Fálkinn


Fálkinn - 22.06.1964, Blaðsíða 20

Fálkinn - 22.06.1964, Blaðsíða 20
Atriði úr II þætti Svanavatnsins Kalinov- eftir Tsjækovskí. skaja í hlutverki Odette £ Svana- vatninu. 1841, en enn þann dag í dag er hann jafnvinsæll. Titilhlut- verkið hefur löngum verið eft- irsótt af færustu ballerínum heimsins og munu þær Gavrí- lenko og Kalnkovskaja skipt- ast á um að dansa það hlutverk hér, en þó er ekki endanlega búið að tilkynna hingað hlut- verkaskipan, þegar þetta er skrifað. Þá verður á efnisskránni ballettinn Francisca da Rimini. Tónlistin er eftir Tsjækovskí, en kóreógrafían (dansarnir sjálfir) eru eftir Vronskí. Ball- ettinn er byggður á einu þekkt- asta verki miðalda, La Divina Comedia, (Hinum guðdómlega gleðileik) eftir ítalska skáldið Dante, sem uppi var um alda- mótin 1400. Hið forna verk er í þremur köflum, fyrst er förin til Heljar, þar sem skáldinu er leiðbeint um Hel og leið- sögumaðurinn er enginn annar en Virgil, hið forna latneska skáld, og hann leiðir Dante þar um hin mörgu svæði Helj- ar, þar sem syndarar skiptast í ákveðna flokka, og neðst í Víti kvelst hinn mesti syndari allra alda, sjálfur svikarinn Júdas. Hinir þættirnir fjalla um förina gegnum hreinsunar- eldinn og að lokum er skáldið komið í himnaríki og þar er sælunni lýst. La Divina Comedia er eitt

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.