Fálkinn


Fálkinn - 20.04.1964, Blaðsíða 17

Fálkinn - 20.04.1964, Blaðsíða 17
■ ■ VÍDALINSPOSTILLU FALKINN 17 Við settum spurningamerkið af ásettu ráði í fyrirsögnina. Það er ekki prentvilla, því þótt hún Sesselja Helgadóttir sé nú að verða níræð er óneitanlega dálítið hæpið að kalla hana gamla konu, svo ern er hún enn þá og kvik í hreyfingum. Hún var fyrir skemmstu á ferð hér í bænum og þá hittum við hana aðeins að máli hjá Henry Hálfdánarsyni, skrif- stofustjóra Slysavarnarfélags íslands. Og þetta var önnur ferðin hennar Sesselju til Reykjavíkur um ævina. Fyrst kom hún hingað fyrir fáum ár- um. Þá var hún mikið hissa á að sjá allt það, sem við hér í Reykjavík höfum fyrir augum daglega og finnst ákaflega venjulegt. Samt bjóst hún við ýmsu, því hún hefur fylgzt vel með öllu. Það kannast býsna margir við hana Sesselju, eða að minnsta kosti við bæinn henn- ar. Hún Sesselja býr nefnilega enn þá og heyjar fyrir kind- unum sínum á sumrin, alein, þótt fullfrískt ungt fólk telji ekki lengur búandi í sveit. Hún býr á Skógum í Þorska- firði, fæðingarstað þjóðskálds- ins Matthíasar, og margir ferða- menn hafa horft forvitnum augum heim að litlu og lág- reistu bæjarhúsunum og fylgzt með gömlu konunni, sem á þurrkdögum hefur borið heyið sitt saman. Hún er raunar hætt að dveljast þar á vetrum. Þá kemur hún kindunum sínum fyrir á bæjum í sveitinni en heyið leggur hún með þeim og er ekki upp á neinn komin. Hún Sesselja hefur ekki farið varhluta af ýmsum plágum, sem herjað hafa á íslenzkan landbúnað, fremur en aðrir bú- endur landsins. Hún varð að skera kindurnar sínar niður vegna mæðiveikinnar á sinni tíð, og svo þegar hún var að rétta við aftur, kom mæði- veikin aftur upp í hólfinu „hennar“, og fyrir tveimur árum varð hún aftur að farga öllum sínum bústofni. Þá hefðu margir yngri búendur vafalaust lagt árar í bát. En ekki hún Sesselja. Ónei, ekki hún, þótt hún væri meira en hálfníræð. Og nú á hún orð- ið einar þrjátíu kindur að nýju. — Og ætli ég reyni ekki að eiga þær, á meðan Guð gefur mér heilsu til að heyja fyrir þeim, sagði hún um daginn. — Finnst þér nokkuð til í því, að heimurinn fari versn- andi? — Æ — það held ég ekki, að minnsta kosti er það ólikt, hvað nú er betur búið að gamla fólkinu en var áður. Og nú þarf enginn að svelta. Ekki get ég kallað það, að heimurinn fari versnandi. — En hvað finnst þér um unga fólkið? — Ég get nú ósköp lítið sagt um það. Maður les talsvert um Framh. á bls. 42.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.