Fálkinn


Fálkinn - 29.06.1964, Blaðsíða 30

Fálkinn - 29.06.1964, Blaðsíða 30
Ég veit ekkert hvað aðrir eiginmenn gera, þegar þeirra konur fá samskonar köst og Maríanna fær stundum, en ég veit, hvað ég geri — ég barasta læsi hana inni. Það getur svo sem verið, að ég sé of harðhentur, að ég sé ómannúðlegur, en sem réttur og sléttur hleypidómalaus eigin- maður, og það er ég, get ég ekki fundið neitt betra ráð. Ég hef oft reynt að notfæra mér hinn eðlilega greindarmismun karls og konu, en árangurinn hefur alltaf orðið lélegur. Það hefur í sannleika ekki verið um annað að ræða fyrir mig en að læsa hana inni. Hún er læst inni núna, þegar ég skrifa þetta. Ég beið þangað til hún fór inn í svefnherbergið sitt til þess að ná í eitthvað í snyrtiborðinu, þá læddist ég að dyrunum, náði í lykilinn án þess hún tæki eftir því, setti hann í að utanverðu og sneri honum eldsnöggt. Þeg- ar hún komst að því, að hún væri læst inni, barði hún á dyrnar, eins og hún hefði hreint tryllzt, — um stund var ég hræddur um að hún myndi brjóta dyraumbúnaðinn — en loks róaðist hún og nú er alveg hljótt þar inni. Sennilega hefur hún fleygt sér á rúmið og er sofnuð. Þegar hún vaknar, er kastið örugglega liðið hjá. Hún verður aftur orðin hin góða, ástríka, skilningsríka og dug- lega eiginkona, sem bara lifir og hrærist fyrir mann og börn og heimili sitt. Það byrjaði við morgunverð- arborðið að þessu sinni. Hún sat og fletti blaðinu, þegar mér varð allt í einu litið á hana. Það var komið Þetta undarlega, tryllingslega blik í augu henn- ar, blik, sem ég þekkti svo vel frá fyrri slíkum köstum. — Hm... er það eitthvað sérstakt, sem .. . byrjaði ég var- færnislega — Já, sagði hún og ýtti boll- anum frá sér. Hún hafði raunar ekki snert við kaffinu, og var hún þó vön að drekka tvo fulla bolla — og hálfan í viðbót á meðan hún bar af borðinu. — Já, ég verð að fara, ég verð að fara núna strax. Ef ég flýti mér ekki... Hún var svo æst, að hún titraði öll. Hún var greinilega ekki með sjálfri sér lengur, vissi tæplega hvað hún gerði, þegar hún þreif bakkann af borðinu og skundaði með hann fram í eldhús. Ég stóð strax á fætur og hélt á eftir henni. — Nei, sagði ég ákafur, vertu nú ekki að þessu. Seztu nú róleg niður og drekktu kaffið þitt og hugsaðu um eitthvað annað. — Já, en maður! sagði hún og leit á mig, eins og það væri ég, sem væri ekki með öllum mjalla, — skilurðu ekki að ég verð að fara. Ég má engan tíma missa, ef ég ... Hún horfði á mig þessu hvik- ula, tryllta augnaráði, sem ger- ir mig svo óstyrkan. — Nei, vertu ekki að þessu! sagði ég fljótmæltur. Stilltu þig! Gleymdu því! Nú næ ég í nokkrar taugastyrkjandi pillur, svo tekur þú þær inn og reynir að finna upp á einhverju skyn- samlegu til að dreifa tíman- um .. . einhverju, sem fær þig til þess að gleyma þessu. Er ekki óhreint tau í kjallaranum, sem þarf að setja í bleyti? Eða þá, hvernig væri að strauja nokkrar skyrtur? Það er svo afslapp ... — HÆTTU ÞESSU, MAÐ- UR! æpti hún tryllingslega upp í opið geðið á mér, — ég verð geðveik af að hlusta á allt fjas- ið í þér. Farðu og leyfðu mér að komast af stað. í þetta sinn skal þér ekki takast að koma i veg fyrir það. Þótt þú settir mig í spennitreyju, þá ... Spennitreyju! Já, það væri kannski ekki svo vitlaust! En hvar átti maður að ná í spenni- treyju, þegar allt valt á nokkr- um sekúndum, svo hún ... Hún æddi fram á gang, vissi víst tæplega hvað hún gerði, þegar hún þreif gömlu, gráu kápuna sína og litla Ijósbláa hattinn. Ég reyndi að tala um fyrir henni með góðu, að t.aía við hana eins og maðu> 'ar við lítið, skilningssljótt, óþægt barn. — Heyrðu nú aðeins elskan, sagði ég, vertu nú góð og farðu úr þessari asnalegu kápu og komdu inn í stofu, svo skulum við ... þá skaltu ryksuga og vökva blómin og hugsa um eitt- 30 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.