Fálkinn


Fálkinn - 20.04.1964, Blaðsíða 41

Fálkinn - 20.04.1964, Blaðsíða 41
sé að kenna erfðum og samtíð- aráhrifum, þá væntanlega fyrst og fremst foreldrum hlutað- eigenda?“ „Já, við erum öll samábyrg fyrir þeirri breytni, góðir eða vondir, sem fram fer í mann- félaginu." Dómarinn ræskti sig. „Lögin líta nú öðrum augum á málið. Mitt hlutverk er að dæma eftir þeim. Enda held ég satt að segja, að það yrði ljóta ástandið í landinu því, þar sem enginn einstaklingur væri gerð- ur ábyrgur gerða sinna. En eins og ég sagði, ég er mjög timabundinn. í mínu valdi stendur ekki að gera fyrir yður annað en ég hef nú þegar lofað. Við skulum vona, að sonur yðar taki sig á og geti síðar meir átt framtíð fyrir höndum. „En sjáið þér, herra dóm- ari...“ Dómarinn greip framm í fyrir honum: „Því miður hef ég ekki meiri tíma núna og verð að fara. Samkvæmt ósk yðar verður yður leyft að eiga stutt viðtal við son yðar, áður en hann fer í réttarsalinn." Hann sagði þetta vingjarn- lega. Um leið gekk hann framm að dyrunum til þess að opna. Gamli, háttvísi barnakennar- inn stóð upp, leit vonleysislega í hlutlaust andlit dómarans, haltraði framm að dyrunum og tók aftur í feita og slappa hönd hans. Dómarinn lokaði á eftir hon- um, feginn að losna við þennan skrýtna, gamla mann, sem hlaut að vera elliær að hans áliti. u Sonur hans virtist dapur og þreytulegur. Hann leit undan íaugnaráði föður síns eins og hann færi hjá sér við að þurfa að mæta því. „En þú mátt ekki halda, pabbi, að ég blygðist mín ekki. 3Ég hlýt að gera það, þegar ég stend frammi fyrir þér, sem hefur alltaf verið heiðarlegur og góður maður. Ég veit, að ég er vondur maður.“ i „Þú ert það, sem erfðir og samtíðaráhrif hafa gert þig,“ sagði faðir hans. „Gert mig,“ sagði sonurinn undrandi. „Því segirðu þetta, pabbi? Auðvitað er það mér að kenna, að ég hef breytt rangt — þótt ég hafi máske stundum orðið fyrir óhappi. En ég hefði átt að haga mér betur. Þú varst líka vanur að segja við mig, að hver og einn ætti að vera ábyrgur gerða sinna.“ „Jæja, var ég vanur að segja það.“ „Já, og það er líka — það hlýtur að vera rétt.“ „Víst hefur þú brotið af þér gegn því, sem við köllum lög, sonur minn. Þú hefur tekið ófrjálsri hendi eignir annarra, þú hefur falsað skjöl, þú hefur oft drukkið þig ölvaðan og þú hefur getið börn með konum, án þess að vera kvæntur þeim. Og síðasta lagabrot þitt varð orsök að dauðaslysi, þér óvilj- andi að vísu. Hvers vegna hef- ur þú gert þetta? Ég held þú hafir gert það vegna þess að siðferðiskennd þín er veik, þú hefur ekki haft nægilegt mót- stöðuafl til þess að standa gegn slæmum freistingum. En myndu það ekki vera erfðir og samtíðaráhrif, sem bera ábyrgð á veikri síðferðiskennd þinni?“ Ungi maðurinn leit beint í augu föður síns. Var faðir hans ruglaður, hugsaði hann. Höfðu áhyggjur hans út af líferni hans orðið þess valdandi? Þá hafði enn bætzt við sök hans. „Ég skil þig ekki, pabbi. Hvers vegna ætti ég að skella allri skuldinni af breytni minni á annað en sjálfan mig? Þegar ég hef breytt rangt, þá hef ég breytt rangt. Og vissulega hef- ur margsinnis verið brýnt fyrir mér að forðast að gera rangt, bæði af þér og öðrum. Mér ber að taka afleiðingum illra gerða minna. Þannig hlýtur það að eiga að vera.“ „Afleiðingum? Já, við hljót- um að gera það öll einhvern veginn og einhvern tíma. Og auðvitað er fyrsta skrefið til réttari breytni að iðrast mis- gerðá sinna. En ég þykist vita, að ástæðan fyrir því, að þú hefur haldið áfram röngu líf- erni sé fyrst og fremst sú, að þér hefur þrátt fyrir allt jafnan fundizt vera til afsakanir fyrir breytni þinni.“ „Ha? — Já, kannski hefur það verið þannig. — Stundum hef ég samt iðrast gerða minna. Þá hefði ég átt að bæta ráð mitt. En ég hef bara ekki gert það. Þess vegna á ég enga af- sökun. Ég finn það bezt núna, þegar ég hef raunverulega orð- ið manni að bana.“ „En þú vissir ekki, að neinn maður væri í húsinu og þú ætlaðir heldur ekki að kveikja í því“ „Nei, ég hef víst haldið, að enginn maður væri í húsinu, eða hugsaði að minnsta kosti ekki út í það. Og ég ætlaði ekki að kveikja í. En ég kveikti á eldspýtum og hlýt að hafa farið gálej'sislega með þær. Svo varð ég orsök að dauða manns- ins. Það mun alltaf loða við mig. Því er ég eilíflega dæmd- ur, líka í mínum eigin aug- um...“ Gamli maðurinn hafði tekið í hönd sonar síns. Tvær gamal- mennishendur héldu um slétta og vel lagaða hönd unga mannsins. „Reyndu að verða góður og ráðvandur maður hér eftir son- ur minn. Guð gefi, að þú getir orðið það. Ég er orðinn gamall, rétt á förum. Þess vegna — “ honum fannst í bili sem væri hann knúinn til þess að segja það — „þess vegna var þetta kannski bara rugl, sem ég var að segja við þig áðan. Gleymdu því þá. En eitt er víst, þar sem góðir menn ganga, þar eru guðs veg- ir. Gakktu á þeim.“ Uti á götunni rigndi enn í logninu. Gamli barnakennarinn ákvað samt að ganga alla leið- ina heim. Hann fór mjög hægt og reyndi að hugsa. En það er erfitt gömlum manni að hugsa í mikilli umferð. Loksins þegar hann kom út fyrir bæinn á fáförnu, kyrrlátu götuna sína tókst honum að halda hugsanaþræðinum óslitn- um. Honum gekk það betur, þegar hann gat af og til tautað fyrir munni sér, án þess að star- að væri á hann. „Veslings drengurinn. Sekt- artilfinningin réðst mest á hann fyrir það, sem hann hafði óvilj- andi orðið valdur að. Líklega voru það einu dómarnir, sem áttu rétt á sér, þeir, sem menn dæmdu sér sjálfir, en ekki dóm- ar annarra. En ef það var rétt, ef orð Krists áttu að skiljast bókstaflega, voru menn þá ekki á hræðilegum villigötum og höfðu alltaf verið?“ Hann var orðinn fjarskalega þreyttur. Honum kom í hug, hve mikil hvíld það yrði að fá að deyja. Aldrei áður hafði hann hugsað til þess með til- 'hlökkun að fá að deyja. Svona gamall var hann orðinn, taut- aði hann við sjálfan sig, og fannst það í rauninni næsta broslegt að vera orðinn svona gamall. En myndi hann ekki þá fá skorið úr því, hvort hið nýja viðhorf væri rétt? Búið í blokk Framhald af bls. 9. hlut eigi fólk, sem manni virð- ist að hafi nóg að bíta og brenna. Virðulegar pelsklædd- ar frúr hafa kannski haft höfuðverk eða magapínu í mörg ár, svo ekki sé minnst á béaða gigtina, sem alla ætlar að drepa. Og skyldi þá ekki kona, sem átti drykkfelldan og brotlegan son hafa það erfitt líka? „Já,“ stundi konan mæðu- lega. „Þú ert vel gefin, góðhjöituð, skilningsgóð, trygg og heiðar- leg,“ sagði ég. Öllum finnst gaman að heyra eitthvað fallegt um sjálfan sig. Það var dálítið erfitt að segja fólki, að það væri vel af guði gert. Sumir tóku það þannig, að þeir væru fallegir og þeir, sem voru fallegir vissu, að þeir voru fallegir, og þeir sem ekki voru fallegir efuðust um, að þeir væru það. „Alveg rétt,“ sagði rang- eygða konan hrifin. „Þú ert stórkostleg spákona. Aldrei hefur nein spákona, sem ég hef farið til — og ég hef farið til þeirra allra — lýst minni persónu jafn rétt.“ „En eins og oft vill fara fyrir fólki, sem hefur svo mikið til brunns að bera,“ sagði ég, „ert þú rægð af þinni beztu vin- konu.“ „Almáttugur er það satt?“ spurði konan. „Stendur það virkilega í spilunum?" „Ég er nú hrædd um það,“ var svarið. „Þetta hefur mig grunað lengi!“ „Þessi vinkona þín er yngri en þú, Ijóshærð með fremur þunnt hár, grönn og hávaxin.1* „Passar!“ sagði konan. „Alveg hreint! Ég hefði nú heldur grunað hana Guddu um að tala illa um mig, en hún Gudda er lítil og feit, svo það getur ekki verið hún. Það hlýt- ur að vera hún Mæja.“ „Svo þetta passar þá?“ spurði ég hikandi. „Passar! Hvort það passar!“ rangeygða konan missti málið smá stund af hrifningu. „Segið mér bara eitt — heldur maður- inn hennar framhjá henni?“ „Ja—á, það getur verið,“ sagði ég. „Það er að minnsta kosti einhver ljóshærð stúlka við hliðina á honum.“ „Almáttugur," sagði konan. „Það er auðvitað stelpugálan sem ég heyrði hann tala við um daginn. Hvort ég skal ekki sýna henni Mæju hvar Davíð keypti ölið! Þú segir að það sé alveg áreiðanlegt, að hún tali illa um mig?“ „Já,“ sagði ég, þó mig lang- aði mest til að bakka með þetta allt saman. „Ég held henni hefði verið nær að þegja, þó ég segði henni Siggu, að ég væri viss um, að hann Gummi héldi framhjá henni. Hvaða karlmaður getur Framhald á næstu síðu FÁLKINN 41

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.