Fálkinn - 13.07.1964, Blaðsíða 5
ég held að ég geri engum rangt
undir höfði þótt ég segi að
þarna hafi á köflum ekki verið
leikin verri knattspyrna en á
Laugardalsvellinum. En það
var annað sem heillaði mig.
Þessir ungu drengir léku leik-
inn af miklu meiri ánægju en
þeir stóru. Mér virðist oft eins
og hinir stóru væru leiðir og
nenntu varla að dunda þetta
við boltann. Og nú er það
helzta ánægja mín á kvöldin
að fara út og horfa á drengina
leika sér. Og ég vil ráðleggja
mönnum eindregið til að gera
þetta. Þeir verða ekki fyrir von-
brigðum. Það þori ég að ábyrgj-
ast.
Knattspyrnuunnandi.
Svar til Dúdda:
Láttu eins og eklcert hafi komiö
fyrir og gættu þess aö enginn
merki á þér neinn leiöa. Þú liefur
fariö gætilega aö ráöi þínu og
ekki er ólíklegt aö þú eigir eftir
aö uypskera nokkurn ávöxt af þvi.
Hvaö seinni spurninguna viökemur
þá ættir þú aö hugleiöa öll máls-
atvik vel áöur en þú rœöst i
nokkrar framkvæmdir.
Börn á götunni.
Kæri Fálki!
Þið birtið oft bréf um alls
kyns þjóðfélagsvandamál og nú
langar mig til að minnast á eitt
slíkt, að vísu margrætt. Það er
leikur barnanna á götunni. Er
ómögulegt að koma í veg fyrir
hann? Árlega verða banaslys
vegna hans, og hvert mannslíf
er mikils virði hjá fámennri
þjóð eins og okkur. Er ekki
óhætt að leggja í talsverðan
kostnað til að kippa þessum
málum í lag, Hvernig væri að
bæta við lögregluna menn, sem
hefðu eftirlit með þessum mál-
um og gefa svo út lög, sem
heimiluðu að sekta þá foreldra,
sem eiga þessi börn. Ég er
nefnilega sannfærður um, að
orsökin til alls þessa er ein-
faldlega trassaskapur foreldr-
anna og ekkert annað. Þau
banna ekki börnunum að leika
sér á götunni. Og mér er nær
að halda, að sumir reykvískir
foreldrar yrðu fljótari að taka
við sér, ef buddan yrði í hættu
en þó þeir sofandi viti að líf
barna þeirra séu í hættu.
Jón.
'Svar:
Þessi uppástunga þín er nú vist
• ekki alveg i samræmi viö grund-
ivallarreglur islenzkra laga i þess-
um efnum, en okkur finnst hún
sam t hreint ekki svo vitlaus og
lcannski er liún i rétta átt. Eitt
er~ víst, aö mannslifiö er okkur
dýrt.
Lélcgar kvikmyndir.
Kæri Fálki!
Geturðu _sagt mér, hvers
vegna kvikmyndirnar í kvik-
myndahúsunum hérna um
þessar mundir eru svona ótta-
lega lélegar, með aðeins örfáum
undantekningum? Það voru
ágætar myndir í flestum bíó-
unum í vetur, og maður var
farinn að vonast eftir, að áfram-
hald yrði á þessu, en nú virðist
allt sækja í sama horfið og fyrr.
Kvikmyndaunnandi.
Svar:
Þessi tími árs einkennist m. a.
af lélegum myndum í kvikmynda-
húsunum, og er þaö aö nokkru
leyti skiljanlegt. Kvikmyndahúsin
hér veröa ávallt aö taka mikiö
af lélegum myndum til þess aö
fá þcer góöu, og einhvern tíma
veröur aö sýna þær flestar. A þess-
um árstíma fer fólk lítiö í bíð,
einkum þegar veöurbliöan er eins
og nú. Þaö er því ekki nema von
aö kvikmyndahúsin noti fremur
þann tíma til aö sýna lélegu mynd-
irnar en bíöa meö þær skárri,
þangaö til aösókn fer aö aukast.
Svo getum viö glatt þig meö því,
aö strax i haust munu a. m. k.
sum kvikmyndahúsin taka margar
ágætar myndir til sýningar, svo
þú skalt bara hlakka til!
Áframhaldandi hreinsun.
Háttvirti Fálki!
Mig langar til að skrifa þér
vegna hreinsunar þeirrar, sem
fram hefur farið á vegum borg-
arinnar undanfarið, vegna af-
mælis lýðveldisins. Hún er allra
góðra gjalda verð, og mér dett-
ur ekki í hug að amast út i
hana. En það þarf bara að vera
áframhald á henni. Það eru
alltaf til trassar, og þeir sem
hafa orðið að borga núna stór-
ar upphæðir fyrir hreinsun á
lóðunum, láta sér ábyggilega
ekki segjast. Þeir safna drasl-
inu jafnóðum fyrir aftur. Það
þarf að taka til hjá svona
körlum alltaf af og til og láta
þá borga rækilega fyrir hreins-
unina.
Borgari.
Svar:
Viö erum þér alveg sammála.
Hvor cr eldri?-
Kæri Fálki!
Getur þú ekki skorið úr deilu-
máli hjá okkur. Við erum að
rífast um það hvor sé eldri
Ringo Star eða Presley. Okkur
kæmi vel ef þú gætir svarað
okkur sem allra fyrst.
ERT.
Svar:
Presley mun vera all nokkru
eldri en Ringo Star.
JOMI
iiiitliKækiA
með 6 mismunandi munn-
stykk|um ávalt fyrirliggjandi.
Tækið nuddar með vibration
sem gengur inn í vöðvana.
(ZOMi
JOMI
hitaiiudd|iuðinn
nuddar einnig með vibraton
Þessi taeki eru ómissandi á hverju heimili
og eru hentug tækifærisgjöf.
BORGAHFELL H.F.
Laugaveg 18 -- Sími 11372
Daglega umgangist Þér fjölda fólks
Framleitt medeinkaleyfi'LINDAh I Akureyri
BYÐUR FRISKANDI
BRAGÐ OG
BÆTIR RÖDDINA.
FÁLKINN 5