Fálkinn


Fálkinn - 20.04.1964, Blaðsíða 20

Fálkinn - 20.04.1964, Blaðsíða 20
verða vör við undarlegar til- finningar og hugboð hjá mér. Innst inni fann ég, að eitthvað mundi vera í vændum áður en langt um liði. Mér fannst þessi tilfinning svo fáranleg að ég þorði ekki að segja neinum, svo að ekki yrði hlegið að mér. En þetta hugboð eða hvað það var vék ekki frá mér og ég fann meira og meira til þess og brátt gerðust líka þeir at- burðir sem beindu lífi míriu inn á algerlega nýjar brautir. III. kafli. Forlög í París. SJÁLFSÆVISAGA ffe ÆLW ag nokkurn í september 1950 kom frændi minn Gudars Bakhtiary, til mín í bústað , minn í London og sagði: „Hefurðu eina klukkustund aflögu handa mér, Soraya? Mig langar að taka nokkrar fleird myndir af þér.“ „Aftur?“ sagði ég undrandi. á dansleiki og ég man enn fyrsta dansleikinn sem ég fór á meðan ég var í La Printa- niere. Við vorum allar í síðum kjólum og leyfðum piltunum úr nágrannaskólunum náðar- samlegast að sýna okkur klaufalega riddaramennsku. Auðvitað áttum við sér- staka uppáhaldsherra, sem voru„ óskaplega dásamlegir." En þetta voru yfirborðstilfinn- ingar og ég man nú ekki leng- ur nafn á neinum þessara pilta. En alvarlegri voru þó til- boðin sem foreldrum mínum tóku að berast frá nokkrum Persum, sem vildu kvænast mér. Þeir heimsóttu foreldra mína í Zurich og báðu um hönd mína. Ég hitti suma þeirra þegar ég var heima í skólaleyf- um, en sumir mundu eftir mér frá Isfahan og voru sannfærðir um að ég hefði þroskast til að vera lagleg ung stúlka. Allir þessir biðlar voru af gömlum og merkum ættum og einn var meira að segja af Kadshar ættflokknum. Það var venjan í þessum fjölskyldum að „tryggja sér stúlku“ í tæka tíð, því að við erum ekki óteljandi í Persíu. Foreldrar mnir sögðu mér frá þessum hjónabandstilboðum, því að þau voru ákveðin í að ég lyki námi mínu. Sjálf hafði ég einnig mestan áhuga á því. Ég var ekkert farin að hugsa um giftingu, þar sem mig langaði að kynna mér listir og bókmenntir og læra fleiri tungumál. í þeim tilgangi fór ég til London 1950 um sumarið til að fullnuma mig í þeirri tungu. Um sama leyti fór ég að „Þú hefur tvisvar tekið af mér í þessari viku.“ „Þær heppnuðust ekki nógu vel,“ útskýrði hann og yppti öxlum. Gudars og annar frændi minn, Malekshah voru urp þetta leyti við nám í samp skóla og ég. Við bjuggum öFl hjá Chokart, móður Gudars í litlu matsöluhúsi í grennd vifc, St. Jakobs garðinn. Ég vissi a 5 Gudars var góður áhugaljós- myndari, en þessi skyndilegp löngun hans að taka myndií > af mér vakti tortryggni míng. „Það býr eitthvað að baki þessu,“ sagði ég. „Þú ert ekki vanur að eyða filmunurn svona.“ Frændi minn brosti vand- ræðalega og svaraði: „Þeir skrifuðu mömmu frp Teheran og báðu um myndiriþ ar.“ .] „Hver skrifaði henni?“ „Furoug Safar, systir hennar. Hún sagðist aðeins eiga mjög gamlar myndir af þér. Hana langar að fá einhverjar nýrri.“ Þetta virtist mjög hjartnæmt og elskulegt af Furoug Safar, Grikklandi sem nú er gift kona í Aþenu og Sylvia Mattin frá Spáni, en hún býr um þessar mundir í New York. au sjö ár, sem ég bjó í Teheran hélt ég sambandi við allar þessar stúlkur. Þegar frá eru skildir foreldrar mínir voru þær einu manneskjurnar sem alltaf þúuðu mig, vegna þess að þær hugsuðu aldrei um mig sem keisaraynju, heldur sem Sorayu litlu Esfandiary og leikfélaga úr skólanum. Og þær hafa haldið tryggð við mig eftir skilnaðinn. Við vorum margar fjörugar stúlkur þarna á skólanum í Sviss. Á sunnudagskvöldum fengum við stundum að fara 20 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.