Fálkinn


Fálkinn - 20.04.1964, Blaðsíða 39

Fálkinn - 20.04.1964, Blaðsíða 39
Faðir hins akærða Framhald af bls. 11. sinni, og hann hefði lofað sér sagði hún, að minnka hana enn þá meira. Hann myndi standa við það, hann Jóhannes. Það væri nefnilega margt gott til í honum Jóhannesi. Jú, hann missá sig eitthvað í sambandi við þessa víxil- skratta og greip í einhver skipti til eigna annarra, þegar hann var á kenndiríi. Að vísu má segja, að hann hefði ekki átt að gera það. En þetta kom til af því að hann var í miklum fjárhagsvandræðum, og enginn vildi hjálpa honum, sagði hún. Þvi hafði hann lent út í þetta. En hafði hann kannski ekki oft verið svikinn sjálfur? Jú, svo sannarlega hafði hann oft verið svikinn sjálfur. Þeir voru margir, sem gert höfðu miklu verra en það, sem honum Jóhannesi hafði orðið á, og töldust merkismenn. Hann myndi glaður bæta fyrir þetta allt og endurgreiða, þegar hann væri búinn að koma undir sig fótunum. Þetta hörmulega slys var ekki Jóhannesi að kenna. Og það sýndi hins vegar hve góður hann var í sér, að hann tók sér það fjarskalega nærri. Þannig var hann í augum fjórðu barnsmóður sinnar — alsaklaus, enda þótt búið væri að dæma hann fyrir þjófnað og skjalafals, enda þótt hann Einangrunargler FramJeitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. KORKIDJAIM H.F. Skúlagötu 57. — Sími 23200. væri marg dæmdur af almenn- ingsálitinu fyrir drykkjuslark og ábyrgðarleysi í kvennamál- um. Og nú þetta síðasta, að á hann sannaðist enn þá einu sinni þjófnaður og húsbruni, sem vonandi var óviljaverk, en hafði leitt til dauða aldraðs manns. Gamla kennaranum hafði aldrei verið mikið um barns- mæður sonar síns gefið, ekki heldur þessa síðustu. Þó ylj- aði það honum um hjartaræt- iirnar að hlusta á tal hennar um drenginn, svo fjarstætt sem það var. En það fannst honum fráleitt, að hið breytta viðhorf hans stafaði af orðum hennar, því að hann þóttist þess full- viss, að hans eigin mat á syni sínum væri langtum raunhæf- ara en hennar. En allt um það hafði skyndilega orðið í huga hans þessi gagngera viðhorfsbreyt- ing. Næsta óskiljanlegt. Svo var hann kominn á fætur og trítlaði fram í eldhús- kompuna sína, til þess að hita sér tesopa. Hélt áfram að hugsa. Já, honum fannst nú, að undir engum kringumstæðum ætti hann að dæma son sinn. Aldr^i fyrr hafði hann skilið til fulls, hvað lá i orðum meist- arans: „Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir". Nú skildi hann það. Bar honum ekki fyrst og fremst að dæma sjálfan sig? Bar ekki hverjum og einum fyrst og fremst að dæma sjálfan sig? Kannski hafði þessi skilningur alltaf verið til staðar í undirdjúpum sálar hans, aðeins ekki komið upp á yfirborðið fyrr en nú. En nú leitaði það á huga hans eins og sjálfsagður hlutur, að drengurinn hefði hlotið erfð- ir frá föður sínum, svo og frá móður sinni. Síðan tók samtíðin við honum og hóf að móta þessa ósjálfbjarga lífveru. í þeirri mótun hefðu foreldrar hans átt að eiga stærsta þáttinn. Þau höfðu viljað, að hann yrði hamingjusamur. Já, það var áreiðanlegt, að þau vildu það... Og varðandi erfðirnar. Hvað lögðu þau honum til? Sjálfur var hann að vísu talinn heiðar- legur og samvizkusamur barna- kennari. Skyldi hann samt sem áður ekki hafa aðhafzt ýmislegt á iífsleiðinni, sem betur væri ógert? Að minnsta kosti höfðu jafnan verið til staðar í huga hans tilhneigingar og hvatir, sem ekki gætu talizt æskilegar. Og hver var skýringin á því, að '^->i,m tókst að mestu leyti að haida þeim i skefjum en syni hans ekki? Myndi hún ekki vera fólgin í því, að hann hefði sjálfur hlotið sterkari skapgerð í vöggugjöf, og að samtíð hans með hrjúfleika sínum og hörku, með göllum sínum og kostum, hefði reynzt hæfari til þess að þroska þá skapgerð heldur en samtíð sonar hans hefði reynzt við að þroska skapgerð hans? Hlaut það ekki að vera þannig? Háifgleymd atvik fyrri ára stilltu sér hógværlega upp frammi fyrir skynjun hans. Eins og þegar þeir strákarn- ir voru að stela sér gulrófum. Að vísu höfðu þeir stundum verið svangir, og þetta gat held- ur ekki talizt stórvægilegur þjófnaður. En þó. Athöfnin var sú að taka í leyfisleysi eigur annarra. Sonur hans brautzt inn í skrifstofu og stal peningum. sjálfur hafði hann læðst inn í rófnagarð í síðsumarrökkri og stolið sér nokkrum gulrófum. Kannski ekki sambærilegt. En hvað var sambærilegt? Skap- gerð þeirra, samtíðaráhrifin, félagarnir, aldarandinn? Ef til vill höfðu öll þessi atriði verið syni hans neikvæðari en hon- um. Hvað vissi hann? Nei, vald- ið til þess að dæma lá ekki í hans höndum. Ábyrgðarleysi hans í kvenna- málum? Ætti hann að vera fyllilega hreinskilinn, hlaut hann að viðurkenna að svipað ábyrgðar- leysi hafði næstum hent hann, þegar hann var ungur maður. Hafði hann ekki verið kominn á fremsta hlunn með að ganga í eina sæng með vinnukonu, þar sem hann var i kaupavinnu, að minnsta kosti í eitt skipti, ef ekki oftar? Ekki var það hans dyggð að þakka, að ekk- ert varð úr því, fremur hennar, og þó helzt að þakka ófyrirsjá- anlegum atvikum, truflunum. Ef þetta hefði nú gerzt, og hann getið barn með henni? Það hefði getað skeð. Aldrei flögr- aði að honum að kvænast henni. Hann hefði ekki gert það ótilneyddur. Og svo ætti henn að áfellast son sinn, bless- aðan drenginn, sem líklega stóð langtam hallari fæti. Og sú góða kona, móðir hans — sé sál hennar í friði — hafði henni ekki orðið það á að eignast barn á unglingsárum sínum, ógift og það með kvænt- um manni. Ekki sat á honum að áfellast hana — sízt nú. Og vínnautnin — þessi leiða árátta að neyta víns í óhófi. Menn gerðu vist oft ýmislegt undir áhrifum áfengis, sem þeir ella hefðu látið ógert. Auðvitað ættu menn aðeins að neyta víns í hófi, ef þeir þá á annað borð brögðuðu vin. Hvað hann sjálfan áhrærði var vínneyzla aldrei neitt vandamál. Hann gat auðveldlega látið með öilu ógert að neyta víns, og þótt hann gerði það var honum ekkert léttara eða sjálfsagðara en að stilla þeirri neyzlu mjög í hóf. Hins vegar hafði hann kynnzt mörgum ölkærum mönnum, ágætis mönnum, sem ekki máttu vamm sitt vita utan vins. En þegar ástriðan greip þá, virtust þeir ekki ráða við sig, drukku í óhófi og aðhöfð- ust þá stundum ýmislegt, sem þeir hefðu ekki átt að gera, iðruðust þess máske beizklega síðar. Líklega var sonur hans í hópi þessara manna ... Gamli maðurinn hafði lokið við að hella á telaufin, renndi í bolla og byrjaði að sötra teið sitt. Haustlit tré blöstu við honum í garðinum fyrir utan eldhúsgluggann, þar sem smá- gerðir regndropar féllu til jarð- ar í logninu. „Dæmið ekki, svo að þér verðið ekki dæmdir“. Auðvitað var það þetta, sem Kristur átti við, nákvæmlega það, sem lá í orðunum. Ekkert var auð- skildara, ef menn vildu skilja það. En því þá ekki ...? Hug- myndin gagntók vitund hans skyndilega. Hann setti frá sér bollann, sem hann hafði borið hálfa leið að vörum sínum. Því þá ekki að tala við dómarann og skýra þetta viðhorf fyrir honum? Biðin varð löng í biðstofu dómarans. Svo virtist sem þessi dómari væri mjög önnum kaf- inn maður. Gamli kennarinn sá eftir því að hafa ekki tekið pípuna sína og tóbakið með, úr því að hann þurfti að bíða svona iengi. Kannski hefði honum þá gengið betur að hugsa skýrt. Hann fann því lengur sem hann beið að hann varð meira og meira kvíðandi fyrir því, að honum tækist ekki að skýra málin nógu vel fyrir dómaranum. Ekki þar fyrir, viðhorf hans sjálfs breyttist ekki. Það var ekki hans að dæma — ekki dómarans held- ur. Aftur á móti bauð honum í grun, að dómarinn myndi ekki skilja það. En loksins kom að því, að honum var vísað inn til dóm- arans. Hann tók þreytulega undir kveðjuna og rétti fram feita og slappa hönd sína. Þetta var orðinn roskinn maður, þótt Framhald á bls. 40. 39 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.