Fálkinn


Fálkinn - 29.06.1964, Blaðsíða 31

Fálkinn - 29.06.1964, Blaðsíða 31
hvað annað, eitthvað allt annað, er það ekki? Og svo skulum við kannski fara út og skemmta okkur í kvöld, til dæmis í bíó, eða svoleiðis, og ... Ég tók varlega í kápuermi hennar, en hún reif sig lausa. — ÉG ÆPI, EF ÞÚ SLEPP- IR MÉR EKKI STRAX! æpti hún, og ég flýtti mér að róa hana, vegna nágrannanna. — Sssssssssss ... auðvitað sleppi ég þér, vina mín, en . .. Hún æddi upp stigann upp á aðra hæð og inn í svefnherberg- ið til þess að ná í eitthvað, — og þá notaði ég sem sagt tæki- færið til þess að læsa hana inni. Það eru einir þrír — fjórir klukkutímar síðan, núna. Ég held ég áræði að líta aðeins inn til hennar, kannski er hún orðin svo róleg aftur, að það sé hægt að tala við hana. Jæja, þá er ég búinn að fara inn í svefnherbergið hennar. Það var mannlaust. Hún hafði bundið nokkur lök saraan, bundið þau svo við gluggapóst- inn og lesið sig niður eftir þeim. Þetta er skelfilegt. Ég er alveg utan við mig. Ef ég bara vissi nú, hvað ég á að grípa til bragðs. En annars er það senni- lega of seint núna. Ógæfan er vafalaust skeð. Nei, ég skil hreint ekki konur. Hvernig i ósköpunum getur ómerkileg og illa uppsett auglýsing, eins og þessi, komið þeim úr öllu jafn- vægi?: OKKAR ÁRLEGA ÚTSALA Á PELSUM. 50% AFSLÁTT- UR Á ÖLLUM EKTA PERS- ÍANVÖRUM! Willy Breinholst. * \ morgun . . . Framhald af bls. 29. Æ, já, það er víst bara ég, sem er heimsk gömul kona. Hún sneri sér að Lísu. — En hvað þér eigið laglegan og myndar- legan kærasta. — Kærasta? Við ... við erum dálítið saman, sagði Lísa. Það er ekkert meira milli okk- ar. — Elskið þér hann? Lisa lokaði augunum. Ég held það ekki lengur út, hugs- aði hún, allt þetta nöldur og spurningar. — Ég hef ekkert hugsað um það, laug hún. — Ég skil ekki unga fólkið nú til dags, sagði frú Allain hægt. — Þegar Ernest biðlaði til mín, var enginn vafi á því, að við vildum giftast. „Biðlaði" hugsaði Lísa og reyndi að sjá það fyrir sér, dró fram fyrir hugskotsjónir sínar mynd af gamaldags verönd og brakandi hengisófa. Orð eldast eins og athafnir, hugsaði hún undrandi. Pilsin verða ýmist styttri eða lengri, víðari eða þrengri. Gömul orðtæki og til- finningar verða úrelt, hæfa ekki lengur. Hún gat næstum heyrt hrærða rödd gamla Allains, er hann sagði, „ljúfan mín, gæzk- an mín“, orð sem einhvern veginn tilheyrðu liðnum tíma. — Það er svo undarlegt, þetta að verða gamall, sagði frú Allain. — Það gerist svo fljótt. Þegar maður er ungur, heldur maður að það vari að eilífu. En það er þannig, að maður lætur gabbast og sér ekki sjálfan sig í réttu ljósi, af því maður er alltaf ó’oreyttur — hið innra með sér. — Hvað sögðuð þér? sagði Lísa og leit undrandi á hana. — Maður breytist aldrei, hið innra með sér, endurtók frú Allain. Hún talaði hægt og röddin var þreytuleg. — Ég hef aldrei sagt neinum þetta. Það hljómar svo heimskulega, eins og maður sé ímyndunar- veikur. Eftir að ég giftist og eignaðist börn fann ég bara hvernig árin liðu, við það að ég sá börnin stálpast. En hið innra með mér breyttist ég ekki. Eins og ég væri alltaf nítján ára. Auðvitað vissi ég að ég væri að eldast, en ég varð raunverulega ekki viss um það, fyrr en ég skoðaði sjálfá mig með athygli í spegli einn góðan veðurdag og sá allt i einu andlit gamallar konu. Ég bara gat ekki trúað því. Lísa starði á hana. Að inni í þessum gamla líkama væri enn þá ung, nítján ára stúlka, sem varð ástfangin í Ernest sinum... — Ég elska hann, sagði Lísa allt í einu, eins og hún væri að trúa jafnöldru sinni fyrir leyndarmáli. — Ég veit ekki, hvernig tilfinningar hann ber til mín. Hann er alltaf giæsi- legur og aðlaðandi. En það er eins og alltaf sé glerveggur milli okkar. Ég næ ekki inn til hans! Frú Allain stundi. — Það sem á að gerast, gerist. Þannig gengur það alltaf til. Öll gömlu orðatiltækin, hugs- aði Anna og fann til einnkenni- legs léttis. Öll gömlu huYtökin, sem fólk hefur svo mikl? trölla- trú á. Henni létti, þegar laa inirinn kom inn, og var þakkiát vfir tilbreytingunni. Handan s'-erm- anna, sem settir höfðu vrtið upp kringum rúm gömlu frú Allain heyrði hún tuldrandi raddir á meðan gamla konan var rannsökuð. En hvað lakið var svalt og hvað það var gott að vera aftur komin upp í þægilega rúmið! Lísa teygði úr sér. Hún leit á skermana, sem enn umluktu rúmið hinum megin. f heilan mánuð hafði frú Allain lcgið þar og einblínt upp í loftið, út um gluggann og á potta- blómið, sem hún var svo hrædd um að myndi deyja. „Líkaminn eldist, en hið innra með sér er maður alveg óbreyttur . . Frú Allain hafðj versnað. Lísa sá það á svip læknisins, þegar hann loks ýtti skermun- um til hliðar og á áhyggjufullu andliti hjúkrunarkonunnar. Framh. á bls. 36. Kæri Astró! Mig langar til að vita eitt- hvað um framtíðina og leita þess vegna til þín. Ég hef undanfarið verið með strák, sem er fæddur ......en svo er annar sem er fæddur.... Geturðu nokkuð sagt mér í sambandi við þá. Hvenær gift- ist ég? Ég hef dálítinn áhuga á að fara til Danmerkur og læra snyrtingu, heldurðu að það verði eitthvað af því. Viltu svo gjöra svo vel að sleppa fæðing- ardegi, mánuði, ári, stund og stað. Með fyrirfram þakklæti. Rósa. Svar til Rósu: Ég mundi ekki ráðleggja þér að dvelja erlendis til náms eða dvalar þar eð Neptún er í níunda húsi. Þú mundir lenda í mörgum lítt fyrirsjáanlegum erfiðleikum. Neptún í níunda húsi dregur athygli fólks að hinni duldu hlið tilverunnar og trúarbrögðum, einnig að þú hefur óvenjulega andlega hæfi- leika. Þú hefur tilhneigingar til að slita þig algjörlega frá rétt,- trúnni. Venus í tólfta húsi: í vissum skilningi er þessi afstaða frem- ur mótsagnakennd, því hún bendir til þess að þú eigir bæði leyndar gleðistundir og sorgir á sviði ástamálanna. Afstaðan bendir til að leynd ástasambönd skipist, en einnig að kringum- stæðurnar krefjist þeirrar fórn- ar af hendi manns að ástasam- bandið verði að rjúfa til vel- ferðar hinum aðilanum. Eða eins og sagt er þá er Venus hér tákn ástar í meinum. Venus hér gefur listræna hæíileika, sem hægt væri að nota við sérgrein eins og snyríingu eða hár- greiðslu. Venus hér bendir til þess að varfærni sé þörf í sam- bandi við þátttöku þína í skemmtanalífinu, sérstaklega ef um risnuskemmtanir er að ræða með viðskiptavinurn. Þar eð tólfta hús stendur að nokkru leyti fyrir óvináttu, þá muntu kenna á slíku aðnllega fyrir sakir aðgtrða kvenna út af af- brýði í þinn garð og að ein- hverju leyti mun tilfinninga- hiti þinn koma þarna við sögu. Sólin í merki Vogarinnar er hagstæð afstaða fyrir þann, sem hefur áhuga á að r.ema snyrt- ingu, hárgreiðslu eða allt yfir- leitt, sem viðkemur fegrunar- starfsgreinunum. Þú hefur mjög hagstæðar af- stöður í tíunda húsi, en það bendir til þess að þú ættir að taka fyrir eitthvað sérfag, því í slíku starfi mundi þér vegna mjög vel, sérstaklega sakir handlagni þinnar. Úranus í sjöunda húsi bendir til þess að á ýmsu muni ganga í hjónabandi þinu. Venjulega er stofnað til hjónabands undii þessum áhrifum vegna skyndi- hrifningar, sem venjulega end- ar með sama hiaða og tu var stofnað. Þér er því brýn nauð- syn að fara að með sérstakri gát á sviði ástamálanna og ættir þú að leggja mest upp úr langri trúlofun, þannig að þú vitir að hverju þú gengur og tilvonandi maki þinn einnig. Einnig er þér nauðsyn að gæta vel tilfinninga- lífs þíns því það er mjög rikt og ástríðufullt en slíkt gæti borið af sér ótmabæra ávexti. Pilturinn, sem fæddur er 5. október mundi eiga betur við þig heldur en sá er þú gazt einnig um. ★ FALK.I NN 31

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.