Fálkinn


Fálkinn - 25.05.1964, Blaðsíða 2

Fálkinn - 25.05.1964, Blaðsíða 2
SUNNUFERÐIR ■neA íslenzkuoii íai*ai*«<jjóriun siimariA 1064. Margra ára reynsla að baki tryggir farþegum okkar skemmtilegt og snurðulaust ferðalag undir Ieiðsögn reyndra fararstjóra. Flestar ferðar okkar eru farnar óbreyttar ár eftir ár. Vinsælar og viðurkenndar ferðir af þeim fjöl- mörgu, sem reynt hafa. Norðurlandaferð 1. júlí — 17 dagar. Flogið til Bergen og farið þaðan í viku ferðalag um hinar undurfögru norsku fjarða og dala byggðir. Leiðin er skipu- Iögð um margar af heimabyggðum íslenzku landnámsmann- anna. Dvalið í Osló og nokkra daga í Kaupmannahöfn áður en farið er heim. Byggðir Vestur-lslendinga og Heimssýningiji, 27. júlí — 7 — 30 dagar. Þessi ferð er miðuð við Heimssýninguna í New York og ferðalög um byggðir Vestur-íslendinga, í Kanada og Banda- ríkjunum. Dvalið verður á Gimli á hinum veglegu hátíða- höldum íslendingadagsins á 75 ára afmæli íslenzka land- námsins í Nýja Islandi, þar sem Bjarni Benediktsson for- sktisráðherra verður heiðursgestur, sem fulltrúi íslenzku þjóðarinnar. Þeir, sem halda ferðina á enda fara vestur á kyrrahafsströnd. Tilvalin ferð fyrir þá, sem heimsækja vilja ættingja og vini Vestanhafs, skoða Ameríku og heimssýn- inguna. Flogið er allar langleiðir. París — Rínarlönd — Sviss, 26. ágúst — 18 dagar. Þessi ferð til eftirsóttustu ferðamannastaða Mið-Evrópu er bæði skemmtileg og tilbreytingarík, en þó róleg, þar sem ekki er farið of hratt yfir. í París fær fólk tækifæri til að skemmta sér í heimsborg gleðinnar og njóta þess að dvelja í hinni xmdurfögru borg á Signubökkum. Dvölinni í hinum fögru og glöðu Rínarbyggðum gleymir enginn. Farið er með skemmtibátum á Rín og tekið þátt í hinni óviðjafnanlegu Vínhátíð Rínarbúa, sem haldin er meðan ferðafólkið dvel- ur þar. Loks er dvalið í Luzern, sem af mörgum er talin fegurs af mörgum fjallaborgum Alpalandsins. Meðan dval- ið er þar gefst fólki kostur á að fara í tveggja daga ferð suður yfir Gotthardskarð til Ítalíu. Edinborgarhátíðin, 22. ágúst — 7 dagar. Flogið er til Glasgow og ekið þaðan til Edinborgar, þar sem dvalið er á frægustu listahátíð Evrópu, sem einnig er orðin eins konar samfelld skozk þjóðhátíð með dönsum, leikjum og söng. Farið í stutt ferðalög um hinar undurfögru byggð- ir skozku hálandanna, en auk þess gefst góður tími til hvíld- ar og dvalar í hinni fögru höfuðborg Skotlands. Ódýr og skemmtileg ferð, fyrir þá, sem ekki ætla í langa utanlands- ferð í ár. SEVILLR i:« —— fyrir þá, sem njóta vilja septembersólar í fögrum byggð og frægum borgum Suðurlanda. Síðsumardagar á Paradísareyunni Mallorca, 14. sept. — 16 dagar. Flogið til Mallorca og dvalið þar í hálfan mánuð á góðum hótelum, m. a. Bahia Palace og Sant Ana, sem hundruð Sunnufarþega þekkja frá okkar vinsælu páskaferðum. Á heimleiðinni er stanzað tvo daga í London og hægt er að íramlengja ferðina þar á eigin vegum. Mallorca er sann- kölluð paradís á jörð fyrir þá sem til þekkja og þangað leitar fólk ár eftir ár, enda orðinn fjölsóttasti ferðamanna- staður Evrópu. London — Amsterdam — Kaupmannahöín, 22. sept. — 12 dagar. Ferð þessi var í fyrsta sinn farin í fyrra og lilaut þá vin- sældir. Þetta er stutt og ódýr ferð, þar sem fólki gefst góð- ur tími til að kynnast þremur helztu borgum Norður-Ev- rópu„ sem þó eru allar mjög ólíkar. Heimsborgin London með sín miklu tízkuhús og sögufrægð, Amsterdam, sem speglast í l'ljótum og skurðum Hollands og loks Kaupmanna- höfn, borginni við Sundið, þar sem íslendingar eru alltaf eins og heima hjá sér, í glöðum og góðum félagsskap. Ítalía og Spánn, 25. september — 20 dagar. Þetta er óvenjuleg ferð, þar sem fólki gefst kostur á að kynnast Ítalíu ogSpáni í sömu ferð og sigla með glæsilegu hafskipi ítala, Cristoforo Colombo, sem er 34.000 lestir, með sundlaugum og veizlusölum. Með skipinu er farið frá Nap- oli til Gíbraltar. Flogið er til Rómar með viðkomu í London. Þaðan ekið til Napoli og Sorrento og dvalið þar við Napoli- flóann. Siglt út til Capri. Eftir hina skemmtilegu ferð með hafskipinu milli Napoli og Gíbraltar er ekið um Sólströnd Spánar og dvalið í hinum víðfræga baðstrandarbæ Torre- molinos við Malaga. Þeir, sem ekki nota allan tímann á baðströndinni þar, skreppa í skyndiferð til Tangier í Mar- okko. Frá Malaga er ekið hina undurfögru fjallaleið norður um Granda til Madrid. Þaðan er flogið heim með viðkomu í London. Italía í septembersól, 2. september — 21 dagur. Þessi ferð hefur reynzt óskaferðin til ítalíu, því viðurkennd dönsk ferðaskrifstofa hefur tekið upp okkar ferðaáætlun og notað fyrir vandláta ítalíufara. Flogið héðan til Milano, ekið síðanstutta áfanga og dvalið 2—4 daga í sögufrægustu og fegurstu borgum ítalíu, Feneyjum, Florenz, Sorrento við Napoliflóann og fimm daga í Róm. í stað þess að aka til baka upp alla Ítalíu siglum við með glæsilegasta hafskipi ítala, Leonardo da Vincí, 33.000 smál. með 3 sundlaugum og glæsilegum veizlusölum á næst dýrasta farrými til Cann- es í Suður-Frakklandi, ökum þaðan stutta leið til Nizza og dveljum þar í nokkra daga áður en flogið er heimleiðis með viðkomu í London, eða Höfn að vild. Þetta er vönduð ferð Allar Sunnuferðir eiga það sameiginlegt að eingöngu eru notuð góð hótel, sem þekkt eru að því að hafa góðan mat og þjónustu. Engar þreytandi bílferðir. Flogið eða siglt með skemmtiferðaskipum lengstu áfangana. Reyndir fararstjór- ar, sem hafa allt ag fimm ára rcynslu við fararstjórn í vin- sælustu SUNNUFERÐUM. í öllum ferðunum getur fólk framlengt dvölina erlendis og flogið heim síðar með áætl- unarvélum. Við gefum sjálfum okkur ekki einkun, en spyrjið þá sem reynt hafa. Mörg hundruð ánægðra viðskiptavina hafa ferð- azt á vegum SUNNU í hópferðum og sem einstaklingar. Margir ár eftir ár og oft á ári. Vitnisburður þessa fjölmenna hóps viðskiptavina er okkar bezta auglýsing. Ferðaskrifstofan SUNIVA Bankastræti 7. Símar 16400 og 21020. Biðjið um nákvæmar ferðaáæltanir. Komið, skrifið, eða símið. PANTIÐ SNEMMA, þegar eru margir skráðir þátt- takendur og aðeins hægt að taka 20—30 manns í ferð.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.