Fálkinn


Fálkinn - 25.05.1964, Blaðsíða 40

Fálkinn - 25.05.1964, Blaðsíða 40
REYNSLAN SANNAR GÆÐI REX VARANNA M ávísanaeyðublöð fyrir eitt af útibúum Landsbanka íslands á Suðurlandi. — Vinnið þið mikið af verk- efnum fyrirtækja sunnanlands? — Já, það er talsvert um það. Við prentum til dæmis öll tékkaeyðublöð fyrir Lands- bankann og sum stór fyrirtæki í Reykjavík láta okkur um alla prentun fyrir sig. Hér í prent- smiðjunni eru einnig prentuð tvö vikublöð sem gefin eru út hér á Akureyri, Dagur og fs- lendingur. Þá er mikið um bókaprentun og mikið um um- búðaprentun og kassagerð í smáum stíl. Það eru aðallega skókassar, sem við framleiðum. Við göngum um pressusalinn og Geir sýnir okkur hinar ýmsu vélar og verkefni þeirra. Við erum kynntir fyrir Jóni Bene- diktssyni en hann hefur í um fimmtíu ár unnið þarna í prent- smiðjunni. Við höldum í setjarasalinn og komum þar sem þrjár setj- aravélar eru í fullum gangi, síðan um salarkynni handsetn- ingarinnar og að lokum yfir í prentmyndagerðina. — Þessi prentmyndavél sem við höfum hér, segir Geir, er sú fyrsta sinnar tegundar hér- lendis og vinnur í plast. Hún er frá Bandaríkjunum og er senn níu ára gömul. Við vinn- um hér talsvert af myndamót- um og einnig er hér starfandi teiknari sem teiknar umbúðir. Það er Kristján Kristjánsson. Nýlega er kominn út hjá bókaforlaginu bókin Byggðir og bú og í henni eru myndir af öllum bæjum í Suður-Þingeyj- arsýslu ásamt ábúendum og upplýsingum um býlin. Þessi bók er unnin að öllu leyti hér, myndabókin, sett, prentuð og bundin. Sá sem tók flestar myndirnar í þessa bók er bróðir minn Björn. Við höldum í bókbandið og þar eru miklir hlaðar af bók- um sem búið er að binda og eins bókum sem verið er að leggja síðustu hönd á. Geir seg- ir að þetta sé allt of lítill húsa- kostur fyrir bókbandið og í önnunum fyrir jólin sé ansi þröngt og erfitt að athafna sig í þrengslunum. Hann sýnir okk- ur einn merkilegan pappírshníf sem hann segir að sé einn full- komnasti sinnar tegundar hér á landi. Við höldum niður á neðri hæðina þar sem prentvélin er, sem vikublöðin eru prentuð í. Þá förum við í kassagerðina og lagerinn þar sem gamlar út- gáfubækur eru geymdar. — Þið eigið auðvitað til allar bækur sem forlagið hefur gefið út. — Já, þær eru allar til frá þeirri elztu að þeirri yngstu. Að lokum höldum við í kaffi- stofuna og þar blasir við okk- ur mikið plakkat um Norður- landaferð í sumar. — Það er starfsmannafélag innan prentsmiðjunnar, segir Geir, og það hyggur á Norður- landaferð í sumar. Þeir eru búnir að undirbúa þetta lengi og leggja vikulega í sjóð. — Og svo við ljúkum nú -þessari göngu á einni spurn- ingu: Hvað verðið þið með af bókum á jólamarkaðinum? — Ja, það verður nú sitt af hverju sem við verðum með. Sumt sem sjálfsagt mun vekja athygli og áhuga manna en enn sem komið er vil ég ekki láta hafa neitt eftir mér í þeim efnum. Ég skal senda ykkur útgáfulistann í haust. Sorya Framhaid af bls. 9. Abdullah Entesam, sem síðar varð ambassador írans í Wash- ington. Þegar keisarinn sagði þeim frá skoðunum mínum ráð- lögðu þeir honum allir sem einn: „Nei, það væri alltaf mik- il áhætta fyrir Yðar Hátign. Við sárbiðjum yður að bíða unz ástandið skánar nokkuð.“ Nokkru síðar komst ég að því að Mossadeq hafði tryggt sér stuðning soveska ambassadors- ins, Anatol Laurentiev, varð- andi þjóðaratkvæðargreiðsluna. Þá lá Ijóst fyrir að Tudeh kommúnistar mundu einnig taka þátt í baráttunni gegn keisarafjölskyldúnni. Og sömu- 40 leiðis sannfærði þetta okkur um að keisarinn mátti ekki hika lengur. Honum skildist loks, að ég hafði haft rétt fyrir mér og sagði: „Það er aðeins einn maður í allri Períu, sem getur náð völd- unum frá Mossadeq, og það er Zahedi hershöfðingi. Hann einn hefur slíkt hugrekki, sem nauð- synlegt er til að leiða það far- sællega til lykta.“ Ég hafði aldrei hitt Zahedi, en eins og allir aðrir hafði ég heyrt margt af honum. Hann var hálfgerð þjóðsagnapersóna í íran, í senn samvizkulaus og óttalaus hermaður og í annan stað eins konar Don Juan, sem sagður var hafá unhið jafn marga sigra í svefnherbergjum og á vígvellinum. Þegar hann var tuttugu og eins árs hafði hann verið yngsti hershöfðinginn í her' Persíu. Það var hann, sem barði niður uppreisn Kúrda og Turkomans og andstöðu ættar minnar gegn Reza keisara. í síðari heims- styrjöldinni hafði hann verið herstjóri í Isfahan og eftir sig- ur Bandamanna var hann flutt- ur til Palestínu. Þ egar ungi keisarinn kom til valda árið 1941, hafði hann falið amerískum hershöfðingja að nafni H. Norman Schwarz- kopf, fyrrum lögregluforingja í New Jersey að endurskipu- leggja öryggisþjónustu írans. Og þar eð enginn maður var fróðari á því sviði en Zahedi, var hann kvaddur heim aftur eftir styrjöldina, til að vera að- stoðarmaður Bandaríkjamanns- ins. Mennirnir tveir urðu nápir vinir. Frægasti bardagamaður írt ns var nú yfirleitt talinn leiðtogi andstöðuhreyfingarinnar gegn Mossadeq. Síðan Mossadeq i;ak hann úr starfi hafði hann hvað eftir annað lýst opinberlega yf- ir fjandsamlegum skoðuným sínum á núverandi stjórn. Stjórnin hafði sett til höfikðs honum 100,000 ri'als, og hann varð því að fara huldu höfði. En þrátt fyrir það naut halnn stöðugra vinsælda bæði innán hersins og lögregluliðsins. Keis- arinn var á þeirri skoðun að Zahedi kynni að vinna á sitt band marga liðsforingja, sem hingað til höfðu leikið tveim skjöldum, eða haldið sig að mestu utan við. Framh. í næsta blaði. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.