Fálkinn - 09.11.1964, Page 4
5 G ERÐIR
LIPRIR — STERKIR — ÓDÝRIR
SKODABÍLAR auka vinsœldir sínar í öllum löndum. Kynnizt þessum
bilum áður en þið gerið aðrar ákvarðanir, og þið munið sannfœrast
um ágceti þeirra.
SKODABÍLAR eru lyllilega sambœrilegir við V.-Evrópubíla — og
miklu ódýrari miðað við stcerð og vélarorku.
Póstafgreiðum myndir og upplýsingar. Biðjið um verð- og greiðslu-
skilmála.
TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ HF.
Vonarstrœti 12 — Sími 2-19-81.
NOVEIVIBER
Mánudagur
DAGATÖL
eru vlnsælasta
og
öruggasta
auglýsingiíi
hvern einasta
dag
ársins.
Talið við okkur
sem fyrst.
FÉLAGSPREINITSMIÐJAIM H.F.
SPÍTALASTÍG 10 SÍMI 11640
Syngja klúrar vísur.
Kæri Fálki!
Þú leysir úr vandræðum svo
margra að mér datt í hug að
kannski gætir þú hjálpað mér
og gefið mér einhver góð ráð
og þá mundi ég kunna þér
miklar og góðar þakkir.
Þannig er að í kjallaranum í
húsinu sem ég á heima í leigja
tveir strákar sem stundum eru
með gleðskap hjá sér á nótt-
unni. Þeir eiga það stundum
til að syngja heldur leiðinlegar
og klúrar vísur og ég á ákaf-
lega bágt með að þola þetta og
get stundum lítið sofið út af
þessu. Hvað finnst þér að ég
aetti að gera? Þetta er búið að
ganga svona lengi.
Kær kveðja
Kona.
Svar:
ÞaO er nú ef til vill ekki hœgt
aO gera mikiO í þessu efni. Kann-
ski sussa á strákana. Annars hlýt-
ur þú aö vera búin aö lœra allar
visurnar ef þetta hefur gengiö
lengi og þarft ekki aö vera aö
halda þér vakandi til aö vita hvaö
kemur nœst. Þú gœtir líka gefiö
þeim einhverja texta t. d. nýjustu
danslagatextana og fariö þess á
leit viö þá aö þeir syngi þá heldur.
Reyndu þetta.
Hvert er vald skólastjóra?
Kæri Fálki!
Nú er svo mál með vexti að
skólastjórinn leggur blátt bann
við að krakkarnir úr a. m. k.
fyrsta bekk vinni með skólan-
um (Ath. þegar við erum ekki
í skólanum). Það er aðeins eitt,
sem mig langar til að vita.
Hefur hann leyfi til að banna
svona nokkuð?
Bóbó.
Svar:
Hvort hann hefur leyfi til aö
banna svona nokkuö skal ósagt
látiö en liann hefur örugglega
leyfi til aö liafa nokkur afskipti
af málinu. Og hann getur örugg-
lega bannaö ykkur aö vinna þann
tima sem þiö eigiö aö vera i
skólanum.
Svar til Didda:
Áöur en þú gerir alvöru úr þvi
aö hitta gœjann til aö berja hann
aettir þú aö skreppa i nokkra tíma
til Júdodeildar Ármanns. Þar
mundir þú sjálfsagt læra margt
sem gæti komiö þér aö notum viö
viöureignina.
Hvað á a'ð gera?
Kæri Fálki!
Ég bið þig um ráð við stóru
vandamáli. Þannig er mál með
vexti að ég er búinn að þjást
af mikilli offitu í rúm þrjú ár
og er hún alltaf að aukast, og
er ég nú orðinn 124 kg að
þyngd og þar sem ég er ekki
nema 26 ára gamall er þetta
óbærilegt. Hæðin er 179 cm
svo að yfirvigtin er geysileg.
Nú er það spurningin. Hvað á
ég að gera til að grennast? Ég
vinn í byggingarvinnu og er
hún anzi erfið með köflum eins
og gefur að skilja. Eins hef ég
mikla hreyfingu. Efnaskipti
hafa verið mæld og reyndust
þau eðlileg. Nú treysti ég þér
til að birta fyrir mig nákvæma
formúlu yfir þær fæðutegundir
sem ég má borða og hlutföllin
og magnið. Ég treysti þvi að
þú bregðist mér ekki í þessu
vandamáli og látir bréfið ekki
lenda í bréfakörfunni því mér
iiggur mikið á góðum ráðlegg-
ingum.
Með kæru þakkiæti og kveðj-
um.
Þorgautur.
Svar:
Þaö sem þú átt aö gera er aö
leita læknis og því fyrr því betra.
Láttu þaö ekki dragast lengi.
Alltaf það sama.
Kæri Fáiki!
Mér finnst það alveg svaka-
legt hvað fólk er alltaf að æsa
sig út af sama draslinu í þessu
Pósthólfi. Það er alltaf að æsa
sig út af traffikinni eða veseni
á sér af því að eiga ekki sjéns
á þessari og hinni skvísunni.
Það skrifar aldrei almennileg
bréf og spyr um Bítlana og
svoieiðis stjörnur. Og þó er ég
alveg sjúr á að fólk veit djöfull
lítið um þá. Það veit kannski
að þeir eru ekki alltaf að fara
til rakara og svoleiðis en það
veit ekki hvernig gæjar þetta
eru klárir og allt svoleiðis.
Bæ.
Gulli.
Svar:
Þaö er alltaf veriö aö minnast
á þessa Bítla. Af liverju ekki aö
minnast á menn eins og Swinging
Blue Jeans. Þeir sungu þó Golly,
Golly Miss Molly og Hippy, Hippy,
Sliake.
Skvísan er erfið.
Kæri Fálki!
Ég er búinn að vera með
stelpu í dálitinn tima en nú er
hún orðin þannig að hún viil
ekki vera með mér lengur. Ég
veit að þú ert alltaf að hjálpa
fólki svo mér datt í hug að vita
4
FALKINN