Fálkinn


Fálkinn - 29.06.1964, Blaðsíða 21

Fálkinn - 29.06.1964, Blaðsíða 21
Kristinn segir brandara og eftir svipnum á Guðmundi að dæma hefur hann verið á hans kostnað ... fullyx-t að hann eigi alltaf vont með að neita mönn- um um greiða). Svoleiðis var, að sama daginn og ég hringdi í hann birtist frétt í blöðunum um það, að söfnuðurinn hans Ái'elíusar hefði beitt sér fyrir stofnun reiðhjólaklúbbs fyrir unglinga. Ég sá frétt- ina ekki fyrr en daginn eftir, en séra Árelíus hefur vitanlega haldið, að ég hafi rokið til að hringja í hann, þegar ég sá þetta í blöðunum, og því alls ekki getað neitað. Ur næsta bíl steig fyrstur út úr dómorganistinn. í Reykjavík, dr. Páll ísólfsson. Hann teygði úr sér, hló og sagði: — Mikill assgotans asni er maður að láta hafa sig í þetta — það eru orðin fimmtíu ár síðan ég steig á hjól! Næstur Páli steig út úr bílnum ritstjóri Morgunblaðsins, Matthías Jó- hannessen, skáld og viðtalssnillingur. Þá komu tvær konur, sem við höfðum fengið til að hjóla fyrir okkur. Nína Sveinsdóttir og Kristí-n Anna Þórarinsdóttir. báðar leikkonur. Úr þriðja bílnum steig fyrstur út Jón Múli Árnason, maðui’inn, sem er bráðum búinn að venja þjóðina alla eins og hún leggur sig á að æða á fætur fyrir allar aldir. Á hæla hans steig út Sig- urður Sigurðsson, sem aldrei lætur sig vanta þegar merkir atburðir í íþi'óttamálum eru í aðsigi. Sá þriðji er steig út úr bílnum, var svo Kristinn Hallsson, óperusöngvari, sem kom beint af loka- æfingunni á nýju íslenzku óperunni, sem var frum- flutt um kvöldið. Kristinn starfar hjá Vátrygginga- félaginu og hann hætti ekki fyrr en hann var búinn að selja okkur vátryggingu á mannskapinn — hálfa milljón per stykki, því eins og Kristinn réttilega sagði: Þetta eru svo andskoti dýri skrokk- 'ar maður! Enn þá vantaði tvo. Indriði G. Þorsteinsson renndi að í sömu svifum á Falcon-bílnum sínum og um leið kom Guðmundur Jónsson að. Hann var horginmannlegur, þegar hann steig út og veifaði KR-peysu framan í okkur. „Maður vei'ður að halda nafni KR á lofti þegar það er hægt,“ sagði Vestur- bæingurinn, fór úr jakkanum og í peysuna. Menn fóru að pi'ófa hjólin. Sumir voru örlítið varkárir fyrst, aðrir skelltu sér strax á bak og byrjuðu að hjóla um. Ritstjórar Morgunblaðsins og Timans voru óðar komnir á fleygiferð eftir vegin- um, annar vinstra megin og hinn hægra megin — að sjálfsögðu — Kristinn hjólaði raulandi fram og aftur, líklega lög úr nýju óperunni. — Ertu ekki hræddur við að vei'ða með strengi í kvöld, Kiddi? kallaði Guðmundur til hans. En Kristinn kvaðst allsendis óhræddur og sagði að það væri þá allt í lagi, dansarnir í óperunni væru nefnilega í engum takti, svo það gæti enginn séð, þótt hann væri með einhverja strengi, „Annars finnst mér ... en maður getur nú svo sem borgað fyrir sig, ef í það fer! (frá vinstri, Sigurður Sig- urðsson, Jón Múli, Guðmundur káerringur Jónsson og Kristinn Hallsson). ________

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.