Fálkinn


Fálkinn - 25.05.1964, Blaðsíða 12

Fálkinn - 25.05.1964, Blaðsíða 12
JÓIM ORMAR ORMSSOIM RUIVIÓLFUR ELEIMTÍIMUSSOM Þeir eru margir sem halda því fram að Akureyri hreinlegasti bær á íslandi. Og það eru ekki aðeins Akureyringar sem halda þessu fram eins og sumir vilja vera láta heldur og þeir aðkomnu og þeir finna það ef til vill betur en hinir. Hvað sem þessari full- yrðingu líður þá er það víst að ekki eru mörg bæjar- Akureyri félög hér á landi sem geta státað af jafnmiklu hrein- læti og þessi höfuðstaður norðurlands. Að minnsta kosti er þessi norðlenzzki höfuðstaður snöggum þrifa- | legri en sjálf höfuðborg lýðveldisins hér sunnanlands. Og sem vera ber þá eru Akureyringar stoltir fyrir | hönd síns bæjarfélags. j Akureyri er næststærstur bær á íslandi og íbúa- fjöldinn nálgast nú óðum tiu þúsund. Sá sem í fyrsta , sinn heimsækir þennan stað og fer að kynna sér bæjarfélagið hlýtur að undrast þann mikla fjölda | fyrirtækja sem er í þessum bæ. Alis stáðar eru verk- smiðjur og verzlanir. Og margar þessara verksmiðja eru engin smá fyfirtæki á okkar mælikvarða heldur stór og mikil sem breyta hráefnum í fullunna vöru | sem send er síðan á markaðinn ekki aðeins hér innan- I lands heldur einnig út fyrir landsteinana. Og það eru ! margvíslegar vörur sem þarna eru unnar. Akureyri er orðin stór iðnaðarbær, og þess mun varla langt að bíða að þar rísi borg á okkar mælikvarða. Fyrir nokkru síðan voru blaðamaður og ljósmynd- ari frá Fálkanum á ferð fyrir norðan og heimsóttu nokkur fyrirtæki á Akureyri. í næstu blöðum munu j birtast greinar frá þessum heimsóknum. Við flugum norður á föstudegi og farkosturinn var Gullfaxi. Vicount vél Flugfélags íslands. Flugstjórinn var gamall Akureyringur, enginn annar en Jóhannes 5 Snorrason yfirflugstjóri Flugfélagsins. Okkur miðaði vel norður rétt tími til að líta yfir fyrirsagnirnar í dagblöðunum og svo erum við lentir á Akureyri. Á fiugvellinum þar beið hópur amerísks söngfólks sem gert hafði Akureyri heimsókn og var nú á suður leið. Og þegar við vorum komnir í bæinn sáum við hvar Feðgarnir Sigurður O. Björnsson og Geir S. Björnsson. Á bak- við þá sést mynd af stofnanda prent- smiðjunnar, Oddi Björnssyni. 12 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.