Fálkinn - 13.07.1964, Blaðsíða 17
Mynd á bls. 16. Klukkan er hálfsjö a'ð morgni jónsmessu. Það er helli*
rigning, þegar Jón gengur frá heimili sínu norður Þingholtsstrætið og
kraginn er brettur upp.
Að loknu
morgunútvarpi
fer Jón fram á
tónlistardeild og
tekur til við
að leita sér að
plötum í næsta
morgunútvarp.
leið á þessum tíma, veita menn því athygli. Þá leggja
þúsundir svefndrukkinna íslendinga við hlustirnar og
velta því fyrir sér, hvers vegna hann Jón Múli sé ekki
í morgunútvarpinu.
Við sátum fyrir honum um hálfsjöleytið að morgni
Jónsmessu, 24. júní. Það var hellirigning og við biðum
í leigubíl. Klukkan nákvæmlega hálfsjö opnuðust dyrnar
út í sundið og Jón gekk niður tröppurnar. Kraginn vat'
brettur upp í háls að þessu sinni Hvergi sást nein upi-
ferð og Jón gekk úti á miðri götu. Runólfur snaraðist
út úr bílnum og tók myndir. Síðan buðum við Jóni bíl-
far niður eftir og engu slíku vant gekk Jón ekki venju"
legu leiðina sína.
Það var enginn kominn í útvarpshúsið, þegar við
renndum þar að og Jón opnaði útidyrnar, og næstu
skrefum hans hefur þegar verið lýst hér að framan. Er
hann kom inn á skrifstofu sína dró hann fram bunka
af hljómplötum og síðan gengum við ganginn til baka,
fram í þularstofuna, ,,hið allra helgasta", þaðan, sem
töluðu máli er útvarpað beint og ekkert orð verður
aftur tekið. sem sagt hefur verið, sé opið fyrir hljóð-
nemann á annað borð.
FALKINN
Jón kemur
manna fyrstur að
Skúlagötu 4
þennan morgun
eins og flesta
morgna.
Á nær því hverjum virkum morgni, árið um kring,
klukkan hálfsjö, gengur ljóshærður maður niður mjóar
tröppur, er liggja milli gamals og nýs húss, sem bæði
bera númer 27 við Þingholtsstræti í Reykjavík. Venju-
legast er hann klæddur brúnleitum rykfrakka, og þegar
rigning er, er kraginn brettur upp í háls. Hann gengur
norður Þingholtsstrætið — stundum eftir miðri götunni,
því samborgararnir, sem eiga bíla, eru yfirleitt ekki
komnir á fætur — út að Spítalastíg, beygir þar upp í
Ingólfsstræti. Síðan gengur hann í átt til sjávar, unz
hann kemur á Skúlagötuna, sveigir til hægri og gengur
að dyrum nýlegs, hvíts húss, sem stendur að nokkru á
súlum, opnar útidyrnar, gengur að stimpilklukku, stimpl-
ar sig inn, fer síðan í lyftu upp á efstu hæð — þá sjöttu
— opnar þar gangsdyrnar, gengur inn langan gang til
hægri, opnar glerdyr fyrir enda hans, beygir enn til
hægri, gengur tvö eða þrjú skref og opnar enn einar dyr.
Á hurðinni er skilti og á því stendur :JÓN MÚLI ÁRNA-
SON.
Vetur, sumar, vor og haust gengur hann þessa sömu
leið, hvernig sem viðrar. Það eru fáir komnir á stjá,
og fáir veita för hans athygli, en ef hann fer ekki þessa
. .Þá skulum
við hlusta á Jóns-
messunætur-
draum ©ftir
Mendelsohn...“
„ ... og nú heyr-
um við Jane
Froman syngja
Blue Moon ...“