Fálkinn


Fálkinn - 25.05.1964, Blaðsíða 4

Fálkinn - 25.05.1964, Blaðsíða 4
Operu isönigkonu i klipu I>eír gleymasí »íl ni«wt Það er ekki langt síðan sagt var frá því hér á síðunni að kvikmyndaleikar- ar vildu oft gleymast fljótlega eftir að þeir væru dánir. Tilefnið að þessari frásögn var skoðanakönnun þar sem í ljós kom að æskulýðurinn hafði ekki hugmynd um hver Clark Gable hefði verið. Hann var þó einu sinni kallaður konungur Hollywood. Þannig vill það oft fara. Munið þið eftir manni sem hét Tyrone Power og sást stundum á hvíta tjaldinu? Kannski hafið þið séð hann í Mefki Zorro eða Sólin rennur upp eða einhverri annarri af þeim rúmlega fjörutíu myndum sem hann lék í. Hann va_r rúmlega fertugur þegar hann féll frá og stóð þá í blóma lífsins. Útför hans var einhver^ sú virðulegasta og fjölsóttasta sem gerð hefur verið í Hollywood. Ári eftir þessa minnisstæðu útför átti að halda minningarguðþjónustu um Power. Fjölmörgum kvikmynda- leikurum, leikstjórum og öðru kvikmyndafólki var boðið. Hversu margir skyldu hafa komið? Þeir voru tveir, Raymond Massey og Van Johnson. Þannig hefur það farið fyrir þessari vinsælu stjörnu Tyrone Power. Hann er grafinn og gleymdur. Það er margt sem getur drifið á dagana hjá óperu- söngkonum ekki siður en hjá öðrum og kannski miklu frekar. Hin ameríska óperusöngkona Anna Moff var að aka á götu í Rómaborg í nýja bílnum sínum þegar henni varð á skissa varðandi umferðina. Við skulum segja að hún hafi brotið af sér varðandi biðskyldu því það er vist ákaflega algengt brot. Og auðvitað þurfti lögreglumaður að sjá til hennar. Hann bað um að fá að sjá ökuskírteini hennar og síðan vegabréfið Og þá kom í Ijós að það síðarnefnda var útrunnið fyrir nokkrum dögum. Þar með var bíllinn tekinn af söngkonunni og itölsk tollyfirvöld heimtuðu innflutn- fngstollana greidda. Og það er engin smá upphæð enda bíllinn góður Lincoln Continental með inn- byggðum bar og allt það. Upphæðin nam 20.000 doll- urum sem mun nálgast níu hundruð þúsund í íslenzk- iim krónum. Söngkonan sagðist ekki borga grænan cyri, lögfræðingur sinn mundi taka málið að sér en meðan á þessu stæði ætlaði hún að kaupa sér einhvern lítinn og þægilegan bíl til að snatta á. Og nokkrum dögum seinna flaug hún til London og söng i Rigo- letto í Covent Garden, en þá mun hún hafa verið búin að fá leiða á litla bílnum því hún keypti sér nýjan — einn Jaguar sem einnig var með innbyggð- um bar og allt það. Og af því við erum að tala um bíla og frægt fólk er ekki úr vegi að segja hér aðra sögu til viðbótar. Það henti hinn kunna sakamálasögurithöfund Mickey Spillane (nokkrar bóka hans hafa komið út á ís- lenzku) að bílnum hans var stolið Ekki var þetta nærri eins merkilegur bíll og söngkonunnar heldur Ford station árgerð 1963. Og rithöfundurinn hélt á næstu lögreglustöð í Sarasota í Florida og kærði stuldinn. „Ég veit hvað þið ætlið að segja drengir,“ sagði hann við lögregluna, „farðu og finndu hann sjálfur þú þykist hvort sem er vera ágætur lögreglu- maður.“ í hinum stolna bíl voru tveir dýrmætir hring- ar sem eiginkona rithöfundarins átti, minnisbók hans og uppkast af nýrri bók , The Body Lovers“, það eina sem til var. „Það er allt í lagi með handritið,“ sagði Spiilane, „þetta þýðir ekki annað en það að nú verð ég að vinna næstu þrjá dagana verk sem ég var búinn «ð vinna áður.“ UR YMSUM ATTUM Þeir sem sáu kvik- myndina South Pacific sem sýnd var í Laugarásbíó fyrir nokkrum árum minn- ast áreiðanlega ungr- ar stúlku sem lék í þessari mynd. Hún heitir France Nuyen. Þegar hún hafði leikið í þessari mynd hafði hún þegar vakið á sér athygli og hún fékk nokkur smærri hlutverk. En nú hefur vegur hennar vaxið mjög og margir spá því að hún muni ná langt í fram- tíðinni. Nýjasta mynd hennar heitir Man in the Middel og þar leikur hún á móti Robert Mitcum. Sagt er að margir hafi öfundað Mitchum af þessum mótleikara. 4 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.