kom aftur frá París. Hann vildi að ég færi til borgarinnar með sér. „Maður á ekki að missa af slíkum há- tíðahöldum,“ sagði hann, og ég hafði ekki hugrekki til að neita. Ég var hræddur um að virðast vera durtur. Og auk þess var það ekki ógeðfellt mér í hörm- ungum mínum að vera vitni að fögnuði annarra. Ég verð að játa, að þessi fögn- uður vakti hjá mér dálitla öfund. Ég áleit að ég væri einn fær um að eignast tilfinningar, sem eru eignaðar múgnum. Ég leitaði að ættjarðarást, en í ó- sanngirni minni sá ég aðeins gleði yfir hinni óvæntu heim- komu hermannanna: veitinga- húsin voru opin lengur og her- menn máttu kyssa búðarstúlk- ur úti á götu. Þessi læti, sem ég hafði von- að að myndu gera mig hryggan eða afbrýðisaman eða jafnvel smita mig af háleitri tilfinn- ingu virtuzt mér eins leiðinleg og hver annar helgidagur. í nokkra daga kom ekki bréf til mín. Á einu af þessum síð- kvöldum, þegar snjókoma er mikil réttu bræður mínir mér seðil, sem lítill drengur í Gran- gierfjölskyldunni hafði látið þá hafa. Það var kuldalegt bréf frá frú Grangier þar sem hún bað mig að koma eins fljótt og unnt væri. Hvað skyldi hún vilja mér? Tækifærið til að komast í snertingu við Mörtu, þótt það væri óbeinlínis, sefaði áhyggjur mínar. Ég gerði mér frú Grangier í hugarlund þar sem hún væri að banna mér að hitta dóttur sína aftur, meðan ég hlustaði undirgefinn á og hengdi haus eins og óþekk- ur skóladrengur. Ég myndi ekki gefa hatur mitt til kynna með neinni hreyfingu og vera ófær um að reiðast eða missa taumhald á skapi mínu. Ég myndi hneigja mig kurteislega og dyrnar myndu lokast á eftir mér að eilífu. Og svo hugsaði ég upp svör, rök, beizk orð, sem myndu ekki skilja eftir hjá frú Grangier eins leiðinlega minn- ingu um elskhuga dóttur henn- ar og skóladrengur myndi gera, staðinn að slæmu verki. Ég æfði þetta setningu fyrir setn- ingu. Um leið og ég gekk inn í litul dagstofuna, virtist mér eins og ég væri að lifa upp aftur fyrstu heimsókn mína. Og sú heim- sókn hafði þýtt, að ég myndi kannski aldrei sjá Mörtu fram- ar. Frú Grangier kom inn. Ég vorkenndi henni, hvað hún var lágvaxin og var að reyna að vera drambsöm. Hún baðst af- sökunar á að hafa truflað mig að óþörfu. Hún þóttist hafa sent eftir mér til að fá upplýsingar, sem voru of flóknar til að unnt væri að senda þær skriflega, en hún hefði nú fengið þessar upplýsingar annars staðar. Þessi hlægilegi leyndardómur olli mér meiri áhyggjum en nokkurt slys, sem ég gat hugs- að mér. Nálægt Marne rakst ég á lít- inn dreng úr Grangierfjölskyld- unni, sem hallaði sér að hlið- inu. Það hafði verið kastað snjóbolta í andlitið á honum og hann var að vola. Ég klappaði honum og spurði hann um Mörtu. Systir hans, sagði hann, hafði kallað á mig. Móðir henn- ar mátti ekki heyra það nefnt, en faðirinn hafði sagt: „Marta er í hættu og ég krefst þess að látið verði að vilja hennar.“ í leiftri skildi ég hina bros- legu hegðun frú Grangier. Hún hafði sent eftir mér af virð- ingu við eiginmann sinn og fyr- ir manneskju sem lá fyrir dauð- anum. En þegar hættan var liðin hjá og Marta var aftur orðin frísk, hafði hún skipt um skoðun. Ég hefði átt að gleðjast yfir þessu, en ég harmaði að þetta skyldi ekki hafa staðið nógu lengi yfir til að ég fengi að sjá Mörtu. Tveimur dögum síðar skrif- aði Marta mér. Hún minntist ekki á heimsókn mína. Henni hafði vafalaust verið haldið leyndri fyrir henni. Marta tal- aði um framtíðina í sérstökum tón, alvarlegum og háfleygum, sem ruglaði mig dálítið. Getur það verið satt, að ástin sé eigin- girni á hástigi? Þar sem ég leitaði að ástæðu fyrir vand- ræðum mínum, sagði ég við sjálfan mig, að ég væri afbrýði- samur út í barnið okkar, sem Marta talaði nú meira um held- ur en mig. Við bjuggumst við honum í marz. Föstudag nokkurn í janú- ar komu bræður mínir hlaup- andi inn móðir og másandi og sögðu að litli Grangierstrákur- inn hefði eignast frænda. Ég gat ekki skilið hvers vegna þeir voru svona sigri hrósandi né hvers vegna þeir hlupu svona hratt. Þeir gátu vissulega ekki ímyndað sér, að mér fyndust þetta miklar fréttir. En í aug- um bræðra minna, var frændi fullorðinn maður og það, að litli Grangierdrengurinn væri nú orðinn frændi, var næstum kraftaverk og þeir höfðu flýtt sér til að geta deilt undrun sinni með okkur. Það er hluturinn, sem er alltaf fyrir augunum á okkur, sem við eigum erfiðast með að viðurkenna minnstu breytingu á. Ég gerði mér ekki strax ljóst, að frændi litla Grangierdrengs- ins var barn Mörtu — mitt — Það iielur komið dálítið slæmt fyrir heimilispeningana. 42 FÁ LKINN barn. Ég varð nú gripinn brjálæðiskenndri ofsahræðslu. Skyndilega varð allt svart. Til- finningar mínar hrúguðust upp. Ég reyndi að koma fyrir mig dagsetningum og nákvæmum smáatriðum. Ég taldi á fingr- unum eins og ég hafði séð Mörtu gera stundum án þess að gruna hana um svik. En þetta var gagnslaust. Ég kunni ekki lengur að telja. Hver átti þetta barn, sem búizt var við í marz, en fæddist í janúar? Sérhver skýring á þessu rugli framkallaði afbrýðisemi mína. Skyndilega var ég ekki lengur í vafa. Jacques átti þetta barn. Hafði hann ekki komið heim í leyfi sínu mánuðum áður? Frá þeirri stundu hafði Marta þess vegna verið að skrökva að mér. En hafði hún ekki þegar logið að mér um leyfi hans. Hafði hún ekki fyrst svarið mér, að hún hefði neitað honum þennan bölvaða hálfa mánuð, en játað mér löngu síðar, að hann hefði komizt yfir hana nokkrum sinnum? Ég hafði aldrei trúað því í virkilegri alvöru, að Jacques gæti átt þetta barn. En ef ég hafði í byrjun þungunarástands Mörtu verið svo auðvirðilegur að vona, að það væri þannig, þá varð ég að viðurkenna það í dag, að mér fannst ég standa andspænis hinu óbætanlega og þar sem ég hafði trúað því mánuðum saman, að ég ætti þetta barn, var mér farið að þykja vænt um þetta barn, sem ég átti ekki! Hvernig stóð á því, að föðurtilfinningin vaknaði þá fyrst í brjósti mínu, þegar ég heyrði, að ég var ekki faðir? Af þessu má sjá, að ótrúlegt uppnám ríkti í huga mínum eins og hjá ósyndum manni, sem hent er fyrir borð að nóttu. Ég skildi ekkert. Og einn hlut gat ég einkum ekki skilið, og það var sú dirfska Mörtu að láta skilgetinn son sinn heita í höfuðið á mér. Stundum fannst mér þetta vera ögrun við örlögin, sem höfðu ekki gert ráð fyrir, að ég ætti þetta barn og stundum sá ég ekki annað í þessu en skort á smekkvísi eina af þessum vöntunum á smekkvísi, sem ég hafði oft hneykslast á hjá Mörtu og voru ekki annað en sönnun mikillar ástar hennar. Ég var byrjaður á móðgandi bréfi. Mér fannst virðing mín krefjast þess. En orðin létu á sér standa, því að hugur minn var ekki með, heldur í háleit- ara umhverfi.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.