Fálkinn


Fálkinn - 25.05.1964, Blaðsíða 28

Fálkinn - 25.05.1964, Blaðsíða 28
A sæftí-jám Framhald aí bls. 19. aftur í ibúð sina, sem er anan við stýrishúsið og lagði sig. Eitthvað sofnaði Marteinn, en glaðvaknaði allt í einu og fannst hreyfingar skipsins orðnar eitt- hvað óeðlilegar. Hann reis upp og um leið og hann kom fram í stýrishúsið sagði Karl: „Hann er farinn að liggja lengi í“. Skip- stjóri samsinnti því og opnaði hurðina út á brúarvænginn. Hann sá þá að allmikill ís var kominn á brúna, en lengra sást ekki fyrir hríð og sjóroki. Mar- teinn, sem var léttklæddur, snaraðist inn og bjó sig og kom að vörmu spori fram í brúna aftur. Hann var nýkominn fram, þegar skipið lagðist allt í einu á bakborðshlið, svo menn- irnir i stýrishúsinu gengu á þil- inu. Þeir Marteinn og Karl opn- uðu hurðina út á bakborðs brú- arvænginn. Þar varkomiðþykkt íslag og á allt sem séð varð. Marteinn sagði við Karl að ráð- legast væri að fara aftur á báta- dekk og skera á tóin sem héldu björgunarbátnum bakborðs megin og láta hann fara fyrir borð. Karl lét ekki segja sér þetta tvisvar, heldur réðst aft- ureftir ásamt tveim hásetum vopnuðum sveðjum. Þeim gekk fljótt og vel að skera á kaðlana og björgunarbáturinn rann í sjóinn og hvarf afturmeð út í hríðina og sortann. Svo mikill halli var á skipinu, að báturinn datt ekki heldur flaut út. Þeir Karl sáu að þegar hann kom í sjóinn, voru aðeins tvö borð fyrir ofan sjávarmál, svo mjög var hann isaður og sennilega fullur af sjó. Skipið rétti sig nú rólega og var á réttum kili um stund, en allt í einu lagðist það á stjórnborðshlið með svip- uðum halla og áður. Hér var ekki orða þörf heldur aðgerða: Enn fór Karl stýrimaður aftur á bátadekk ásamt tveim háset- um og ekki leið á löngu þar til stjórnborðsbáturinn flaut út og hvarf. Skipið rétti sig nú alveg og enn var haldið upp í veður- ofsann, sem nægði til þess að það stýrði. Marteinn skipstjóri stóð við hverfigluggann og rýndi út í sortann. Nú var liðið nokkuð fram á kvöld. Veður- ofsinn var enn sá sami og við athugun kom í Ijós, að nokkuð af vatnsbirgðum skipsins, sem geymdar voru í botntönkum, voru frosnar. Svo kaldur var sjórinn, nokkru fyrir neðan frostmark og hver skvetta sem kom á skipið fraus um leið. Það var eins og þessir hálf- frosnu sjóir hefðu ósýnilegar 23 FÁLKINN klær og hver dropi sem á skipið kom, fraus fastur um leið. Fyrsí eftir að lífbátarnir höfðu verið skornir frá skipinu, voru hreyfingar þess eðlilegri en áður, en um ellefuleytið um kvöldið var það tekið að liggja lengi í, veltan var orðin hæg og mjúk. Marteinn lét kalla vakt- ina, sem var afturí upp, og mennirnir hófust þegar handa um að berja ísinn, sem hafði myndazt á yfirbyggingu skips- ins, á bátaþilfari og brúarþaki. Þeir köstuðu öllu lauslegu fyrir borð, svo sem tunnum og plönk- um. Nú hefðu axirnar, sem Marteinn var að hugsa um, er hann gekk heiman að frá sér að Blönduhlíð 5 komið sér vel. En ekki þýddi að hugsa um slíkt. Á öllum togurum eru til margir spannar og þeir voru teknir fram og notaðir sem bar- efli á ísinn. Niðri í vélarrúmi voru menn heldur ekki aðgerð- arlausir. Þórður og Jón tóku fram gildar járnstengur, settu í skrúfstykki og söguðu niður í mátulega langa búta, sem jafnóðum voru teknir I notkun við íshöggið. Þegar togarnir „mættu“ um kvöldið til þess að skiptast á upplýsingum, það var kl. 23,30, lét Valdemar loftskeytamaður þess getið, að Þorkell máni hefði lent í erfiðleikum og að skipsmenn hefðu orðið að sleppa báðum lífbátunum. Ann- að var ekki sagt. Mennirnir börðu ísinn og brutu, en þar sem brotið var af, var eftir litla stund aftur komið lag af ís, sem stöðugt þykknaði. Veð- urofsinn var nú orðinn tólf vindstig og mjög erfitt að standa að íshögginu. Marteinn vék ekki af stjórnpalli. Hann gaf hásetanum við stýrið ná- kvæmar fyrirskipanir og lánað- ist að halda skipinu beint upp í, þrátt fyrir myrkur og sorta. En þótt mennirnir gengju ber- serksgang í baráttunni við ís- inn og hann léti undan síga þar sem þeir náðu til, hlóðst hann óáreittur á reiða og bátauglur og á framskipið og á togvind- una. Fjallháir sjóir æddu að skip- inu og ekki var vogandi að fara eftir þilfarinu, fram í há- setaklefann meðan dimmt var. Það gekk á ýmsu þessa nótt. Mennirnir sem voru afturí þeg-' ar veðrið skall á, unnu alla nóttina við íshöggið. Þeir fóru afturí og fengu sér hressingu en komu að vörmu spori aftur og tóku til við vinnuna. Marteinn stóð í brúnni og drakk svart kaffi. Þegar skipið lagðist nokkru eftir miðnættið, átti hann tal við Þórð 1. vél- stjóra, sem síðan dældi olíu milli botntanka til þess að rétta það. Þetta tókst nokkrum sinn- um, en ísinn jókst jafnt og þétt, þrátt fyrir vinnu mannanna, sem hlífðu sér hvergi, og skipið lagðist hvað eftir annað. Þessa nótt höfðu þeir á Þor- keli mána ekkert samband við umheiminn. Annað langa loft- netið slitnaði niður vegna ís- þungans og loftnet miðunar- stöðvar, og það sem ennþá hékk uppi voru orðin að ís- klumpum. Þegar birti sást loks fram á skipið. Hvalbakurinn var eins og jökulbunga til að sjá. Reið- inn orðinn samfeld íshella og möstrin margföld að gildleika. Við dagsbirtuna eykst mönnum hugur og stundum finnst mönn- um þá vel viðráðanlegt, það sem í náttmyrkri og fárviðri er talið lítt framkvæmanlegt. Þá sést til sjóanna og menn geta leitað í var þegar brot kemur æðandi að skipinu. Þegar vel bjart var orðið sunnudagsmorguninn 8. febrú- ar, lét Marteinn kalla á vakt- ina, sem hafði sofið frammí um nóttina og nú bútuðu þeir í vél- inni niður fleiri járnstengur og Karl stýrimaður fór aftur í eldr hús og sótti kjötöxina kokks- ins og nú var lagt til atlögu við ísinn fram á skipinu. Sig- urður stýrimaður fór við fimmta mann fram á hvalbak. Þeir ætluðu að höggva ísinn ofan af bakkanum og komast þannig að bunka af gildum vír- um, sem þar voru geymdir og renna þeim síðan fyrir borð. Annar flokkur gekk á ísinn á brúnni og sá þriðji tók til við íshögg á afturmastri og í reið- anum. Veðurhæðin var ennþá hin sama en bylurinn dúraði annað slagið. Allt i einu sá Marteinn, þar sem hann stóð í brúnni, hvar sjór óð að skip- inu. Hann kallaði til mannanna á hvalbaknum og þeir náðu að forða sér, allir nema Sigurður stýrimaður. Sjórinn hreif hann og slengdi aftur á grindverkið aftast á bakkanum. Þegar skip- ið lyfti sér lá Sigurður þarná sýnilega mikið meiddur og mennirnir flýttu sér að flytja hann afturí og koma honum í koju. Sigurður hafði miklar

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.