Fálkinn


Fálkinn - 22.06.1964, Blaðsíða 38

Fálkinn - 22.06.1964, Blaðsíða 38
Avenþióðin Framhald aí bls. 36. Berið þennan eplaábæti fram með hrákremi: þ. e. a. s. 1 ..‘"gjarauða þeytt með 1 msk. ií sykri blandað saman við 1 Vá dl af þeyttum rjóma, sem gott er að krydda með vanillu eða rifnum sítrónuberki. i>ví konan hans t'ramhald aí bis, 31. Hann var fremur efnalítill, þegar hann kom á Suðurnes. Hann átti mörg börn og kom- ust þau, er upp komust, vel til manns. Ein dóttir hans hét Anna. Jón varð mikill vinur Hákonar hreppstjóra í Kirkju- vogi. Svo réðist til, að Hákon tók Önnu i Höskuldarkoti í fóstur, ólst hún upp í Kirkju- vogi og fékk hið bezta uppeldi. Hún varð þegar í æsku myndar- leg og hvers manns hugljúfi. Hún varð þegar á unglingsár- um mjög fyrir búi fóstra síns innanstokks og mikið eftirlæti hans. Jón í Höskuidarkoti var Sig- hvatsson og er fæddur 6. marz 1759 í Kúhól í Austur Landeyj- um. Hann var formaður og smiður góður. Árið 1815 keypti hann Ytri Njarðvík og bjó þar síðan. Hann varð mikill at- hafna- og framfaramaður. Hann varð hreppstjóri í Njarðvíkur- Eínangrunargler Framleitl einungis úr úrvals glcri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. KOKKIDJ/IM H.F. Skúlagötu 57. — Sími 23200. 38 hreppi og mikili auðmaður, er stundir liðu, enda fékk hann viðurnefnið hinn auðugi. Hann varð Dannebrogsmaður að nafn- bót fyrir afrek sín í framför- um til hagsbóta útgerðar sveit- ar sinnar. Hann lézt 28. nóv. 1841. Kona hans var Oddbjörg Snorradóttir í Narfakoti, Giss- urarsonar. Sennilegt tel ég, að Hákon í Kirkjuvogi hafi stutt Jón í Höskuldarkoti nokkuð fyrstu áfangana, enda bar brátt fleira til um skipti þeirra, eins og gjör verður sagt. Eins og áður var getið, var Hákoni í Kirkjuvogi rnikil raun af heilsuleysi konu sinnar, sem sífellt ágerðist. Árið 1805 sækir hann um hjónaskilnað á ný til konungs. Var hann þá algjör- lega skilinn við konu sína að borði og sæng. En ekki fékk hann skilnað sinn. Um þetta leyti var stjórnin í Danmörku í hálfgerðum ólestri. Konungurinn var geð- veikur vesalingur, og tóku hinir og aðrir stjórnarherrar völdin í sinar hendur og stjóimuðu að vild sinni. Slíkir menn létu sig litlu máli skipta mál, eins og hjónabandsóhamingju Kirkju- vogshreppstjórans. Árið 1808 lézt hinn geðveiki konungur Danmerkur og atvik- aðist dauðdagi hans heldur slysalega, eins og frægt er í sögum. Við ríki tók Friðrik kon- ungur 6. Eins og venja var við konungsskipti, afgreiddi hann ýmis mál, svo sem náðun fanga og hreinsaði mjög til úm af- greiðslu mála í stjórnarskrif- stofunum. Meðal þeirra mála er konungur tók til athugunar og afgreiðslu, var hjónaskilnaðar- mál Kirkjuvogsbónda. Gaf kon- ungur út leyfi að hann væri laus við konu sína og mætti kvænast hvaða konu sem hann kaus. í þennan mund voru Napó- leonsstyrrjaldirnar í algleym- ingi. Stórveldin höfðu lýst hafn- banni hvort á annað, og sigl- ingar um norðanvert Atlantshaf voru mjög erfiðar, sakir ófrið- arins. Þetta ástand bitnaði mjög á fslendingum, sem frægt er í sögum. Árið 1808 stóð þannig á, að æðsti umboðsmaður kon- ungsvaldsins á íslandi var staddur í Kaupmannahöfn í einkaerindum. Það var Trampe greifi, stiftamtmaður. Árið 1809 komst hann með brögðum út til íslands í byrjun júnímánaðar. Hann hafði í fórum sínum fjölda tilskipana og lagabreyt- inga og hið langþráða gifting- arleyfi hrepnstjórans í Kirkju- vogi. En greifinn var ekkert að flýta sér að birta embættis- mönnum landsins plögg stjórn- arinnar eða framvisa leyfum og öðru slíku Hann hafði meiri hug á að auðgast á vörufarm- inum, er hann kom með og átti að mestu sjálfur, því hann rak verzlun í Reykjavík. Hann vék því fyrst að því að koma farm- inum í búðir og stórhækkaði vöruverð í landinu. En brátt bar til þeirra tíðinda um hagi landsmanna, er komu í veg fyr- ir, að greifanum auðnaðist nokkurn tíma að rækja embættisstörf sín. Skömmu síðar en Trampe greifi kom til Reykjavíkur, kom hingað brezkt skip. Með því kom danskur maður að nafni Jörgensen, er dvaldi hér um stund veturinn 1809. Hann tók skömmu síðar greifann til fanga, og setti hann í varðhald í brezka skipið, en gerðist sjálf- ur æðstráðandi til lands og sjós Hann tók sér búsetu í húsi greifans við Austurvöll, og hafði þar aðgang að öllum skjölum Trampes. Jörgensen hefur hlotið nafnið Jörundur hundadagakóngur í íslenzkri sögu, því hann réði landi um hundadaga sumarið 1809. 5. Skal nú aftur vikið að högum Hákonar í Kirkrjuvogi. Nú var Anna uppeldisdóttir hans orðin gjafvaxta stúlka. Hún er líklega fædd 1789. Það var farið að kvisast í Höfnum og um Rosm- hvalanes, að Anna hin unga fósturdóttir hreppstjórans í Kirkjuvogi, væri fóstra sínum í meira lagi kær. Hún stóð að mestu fyrir búi hans innan- stokks og í raun réttri hafði hún meiri völd á heimiiinu í Kirkjuvogi, en margar giftar húsfreyjur. Hún var snemma skörungur mikill. stjórnsöm og framtakssöm, Sennilegt er, að Hákon í Kirkjuvogi hafi verið orðinn langeygður eftir hjónaskilnað- arleyfinu úr höndum konungs sumarið 1809, sérstaklega eftir að hann var orðinn ástfanginn í ungri stúlku, er galt honum ást hans og var fús til að gift- ast honum. Ekkj er vitað um, að fundum þeirra Jörundar hundadagakóngs og Hákonar í Kirkjuvogi bæri nokkurn tíma saman. En því má gera skóna, að Hákon hafði góða aðstöðu til að komast eftir ýmsu, er var að gerast í Reykjavík um hundadagana sumarið 1808, því að kunningi hans og vinur, Gísli Símonarson kaupmaður í Reykjavík og mágur Jacobæ- usar kaupmanns í Keflavík, var náinn starfsmaður Jörundar. Enda bendir margt til, að svo hafi verið. í byrjun júlí um sumarið, fór Jörundur fram á það við embættismenn lands- ins að þeir veittu sér trúnað eða létu af embættum ella. Hákon hreppstjóri í Kirkjuvogi var fyrstur til að veita Jörundi trúnað sinn sem hreppstjóri og forlíkunarmaður Hafnarhrepps. Kirkjuvogshreppstjórinn vissi því vel, hvað klukkan sló, Þetta var sannlega orð í tíma talað hjá Hákoni, því margir þekkt- ustu og reyndustu embættis- menn landsins veittu Jörundi trúnað sinn, og gerði það næst á eftir honum Steindór Finnsen sýslumaður Árnesinga í Odd- geirshólum, einn þekktasti og reyndasti embættismaður lands- ins. Líklegt er, að Hákon hafi leitað eftir eða látið leita eftir að fá skilnað við konu sína hjá Jörundi hundadagakóngi. Jör- undi var þetta auðvitað út- gjaldalaust, þar sem skilnaðar- leyfið var fyrir hendi útgefið af Friðriki 6. En hann fór samt varlega í sakirnar. Hann ritaði biskupi landsins um málið og felur honum, að framvísa eða gefa út leyfið eins og venja var. Biskupinn, Geir Vídalín, til- kynnti svo viðkomandi að leyf- ið var veitt. Er svo ekki að orð- lengja það, að Hákon lét þegar fara fram lýsingar með sér og Onnu Jónsdóttur, fósturdóttur sinni. Voru þau svo gefin saman í hjónaband um sumarið á fullkomlega löglegan hátt. Jacobæus kaupmaður í Kefla- vík var svaramaður Hákonar, en svaramaður hennar var fað- ir hennar, Jón Sighvatsson bóndi í Höskuldarkoti. Eins og þegar er sagt, er flest af því, sem haldið hefur verið fram um giftingarleyfi Hákonar Vilhjálmssonar hrepp- stjóra í Kirkjuvogi lítt á rök- um byggt. Jörundur hunda- Framh. á bls 40. IILAIHIF DAGIR er víðlesnasta blað sem gefið er út utan Reykjavíkur. BLAÐIÐ DAGUR, Akureyri. Áskriftasími 116 7. DAGUR falkinn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.