Fálkinn


Fálkinn - 22.06.1964, Blaðsíða 2

Fálkinn - 22.06.1964, Blaðsíða 2
REYKJAVIK NEW YORK REYKJAVIK Nú er ekki dýrara að fljúga til New York en margra sfórborga Norður-Evrópu. Það kostar ekki nema 7613 krónur (án söluskatts) að fara til New York og aftur til Reykjavíkur ef ferðasl er með 21 dags fargjaldakjörum Loitleiða. Það er ekki dýrara að dvelja í Bandaríkjunum en ýms- um löndum Evrópu. Það kosfar ekki nema 99 dali að aka um gervöll Banda- ríkin með Greyhound og Continental Trailways lang- ferðabifreiðum og má ferðast ótakmarkað i 99 daga. Þrelfán bandarísk flugfélög bjóða sameiginlega ófak- markaðar flugferðir í 15 daga fyrir aðeins 100 dali eða 45 daga ófakmarkað flug fyrir 200 dali. í New York verður heimssýningin opin í allf sumar. Þúsundir Vesfur-íslendinga munu hiffast að Gimli 3. ágúsf í sumar og allan ársins hring er Íslendingum vel fagnað í öllum byggðum frænda sinna í Vesturheimi. Óvíða er jafn fagurf og fjölbreytilegt landslag og í Bandaríkjunum. Sums sfaðar er þar sumarveðráffa allf árið. Vegna alls þessa er nú mjög freistandi að ferðasf með Loffleiðum fil Bandaríkjanna. Þægilegar hraðferðir heiman og heim. Loftleiðis landa milli. Lögfræðingurinn er að sýna syni sínum fram á hvers virði það sé að hugsa rökrétt og kunna að gera grein fyrir hugtökum. Hann bendir honum á klukkuna á þilinu, sem var nýslegin. — Við skulum taka dæmi, segir hann. Ef ég tek hamar og mölva klukkuna — er þá hægt að taka mig fastan fyr- ir það? — Nei, þú áttir hendur þínar að verja. Klukkan sló nefnilega fyrst. —v— Húsfreyjan kemur inn til leigjandans, sem er að flytja burt. — Ég sé að það hefur verið brennt gat á flauelið á hægindastólnum. segir hún. Ég geng að því vísu að þér borgið fyrir skemmd- ina. — Nei, það dettur mér ekki í hug. Ég reyki ekki! segir leigjandinn ákveðinn. — Mikil frekja er þetta! segir húsfreyjan gröm. Nú hef ég leigt þetta herbergi í meira en tvö ár, og þér eruð sá fyrsti, sem hefur neitað að borga fyrir gatið! —v— Hlaðan var brunnin hjá Óla í Neðribæ og hann var að ganga eftir vátrygging- unni. Honum var sagt að vátryggingarfélagið mundi borga andvirði nýrrar hlöðu, en ekki heyið. — Er það svona, sem þið vátryggið! segir Óli reiður. — Þá er bezt að þið strikið út vátrygginguna á kerling- unni minni undir eins! Áhyggjufull ung frú kom til læknisins: — Þér verðið að hjálpa mér með manninn minn. Hann gleypir reykinn þegar hann reykir. — Jæja, það er nú ekkert hættulegt, svaraði læknir- inn. — Nei, ekki út af fyrir sig. En reykurinn kemur hvergi út úr honum aftur. —v— — Um hvað ertu að hugsa, elskan mín? spurði hann. —■ Ekki nokkurn skap- aðan hlut, sagði hún kulda- lega. — Það er ekki mögulegt að hugsa um ekki neitt, sagði hann. — Jú, ég var að hugsa um húshaldspeningana mína.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.