Fálkinn


Fálkinn - 25.05.1964, Blaðsíða 9

Fálkinn - 25.05.1964, Blaðsíða 9
heyrðum við hróp og köll fyrir utan gluggann og sáum að múg- ur og margmenni hafði safnazt saman fyrir utan höllina „Echt- essassi“. Við sáum að fólk kliír- aði upp í tré. og yfir múra Mossadeq ráðlagði okkur að flýja, áður en múgurinn gerði áhlaup á höllina. En sem háv- aðinn j^kst skildist okkur að fólkið var ekki að hrópa ókvæð- isorð, heldur fagnaðarorð til okkar. Þetta voru fylgjendur Mul- lahs Kashani og Bebehani, sem voru ákveðnir í að koma i veg fyrir brottför okkar, jafnvel þótt á síðustu stundu væri. Þús- undir söfnuðust saman fyrir ,framan höllina og hrópuðu: „Lengi lifi keisarinn! Keis- arinn lengi lifi! Niður með Mossadeq!“ Mohommed Reza og ég litum undrandi hvor.t á annað og for- .sætisráðherrann tók að nötra ,ofsalega. Ef þetta hefði ekki verið mjög alvarlegt hefði ég eins getað búizt við að ég væri að leika í gamanleik eftir Bern- hard Shaw. „Þarna er leiðin að bakdyr- unum,“ sagði ég sefandi og tók undir hönd gamla mannsins. ,,Þér komizt gegnum göngin út í hliðargötu, þar sem enginn veitir yður athygli.“ egar Mossadeq var far- inn sendi keisarinn eftir hljóð- nema og ávarpaði fólkið af hall- artröppunum. Með tár í augun- um þakkaði hann þeim tryggð- ina og lofaði að hann færi ekki frá Teheran. Ég var hagsýn og raunsæ eins og fyrri daginn og velti fyrir mér, hvað yrði nú um all- an farangurinn, sem við höfð- um sent á undan okkur. En tfaginn eftir kom bifreiðin aft- qr. Vegirnir við landamærin höfðu lokazt af mikilli snjó- komu. „Þér sjáið að himnarnir hafa ákveðið að við verðum kyrr,“ sagði keisarinn. Ekki varð þó nein skyndileg breyting á ástandinu. Mossa- deq var áfram forsætisráðherra. En þetta hafði gefið keisaran- qm nýja von. Hann hafði verið l^ominn á þá skoðun, að hann aetti eiginlega hvergi stuðnings að vænta meðal þjóðar sinnar. Nú varð honum ljóst, að þeir Persar voru margir, sem ekki vildu sætta sig við hina var- hugaverðu stefnu Mossadeqs. Svo að taflinu var ekki lok- ið. Ef keisaranum tækist að fá á sitt band áhrifamenn innan hersins, prestastéttarinnar og þingsins vai- ekki óhugsandi að honum tækist að máta andstæð- ing sinn. En eitt lá að minnsta kosti ljóst fyrir, það var ekki rúm fyrir þá báða í íran. Við vissum öll, að fyrr eða síðar yrði annað hvort keisarinn eða Mossadeq að víkja. Hinn 17. apríl 1953 urðu á ný óeirðir í Teheran. Mossadeq sendi fylgismenn sína út á strætin til að skipuleggja mót- mælagöngu gegn keisaranum. Afshartus, lögreglustjórinn hvarf á dularfullan hátt. Nokkr- um dögum síðar fannst lík hans ,um dögum síðar fannst lík hroðalega leikið í áveituskurði í úthverfi borgarinnar. Keisarinn taldi nú hyggileg- ast að ég færi til Evrópu. Hann vildi vita mig örugga unz erfið- leikarnir væru um garð gengn- ir og hann sagði: „Jafnskjótt og ég hef unnið sigur, mun ég koma til yðar og við skulum taka okkur gott leyfi saman.“ „Og ef þér biðið lægra hlut?“ spurði ég. „Þá mun ég einnig koma til yðar og við reynum að byggja upp nýtt líf saman.“ Fyrir brottför mína gaf hann mér fyrirmæli um, hvernig ég ætti að koma fram. Hann skip- aði mér að forðast félagskap enskra eða bandarískra áhrifa- manna, vegna þess að ella kynni fólk að álíta að hann hefði sent mig sem leynilegan umboðsmann sinn til Evrópu, VT B A g fór flugleiðis til Róm og dvaldi að Hótel Excelsior. Með mér voru í förinni herra og frú Garagozlou og þjónustu- stúlka. Nokkrum dögum síðar kom móðir mín frá Þýzkalandi. ítalska stjórnin hafði tilnefnt sérlegan fulltrúa til að hafa of- an af fyrir okkur. Hann fylgd- ist með mér á kappreiðar og í- þróttakeppni og kynnti hina virðulegu embættismenn og samkvæmisfólk Rómaborgar fyrir mér. En þó gat ég ekki farið allt, sem ég hefði kosið. Til dæmis bauð frú Clare Booth Lucé — sem þá var sendiherra Banda- ríkjanna í Róm — mér til garð- veizlu nokkuð fy ' utan borg- ina. Ég dáðist mjög að frúnni, en engu að síður varð ég að af- saka mig og hafna boðinu, þar eð ég varð að forðast að svo liti út, sem ég tæki þátt í viðræð- um um stjórnmál. Eftir um það bil þrjár vikur í Róm héldum við til Madrid og ’ranco bauð mér til hádeg- isverðar. Þá hitti ég og í fyrsta sinn dóttur hans, Carmencita og eiginmann hennar, dr. Villa- verde, sem er skurðlæknir. Ungu hjónin komu fram við mig af einstakri kurteisi og hlýju, sem var miklu innilegri en fáguðustu kurteisissiðir boða, og með okkur tókst góð vinátta sem varað hefur æ síðan. Það væru hrein ósannindi að halda því fram, að ég hefði á- nægju af að flakka svona um heiminn meðan sögulegir at- burðir voru að gerast í landi mínu. Á hverjum degi hringdi ég til keisarans til að heyra nýjustu fréttir og þar sem sam- bandið var oft mjög slæmt, þurfti ég oft að bíða klukku- stundum saman, áður en ég gat talað við hann. í Teheran gátu starfsmenn símans hlerað samtöl og ég var alveg viss um að þeir mundu gqra það, þegar keisarinn tal- aði við mig. Þess vegna notuð- um við sérstakan lykil, sem við höfðum ákveðið áður en ég fór. Við minntumst á alla helztu mennina með öðrum nöfnum — Mossadeq var til dæmis Abdul — og ef mig langaði til að spyrja keisarann hvenær hann byggist við að koma til mín, sagði ég: „Verða blómin athent bráð- lega?“ Mér fannst mjög erfitt að sætta mig við þessa bið, þar eð ég hafði ekki skapaðan hlut að gera og vissi' ekkert, hvað raun- veulega var að gerast. Ég hefði miklu fremur kosið að vera á staðnum, þrátt fyrir áhættuna, sem því fylgdi. Á hverjum degi sagði ég við sjálfa mig að ég mundi áreiðanlega ekki þurfa að bíða öllu lengur. v W ikur liðu og enn gat Mohammed Reza ekki gefið mér neitt ákveðið svar. Eftir viku eða hálfsmánaðardvöl í Cannes varð ég þreytt á þessari endalausu bið og loks sam- þykkti keisarinn að ég mætti hverfa heim. Hinn 15. júní kom ég til Teheran. Það sem ég sá þar mun ég lýsa í sem styztu máli. Meðan ég var fjarverandi hafði Mullah Kashani einnig beitt áhrifum sínum á þingfull- trúa eins og til dæmis Makki og Nabadi, sem nú höfðu snú- izt gegn Mossadeq. K^sarinn vonaðist til að geta með þeirra hjálp byggt upp löglega þing ræðislega stjórnarandstöðu, er væri nægilega sterk til afP svipta núverandi stjórn völd- um. En Mossadeq hafði fengiS pata af þessum ráðagerðum og hótaði að stofna til þjóðarat- kvæðagreiðslu um þingrof. Mohammed Reza skrifaði honum að það væri brot á stjórnarskránni. Mossadeq svar- aði, að úrslitavaldið hlyti að vera hjá þjóðinni og kunngerði nú, að þjóðaratkvæðagreiðsla skyldi fara fram hinn 12. ágúst. Nú var ljóst, að andstaðan gegn honum á þinginu mundi engan veginn duga til að svipta hann áhrifuni. Það sem næst gerðist segi ég nú frá í fyrsta sinn. Ég tel mig skulda sögunni — og sannleik- unum — að ég segi nokkuð frá þeim þætti, sem ég átti í at- burðunum sem gerðust upp úi' þessu. Þegar Eisenhower for- seti lýsti yfir því hinn 25. júní„ að íran gæti ekki vænzt neinn- ar hjálpar frá Bandaríkjununn fyrr en þeir hefðu leyzt olíill deilu sína, þá sagði' ég við keis- arann: „Það er ómögulegt að haldai áfram, Mohammed Reza. Viði stöndum andspænis algerm hruni, ekkert er aðhafst í að» kallandi vandamálum. Því léng- ur sem við bíðum, því verra verður ástandið í landinu. Nú getur aðeins bjargað þjóðinni ef gert er samræri gego Mossa- deq.“ „Hver ætli hafi heyrt umi þjóðhöfðingja, sem gerði sam- særi gegn sinni eigin stjórn? spurði keisarinn. „Sé svo neyðist þér til aði vera sá fyrsti,“ svaraði ég. * K JBLig var um þessar mundir eina manneskjan sem var á þeirri skoðun. Enginn dirfðist að gera nokkuð á móti vilja Mossadeqs. Jafnvel þeir ráð- herrar og stjórnmálamenn, sem alla tíð höfðu verið hliðhollir keisaranum stirðnuðu upp af hræðslu um tilhugsunina eina, Og eftir margs konar vonbrigð! kaus hann helzt að sýna fyllstu gætni, en þegar við höfðurrt rökrætt fram og aftur undir fjögur augu nokkra daga á- kváðum við að tímabært væi! að spyrja aðra álits. Við kusum menn, sem vit treystum fullkomlega og dóm greind þeirra, meðal annarra hii'ðmarskálkinn Garagozlou, Iman Djoumeh prest þann ei gefið hafði okkur saman og dr. Framh. á bls 40. FALKINN 9

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.