Fálkinn


Fálkinn - 20.04.1964, Blaðsíða 11

Fálkinn - 20.04.1964, Blaðsíða 11
Gamli, fyrrverandi barnakennarinn fann, þegar hann vaknaði um morguninn, að viðhorfin til sonar hans höfðu gjörbreytzt á þessárí nóttu. Eitthvað hafði skeð, en hann skildi ekki, hvað það var eða hvernig það hafði gerzt. í huga han/ írlaði ekki lengur á ásökunum í garð hins brotlega sonar, jafnvel þótt hann reyndi að skyggnast þar um eftir þeim, rétt eins og sekt hans væri engin. Hann leitaðist við að grandskoða þetta nýja viðhorf sitt, ef vera kynni að hann væri enn undir áhrifum svefns og drauma. En allt kom fyrir ekki. Það var óhagganlegt. Gamli maðurinn settist framan á, fór í nærbuxurnar og smeygði HIMS AKÆR RlftlJON STEFÁKSSON orðinn fjörgamall. Þó h fótunum í inniskó. Siðán haltraði hann fram í snyrtiherbergið, kastaði af sér vatni, þvoði sér um hendurnar og kembdi grátt hár- strýið aftur með eyrunqm. Var hugsanlegt að samtalið við konuna daginn áður hefði stuðlað að hugarfarsbreytingu hans? Ekki trúði hann því. Þetta var ekki konan hans, sem hann átti við. Nei, sjálfur átti hann enga konu — hafði aldrei hneigzt mikið til kvenna, og nú afði hann lent í því að kvænast eins og fleiri, þá kominn talsvert yfir fertugt. En konan hans dó eftir fárra ára hjónaband. Áður ól hún h'jnum þennan son, sem nú sat í fangelsi og beið dóms fyrir endurteknar lagayfirtroðslur. Allt frá því að drengurinn stálpaðist lágu áhyggjurnar á kenn- ?að var mikil mæða, hvernig sonur hans sig. Og það var ójgaman fyrir hann að horfa upp á þetta og rönd við reist, hann sem þó gegndi þeirri atvinnu að upp- börn og unglinga. var svo sem vprt til að minnast á hjá öðru verra, þótt sonur hans hefði margsianis verið dæmdur fyrir ölvun á almanna- fáeri, heldur var einnig jm að ræða dómá fyrir þjófnað, skjalafals og fjárdrátt. Fjögur bö ’n átti hann í lausaleik, einnig tvö með sömu konunni, og þótti nörgum mikið ábyrgðarleysi. Þó voru þetta máske allt smámunir sananborið við hið síðasta, stórþjófnað, sem leiddi af sér húsbruna o,; voveiflegt slys — mannslát. Öldungurinn byrjaðd að klæða sig með smástunum, tautandi við sjálfan sig í lágum hljóðum eins og gerzt hafði vandi hans á síðustu árum eftir að hann fór að vera lengst af einn. Já, þessi kona, sem hann talaði við í gær, var sú, sem sonur hafði aðallega haldið við upp á síðkastið, fjórða barnsmóðir hans. Ekki sá hann anpað en að hún meinti allt, sem hún sagði. það var allt á sömu bókina lært, ýmist afsakanir eða lofsyrði um Jóhannes son hans. Hún sagði, að Jóhannes væri í rauninni góður maður, bara margendurtekin óheppni, sem mætt hefði á honum. Já, hún komst þannig að orði. Yfirsjónir hans stöfuðu af því og að hinu leytinu af því að hann væri svo oft misskilinn. Meira að segja var henni mjög til efs fjöl- lyndi hans í ástamálum. Það var óheppni hans í þessu eins og fleiru að ánetjast konum, sem hvorki voru nógu góðar fyrir hann né reyndust honum vel. Hann sá það því miður of seint. Drykkfelldur, sagði hún. Jú, hann var víst fæddur með þessum ósköp- um að vera ölkær. En nú hafði hann undanfarið dregið úr áfengisneyzlu Framhald á bls. 39 FÁLKINN 11

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.