Fálkinn


Fálkinn - 29.06.1964, Blaðsíða 35

Fálkinn - 29.06.1964, Blaðsíða 35
OPNID EINA SARDÍNUDÓS Sardínur íást ýmist í olíu eða tómat, það er smekks- atriði hvort manni finnst betra. Þó er betra að velja sardínur með olíu sé ætlunin að bera þær fram með mörgu öðru. Um sardínur gildir sama reglan og annað niðursoðið, tæmið dósina strax og hún hefur verið opnuð. Sardínur í salatblaði. Skolið stórt salatblað á mann, látið síga vel af þeim. Hreinsið sardínurnar og smækkið. Skiptið þeim niður á saiatblöðin hellið svo þessari sósu yfir: (ætluð handa tveimur) 2 marðar, harðsoðnar eggjarauður 1 msk. matarolía eða rjómi 1 tsk. súrt sinnep 1 tsk. sítrónusafi, salt og paprika Borið fram með rúgbrauði, smjöri og sítrónubátum. Sardínuhjól. 1 kringlótt hveitibrauð 2 msk. smjör 2 tsk, sítrónusafi 2 msk. dill eða steinselja 8 stórar sardínur í tómat Tómatbátar. Kljúfið brauðið, notið botninn. Hrærið saman smjörl og dill, kryddið með sítrónusafa. Smyrjið brauðið, leggið sardínurnar ofan á, látið sporðana snúa inn. Skreytt með tómatbátum, dill eða steinselju. Skorið 1 þríhyrninga, áður en borið er fram. Heit sardínubrauð. I. Látið olíuna síga vel af sardínunum úr einni dós, fjarlægið bein, ef þarf. Settar í pott ásamt: 2 harðsoðnum, gróft söxuðum eggjum, 2 msk. stein- selju, 1 dl rjóma og 1 msk. smjörlíkl, salti og papriku. Suðan látin koma upp, smurt þykkt á ristaðar brauð- sneiðar. Rifnum osti stráð ofan á. Bakað nokkrar mínútur við 275°. II. Látið löginn síga vel af sardínunum. Áistið hveitibrauðsneiðar á annarri hliðinni, raðið sardín- unum á hina. Rífið þykkt lag af osti yfir. Bakað nokkrar mínútur við 275°. Saxaðri steinselju, söxuð- um lauk eða papriku stráð yfir. III. Smyrjið 8 hálfar hveitibrauðsneiðar báðum megin, raðið þeim í eldfast mót. Rífið 100 g sveppi og 1 lauk á rifjárni og jafnið þessu yfir brauðið. Leggið 1 sardínu á hverja sneið og setjið nokkra dropa af sítrónusafa ofan á ásamt dálitlum pipar. Setjið 2—3 tómatsneiðar á hverja sneið. Steikt í mjög heitum ofni. Borið fram sjóðandi heitt með fersku, grænu salati. Sardínusamlokur. Smyrjið skorpulausar hveitibrauðsneiðar með smjöri, sem kryddað er með dálítilli piparrót. Setjið Fallegt sardínufat með eggjasneiðum, grænu salati og tómötum. Sardínuhjól. Sardínur í mótí. FÁLKINN 35

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.