Fálkinn


Fálkinn - 20.04.1964, Blaðsíða 40

Fálkinn - 20.04.1964, Blaðsíða 40
hann væri yngri en barnakenn- arinn. „Já,“ svaraði hann aðspurð- ur, „það kemur víst í minn hlut að dæma hann son yðar. Gerið þér svo vel að fá yður sæti.“ Gamli barnakennarinn þakk- aði, settist á stólinn, sem hon- um var bent á, en nokkur stund leið, áður en hann tæki til máls. Dómaranum virtist ekki geðj- ast að þessari löngu þögn. Hann sagði: „Ég get vel skilið, að þér séuð hryggur yfir því, sem hent hefur son yðar, og ég hef fyllstu samúð með yður.“ Kennarinn þagði áfram. Óþolinmæði brá fyrir í svip dómarans. Hann sagðist hafa mjög takmarkaðan tíma. Svo bætti hann við eins og hann vildi flýta afgreiðslu þess er- indis, sem borið yrði upp við hann: „Mér skilst, að ekkert nýtt hafi komið fram í málinu, enda liggur nú fyrir játning hans á þeim yfirsjónum, sem um ræð- ir.“ Þá leit gamli maðurinn upp á viðmælanda sinn og mælti: „Ég skal segja yður dómari, að ég er búinn að hugsa mikið um þetta, bæði hvað varðar son minn og aðra, sem bíða dóms og þá, sem kynni að eiga að dæma í framtíðinni. Og ég skal segja yður, að því meira sem ég hugsa um það, því sann- færðari verð ég um það, að það á ekki að dæma. Það á aldrei að dæma. Eins og þér munið sagði meistarinn forð- um: „Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir“. Mönnum hefur sézt yfir þennan sann- leika, sem þessi orð fela í sér. Við getum ekki dæmt hverjir aðra. Hvernig ættum við að geta það? Hegðun okkar orsak- ast á hverjum tíma af þeim aðstæðum, sem við búum við. Hvernig við bregðumst við hverju einu byggist á skapgerð okkar. Vísi að skapgerð erfum við, síðan mótar samtíðin þá skapgerð, aðstæðurnar, sem við búum við. Tveir aðilar, sem hlotið hefðu né.kvæmlega sömu erfðir, verða að ökum jafnaði það, sem við köllum misjafn- lega góðir, en einungis af því að mótun umhveifisins verður aldrei sú sama á neinum tveim- ur einsto.klingum. Hvernig ætt- um við svo að geta dæmt með- bræður okkar eða systur? Skilj- ið þér ekki, hvað ég á við?“ „Ég geri það nú víst ekki,“ svaraði dómarinn. Meðan hann hlustaði á kennarann færðist smátt og smátt furðusvipur yfir andlit hans, þar til hann áttaði sig á því, að i raun og veru hefði hann ekkert við þennan mann að tala. Hann stóð á fætur eins og hann byggist við, að samtalinu gæti verið lokið. „Sem sagt, ég hef fyllstu samúð með yður. Og ég get lofað yður því, að dómur minn verður eins vægur og ástæður og lög frekast leyfa.“ „Já, en skiljið þér ekki, herra dómari, að ekki er hægt að dæma neinn einstaklin^. Það er ekki hægt að dæma hann fyrir gerðir sínar eðá hvernig hann er, þar sem hann hlýtur óumdeilanlega að vera einungis þeir eiginleikar, sem hann hlaut í erfðir, að viðbættu því, sem samtíðin gerir úr honum með áhrifum sínum á hann? Það yrði þá einnig að dæma forfeðurna og samtíð- ina.“ „Forlagatrú?“ spurði dómar- inn og brosti skilningslaust. „Nei, þetta er aðeins — eftir því sem mér virðist — heil- brigð skynsemi." „Þér álítið sem sé, að enginn sé ábyrgur gerða sinna. Það, sem maður kann að gera rangt, Þú ætlar tll útlanda í vertíðarlokin? Já, við hjónin förum til London með Flugfélaginu. Hún til áð verzla og ég til að sjá mlg um I heimsborginnl. Þéttá kostar ekkert.Flugfélagið veltir 2q% .afslátt, hvorki 'meira lið minna en 3038 krónur fyrir okkur bæði, Það er lika nau.ðsynlégt- áð lyfta sér up'p' öðru hverjul Leitið upplýsinga um lágu fargjöldin hjá Flugfélaginu eða ferðaskrifstóf- unum. 40 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.