Fálkinn


Fálkinn - 13.07.1964, Blaðsíða 27

Fálkinn - 13.07.1964, Blaðsíða 27
KVIKMYNDA ÞÁTTUR TÓXAIIÍÓ SÝAIIl: SKJÓTTU Á PÍAIMÓLEIKARANIM Nú um þessar mundir íáum við að sjá hverja myndina á fætur annarri sem tilheyra „þessari nýju frönsku bylgju“. f þessum þaetti munum við ræða lítillega um mynd Truffaut Skjóttu á píanóleikarann sem Tónabíó mun væntanlega taka til sýningar mjög fljótlega. Eins og við sögðum i þessum þætti þegar myndin Jules og Jim var kynnt. þá varð Bæjarbíó fyrst til að sýna mind eftir Truffaut, Ungur flóttamaður. Þá mynd gerði hann 1958 og næsta mynd hans þar á eftir var þessi en hún er gerð 1960. Efni þessarar myndar er nokkuð reyfarakennt enda ekki nema von þar sem reyfarinn Down There eftir David Good er uppistaða hennar’ Við skulum víkja hér litillega að efnisþræðinum. Charlie Koller er píanóleikari á þriðjaflokks kaffihúsi i einu af úthverfum Parisar. Hann blandar litt geði við aðra og enginn þekkir til fortíðar hans. Hann elur upp yngri bróður sinn Fido og umgengst hvað helzt götudrósina Clarisse. Dag nokkurn er hann heimsóttur af eldri bróður sínum Chico en hann er að leita aðstoðar hans. Chico og þriðji bróðirinn Richard hafa unnið í félagi með glæpamönnunum Ernst og Momo. Þeir fyrrnefndu hafa svo stungið af með alla peningana en hinir eru á eftir þeim. Charlie vill ekki bianda sér í málið en hann hjálpar þó Chco til að flýja þegar glæpamennirnir koma til skjalanna. Eigandi kaffihússins sem Charlie vinnur í er ástfanginn í einni af starfstúlkum þess Lenu en hún vill ekkert með hann hafa því hún er hrifin af Charlie. Kvöld nokkurt- tekst henni til að fá hann til að segja sér frá ævi sinni. Hið raunverulega nafn Charlie er Edouard Saroyan. Hann hafði ætlað sér að verða þekktur og viðurkenndur píanóleikari en það gekk illa og á meðan svo stóð á vann konan hans Theresa á kaffi- húsi. Svo verða breytigar áhögum þeirra þegar Charlie kynnist Lars Schmeel, en hann hafði aðstöðu til að gera Charlie frægan og tókst það á stuttum tíma. Allt leikur nú í lyndi þar til dag Framh. á bls. 31. FALKINN 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.