Fálkinn


Fálkinn - 29.06.1964, Blaðsíða 28

Fálkinn - 29.06.1964, Blaðsíða 28
hún heldur áhorfendum föngn- um frá upphafi til enda. ívan er leikinn af Kolya Burleyaev, sem sýnir mjög góðan leik, stjórnandi er Tarkovsky og hljómlistin, sem er mjög áhrifamikil, er eftir Ouchinikov. Myndin hefur hlot- ið ágæta dóma á Vesturlöndum, og ekki hvað sízt í Bandaríkj- unum. Á reifthjóli Framhald af bls. 23. ferðu svona hægt, manni? En Árelíus lét sér fátt um finnast og hélt sínu striki eftir sem áður. Jafnvægislögmálið reynd- ist dómorganistanum ofurefli, en hann slapp þó við öll meiðsli. Matthías og Nína héldu forystunni alla leið og Matthías kom í mark sem öruggur sigur- vegari, en Nína fylgdi fast á eftir og Anna Stína sjónarmun á eftir. Svo var komið að síðari hópn- um. Hann lagði af stað rétt áður en merkið var gefið, en það skipti raunar engu máli, því Ijósmyndarinn var fljótur að bregða við. Þeir héldu hóp- inn niður í brekkuna, en þá sagði þyngndarlögmálið til sín og Guðmundur Jónsson tók forystuna. Kristinn Hallsson heyrðist tauta „tökum fastar á tökum fastar á“, en skátaforing- inn lét engan bilbug á sér finna. Sigurður dróst aftur úr, en við vissum ekki fyrr en á eftir, hver áctqoðan var. Hann var nefnilega ósjálfrátt farinn að lýsa keppninni og gleymdi að hjóla. Morgunþulurinn og Tímarit- stjórinn voru í miðjum hópn- um og við sáum ekki betur en þeir væru að hlæja að söngvur- unum, sem voru í fararbroddi. — Því miður sáum við ekki baksvipinn á þeim, en það mætti vel segja mér, að það hefði mátt skemmta sér við að horfa á hann, Svo kom síðasti spölurinn upp í móti, og þá sagði þyngd- arlögmálið aftur til sín og nú drógu þeir allir á skátaforingj- ann, en hann gafst þó ekki upp, fremur en við var að búast af sönnum skáta, sönnum KR-ingi og sönnum Vesturbæingi. Því miður náðust ekki nákvæmar myndir er þeir höfðingjarnir komu í mark, en keppnin var svo jöfn og hörð, að ekki er unnt að dæma um úrslit, nema með aðstoð myndavélar. — Ertu kominn með strengi? spurði Guðmundur Kristinn. — Nei, vinur, ekki ég, sagði Kristinn. — Ætli maður selji bara ekki Falconinn sagði Timaritstjórinn. — Mér finnst nú að morgunþulurinn ætti að taka sig til og hjóla í vinnuna, sagði íþróttafréttaritarinn. — Já, hann yrði kannski ekki al- veg eins óþolandi borubrattur um sjöleytið, sagði skátaforing- inn, — Skelfing eruð þið vit- lausir, sagði þulurinn, þá yrði ég bara fljótari á leiðinni og myndi byrja fyrr. Svo kom sendiferðabíllinn akandi og Fálka-hjólin voru sett upp í hann og keyrð aftur til síns heima. — Hvað, á að fara með hjólin, sagði dómorganist- inn. — Ég hélt að við ættum að fá hver sitt hjólið, annars hefði ég æft mig miklu meira, mér skildist þetta á honum Matthí- asi. — Æ-i, ég vil fara að kom- ast í bæinn, sagði Nína, mað- urinn minn á afmæli í dag og ég rauk úr afmæliskaffinu hans til að hjóla þetta og nú er ég orðin svöng. — Já, það er nefni- lega það, sagði einn, ég hef ver- ið að hugsa um það, hvort mað- ur hafi nokkuð gott af því að fara að hjóla. Myndi maður bara ekki éta allt of mikið þá? Ég ætla að minnsta kosti að þiggja bílfar í bæinn. Og svo fór, að enginn bað um að fá að hjóla í bæinn Við settumst inn í þægilega Stein- dórsbílana og ókum heim. En að endingu viljum við flytja þessum tíu þekktu og hleypi- dómalausu samborgurum okkar innilegustu þakkir fyrir að hafa tekið þátt í þessu sprelli með okkur. Það, sem er ekki hvað minnst gaman í sambandi við svona lagað, er það, að svona margir „topp“borgarar skuli vera allsendis ósmeykir við að taka þátt í meinlausu gríni og það sannar, svo ekki verður um villzt, að húmor þeirra er í ágætu lagi — og vissu þó raunar allir fyrir. mb. Á morgun . . . Framhald af bls. 17. um, — gamall og samanfallinn. t Hann settist við rúm konu sinn- ar og sat þar án þess að hreyfa sig, nema hvað hann lyfti öðru hverju skjálfandi hendi sinni og snerti við henni. Lísa sneri að þeim bakinu til þess að þeim fyndist frem- ur þau vera ein en þau reyndu allan tímann að draga hana inn í samræðurnar, eins og hún væri gestur, sem þyrfti að hugsa um að ekki leiddist. Loks átti hún ekki annarra kosta völ en látast sofa. Hún vissi ekki nákvæmlega, hvenær hún hafði sofnað í raun og veru, en þegar hún opnaði augun aftur beygði Kelly sig yfir hana. Mig dreymir, hugs- aði hún og deplaði augunum rugluð. Vegna þess að hún var hrædd við að gráta, hrædd við að heimska sig í nærveru Kellys, hló hún og reyndi að rísa upp í rúminu. — Þú hefðir þó altént getað bankað, sagði hún í gaman- sömum tóni. — Kærastinn yðar er búinn að vera hér í stundarfjórðung, upplýsti frú Allain. — Ég sagði honum að vekja yður, því þér mynduð verða' eyðilögð að missa af heimsókninni hans. En sú vitleysa! Lísa fann hvernig hún roðnaði. „Kærast- inn minn,“ hugsaði hún og fór að hrista koddann í vandræð- um sínum. — Af hverju léztu mig ekki vita? spurði Kelly. Hvers vegna hringdirðu ekki? — Þetta bar svo brátt að Hún var fegin Því, að ekki var kveikt á loftljósinu, svo Kelly gat ekki séð hana greini- lega — föla, með dökka bauga undir augunum og án púðurs og varalits. — Það er víst bezt að fara að koma sér heim, sagði Allain. hann reis hægt upp og studdi sig við rúm konu sinnar. — Ég kem aftur á morgun, ljúfan mín. Hann laut yfir hana. — Gæzkan mín, sagði hann og klappaði blítt á hrukk- ótta kinn hennar. Röddin var lág, en samt var eins og hún endurómaði í herberginu. Lísa leit snöggt undan, til að forðast augnatillit Kellys. — Ég vona að yður líði betur núna, sagði Allain við Lísu. — Sælir Peters, það var ánægjulegt að kynnast yður. Mennirnir tókust í hendur. — Ég er með bílinn minn hérna, sagði Kelly kurteislega. Má ég ekki aka yður heim? Það er reglulega fallega 28 falmnn

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.