Fálkinn


Fálkinn - 29.06.1964, Blaðsíða 14

Fálkinn - 29.06.1964, Blaðsíða 14
VESTUR AFGAN- ISTAN EFTBR ERLEND HARALDSSON voldugra konunga að byggja sem stærstar moskur í borgum sínum. Því var það, að stundum þegar þessir konungar eða valda- menn biðu ósigur fyrir óvinum sínum, brutu sigurvegararnir niður þessi tignar- legu verk andstæðinga sinna Þarna nálægt standa líka nokkrar skringilega staðsettar gamlar fallbyssur. Önnur moska, einhver sú fegursta í öllu Afganistan, er uppistandandi í Herat og hefur nýlega verið byggð upp í sinn forna skrúða, alsett marglitu listilega gerðu mósaíki. Það er griðarstór bygging og gnæfir yfir allt annað í bænum. Öll hús eru þarna úr leir, ef undan er talin röð lágra steinhúsa, sem liggja með- fram þeim tveim eða þrem götum, sem ganga í gegnum endilangan bæinn. Engir eru þarna strætisvagnar eða leigu- bílar svo að gesturinn tekur sér hestakerru að Bazhadgistihúsinu, þar sem greiða verð- ur 20 krónur á sólarhring fyrir herbergi. En þar sem annars staðar í þessum löndum samsvara þægindin veðrinu. Reyndar fæst ekkert betra þarna. Sængurföt eru t. d. ekki þvegin fyrr en verulega fer að sjá á þeim, hversu margir sem þeir gestir kunna að vera, sem nota þau. Hyggnir ferðalangar, sem ekki eru uppaldir á þessu svæði, hafa því meðferðis svefnpoka úr t lérefti. Gestgjafarnir eru alúðlegir menn eins og aðrir Afganar. Þurrkur, auðn og endalausar vegalengd- ir. Það er sú mynd, sem ferðalangurinn fær > af vestur hluta Afganistan. Og er sleppir þröngum stígum milli íbúðarhúsanna og Kornið sigtað. í ibúðahverfi í Herat. 1 1 Stanzað við lítinn i'víggirtan bóda- bæ í auðnum V estur-Afganistan. 14 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.