Fálkinn


Fálkinn - 25.05.1964, Blaðsíða 6

Fálkinn - 25.05.1964, Blaðsíða 6
KÍNVERSKIR, HANDSAUMAÐIR PtlÐAR, MYNDOFNIR OG VÍROFNIR. ENDURNÝJUM SÆNGUR OG KODDA. FLJÓT AFGREIÐSLA. HÖFUM EINNIG EINKASÖLU Á REST-BEST KODDUM. DÚN- OG FIÐURHREINSUNIN VATNSSTlG 3 (öríá skref frá Laugavegi) Sími 18740. Um unglinga og sitt hvað fleira. Háttvirta blað! Fyrir nokkru síðan fóru fram í Pósthólfinu umræður um áfengi og sterkan bjór og sumt sem þarna kom fram var mjög athugandi en annað lélegt eins og oft vill verða. Þeir sem skrifuðu þessi bréf voru annað hvort á móti víni og sterkum bjór algjörlega eða með bjórn- um og víninu. Það var einnig rætt um hvers vegna sumir menn drykkju og hvers vegna ungdómurinn færi að drekka. Ég held að það þurfi ekki mikla speki til að sjá svona hluti oft á tíðum. Margir unglingar fara að drekka vegna þess að þeir eru feimnir og sú feimni rennur af þeim við áfengisáhrifin og þeir fara að blanda geði við aðra. Þetta er eitt veigamesta atriðið í þessu sambandi. Og þá er rétt að við spyrjum hvernig sé hægt að koma í veg fyrir þessa feimni, sem oft fylgir ákveðnum viðkvæmum aldri. Og ég held að mér hafi tekist að finna ráð við þessu. Það á að kenna börnum og unglingum að skemmta sér í skólunum og kenna þeim að vera óþvinguðum og geta án erfiðleika blandað geði við aðra. Það þarf hreinlega að taka upp kennslu í þessu rétt eins og landafræði og þessa kennslu þurfa sálfræðingar að hafa með höndum. Af þeim er því miður allt of lítið hér. Og það þarf að láta unglingana sjá um skemmtanir oft á vetri i skólanum svo feimnin fari af þeim. Og þegar þetta hefur gengið nokkurn tíma mun ár- angurinn koma í ijós. Ungling- arnir geta farið út að skemmta sér og komist í kynni við aðra án þess að þurfa á milligöngu ófengra drykkja að halda. Og þegar svo er komið þá getum við gefið alla slíka drykki frjálsa. En því miður verður ekki hægt að koma í veg fyrir að einhverjir verði ekki haldn- ir feimni og þá þurfa sálfræð- ingarnir að taka þau afbrigði sérstaklega fyrir. Á sama hátt þarf að taka alla ofdrykkju- menn fyrir og hjálpa eins og hverjum öðrum sjúklingum. Það er trú mín að þessi aðferð muni gefa góða raun og það er ekki eftir neinu að bíða, þetta þarf að komast í framkvæmd þegar í stað. Um daginn fóruð þið á árshátíð hjá einum gagn- fræðaskólanna og þar virtist manni að unglingarnir hefðu skemmt sér mæta vel án þess að áfengi væri haft um hönd. Áfengisvandamálið verður ekki leyst með því einu að banna það því það bann verður alltaf brotið. Þetta vandamál verður aðeins leyst með fræðslu. Sjálf- ur drekk ég ekki áfenga drykki og ætla mér ekki að gera en ég get vel skemmt mér með fólki sem er undir áhrifum vins það er að segja ef það er ekki orðið of drukkið. Ég vænti þess fastlega að þið birtið þetta bréf og það sem allra fyrst. K. F. N. Svar: Já, þaö er satt. Áfengisvanda- máUÖ veröur ekki leyst meö vín- banní. Þaö þarf annaö til. Borðaflandur á skemmtistöðum. Háttvirta blað. Mig langar til að skrifa ykk- ur nokkrar línur og ræða um eitt efni, sem hefur verið mér noukuð hugleikið upp á síð- kastið. Og þá er rétt að snúa sér að efninu. Þegar maður fer út á skemmtistað og fær borð —• sem ekki kemur nú alltaf fyrir því skemmtistaðir eru sóttir mikið um helgar — þá verður maður fyrir miklu ónæði af alls konar fólki, sem maður í flestum tilfellum þekkir lítið og stundum ekki neitt. Þetta fólk kemur að borðinu hjá manni og sest upp við borðið og það má oft heita ógjörning- ur að koma þvj í burtu. Þetta verður oft til þess að eyðileggja fyrir manni kvöldið. Látum það nú vera ef þetta er kunningja- fólk manns og fólk, sem maður þekkir vel og hefur ánægju af að hitta. En með þá, sem maður þekkir ekki neitt og koma að borðinu og setjast upp og fara að röfla og eru leiðinlegir það er hlutur sem maður á mjög erfitt með að þola. Þetta að ganga milli borða svo og svo mikið drukkinn og ónáða fólk er dónaskapur af grófasta taagi og á ekki að eiga sér stað. E. F. B. Svar: Já. þetta boröaflandur er held- ur leiöinlegt eins og þú segir og á ekki aö eiga sér staö. En ef þú veröur fyrir miklu ónoeöi af þessu tagi er ekki annaö en aö gera þjónunum viövart og þeir munn þegnr i staö bregöa vel viö og sjá um aö þetta komi ekki fyrir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.