Fálkinn


Fálkinn - 13.07.1964, Blaðsíða 4

Fálkinn - 13.07.1964, Blaðsíða 4
Ég ætla bara að skreppa frmi og smyrja nokkrar brauðsneiðar. Mjög erfitt... Háttvirta blað! Ég legg það ekki í vana minn að hlaupa með mín vandræði til annarra en nú sé ég mig til þess neyddan og bið ykkur að gefa mér ráð ef þið kunnið. Ég er utan af landi og hef ekki verið hér í borginni nema einn vetur og það hefur mér fundist harður vetur svona hálf- gerður andlegur móðuharðinda- vetur. Ég er ættaður úr sýslu sem hefur það orð á sér — án þess ég sé nokkuð að halda hennar málsstað sérstaklega fram — að ala þá menn, sem hvað fremstir eru með þjóðinni. Þao getur vel verið að þið trúið mér ekki en þið þurfið ekki annað en að kanna sögu sýsl- unnar til að sannfærast um málið. Þessi sýsla hefur frá alda öðli skarað langt fram úr öðrum sýslum þessa lands og alþýðumenntun hefur þar löng- um staðið traustum fótum. En nú vik ég að kjarna þessa máls. Ég sagðist áðan ekki hafa dval- ist hér nema vetur sakir og mér féili það illa. Það er rétt. Ég kann ekki við fólkið enda viss um að það lýtur mig ekki réttu auga vegna þess að ég er úr þessari sýslu. Það finnur sem sagt til einhvers van- máttar. En þegar það spyr mig hvaðan ég sé og ég svara til satt og rétt sé ég alltaf ein- hvern einkennilegan glampa í augum þess og það fer alltaf að reyna að gera mig hlægi- legan en þær tilraunir fara nú mest í sandinn því í minni sveit læra menn fljótt að svara fyrir sig. En einhvern veginn kann ég nú ekki við þetta og mér finnst að fólk geti vel unnt manni þess að vera ættaður af þessum slóðum, sem ég er, án þess að láta opinberlega af- brýðisemi í ljós. Vinsamlegast. Norðanmaður. Svar: Nœst skattu segja aiT jnl sért ættaöur af Skaganum en ekki norSan úr Þing . . Gangandi vitleysingar. Háttvirta blað! Ég hef séð það að undanförnu að það hafa verið að birtast bréf í Pósthólfini’ varðandi umferðarmál. Mér hefur virzt á bessnm hréfum að bréfritarar væru aðallega gangandi menn en ekki akandi svo mér þykir tilhlýða að skrifa hér fyrir hina síðarnefndu. Það eru tvær andstæður í umferðinni, akandi og gang- andi. Þessar andstæður virðast oft vera nær því ósættanlegar og báðar „svína“ á hinum aðil- anum. Þetta er að sjálfsögðu ekki eins og það á að vera —- því miður. Hinir gangandi eru öllu háværari en hinir akandi og spara hvorki stór orð né hót- anir. Ég ætla mér ekki að fara að segja að allir akandi séu englar varðandi umferðina, ég þekki þetta mál miklu betur en svo. En ég veit að í það heila tekið þá eru hinir akandi mun skárri en þeir gangandi. Hinir akandi kunna þó EITTHVAÐ í umferðarreglunum en hinir gangandi hegða sér undantekn- ingarlítið eins og þeir kunni EKKI NEITT. Mér finnst oft eins og þeir gangandi séu gang- andi vitleysingar. Þeir líta hvorki til hægri né vinstri, hlýða engum reglum og ana bara beint áfram. Þeir eiga það sér ekki að þakka að þeir skuli margir hverjir vera lifandi því þeir gana eitthvað út í vitleys- una og setja líf sitt i hendur okkur sem förum ferða okkar um borgina akandi. Ég heid að löggæzluvaldið ætti að gera meira í því að sekta hina fót- gangandi og kenna þeim settar reglur heldur en að vera i þess- um stöðugu eltingaleikjum við okkur hina og með eilift smá- nöldur. Ég vona að þetta bréf verði birt en hafni ekki í einhverri pappírskörfunni á ritstjórninni. Leigubílstjóri. Betri knattspyrna, meiri ánægja. Kæri Fálki! Svo lærir lengi sem lifir er sannleikur, sem ekki verður hrakinn. Og á þetta rak ég mig eitt kvöld fyrir skömmu. Ég brá mér á Völlinn til að sjá hina stóru leiða saman hesta sína eins og ég geri vanalega og hef gert í mörg ár. Þetta var á Laugardalsvellinum. Eins og oft áður og þó einkum upp á síðkastið varð ég fyrir mikl- um vonbrigðum og hélt heim í hálfleik. Þ. e. a. s. ég ætlaði heim og leið min lá framhjá litl- um velli þar sem smástrákar voru að leika sér að bolta. Ég stanzaði við og horfði á leikinn nokkra stund og svo dvaldi ég þarna í rúman klukkutíma og fylgdist með. Þarna varð ég ekki fvrir vonh’-igðum + na var á ferðinni leikui sem gaman var að fylgjast með. Og 4 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.