Fálkinn - 09.11.1964, Blaðsíða 5
hvort þú getur ekki hjálpað
mér líka. Hún er tveimur árum
yngri en ég. Hún er svakaleg
í munninum stundum og
skammar mig eins og hund en
ef ég hlusta ekki á það og fer
út og kem svo aftur eftir dá-
lítinn tíma er hún orðin góð
aftur og allt það. Hún er nú
orðin hrifin af strák sem vinn-
ur með henni en hann vill
held ég ekkert með hana hafa
að gera því ég held að honum
finnist hún leiðinleg. Hún er
það ekki neitt meira en aðrar
stelpur og ég veit að hún er
skemmtilegri en sumar og
miklu skemmtilegri en vin-
kona hennar sem er alltaf að
segja henni að hætta við mig.
Ég veit ekki af hverju hún er
orðin svona við mig og ég hugsa
að hún sé kannski svona af
því ég er svo rólegur og er ekki
alltaf að tala um hitt og þetta.
Hvað finnst þér ég eigi að gera
til að halda henni áfram?
Ég vona að þú svarir þessu
fljótt.
F. G.
P. S. Ekki birta bréfið.
Svar:
Viö veröum aö birta bréfiö þitt
þvi þú hefur þaö sem sumir lcalla
stíl. Þú gefur heldur litlar upp-
lýsingar svo aö ekTci er gott aö
ráöleggja þér en sennilega gildir
þarna sem oft áöur aö vera bara
töff ...
Þættir fyrir ungt fólk.
Kæri Fálki!
Það er gjarna talað um dag-
skrá útvarpsins þarna á síðum
Pósthólfsins hef ég séð og þess
vegna datt mér í hug að skrifa
þér nokkrar línur og leggja þar
nokkur orð í belg.
Ég ætla ekki að hafa þetta
langt bréf og merkilegt þar sem
ég geri tillögur um endurskipu-
lagningu dagskrár útvarpsins
ins heldur víkja lítillega að
einum þætti hennar; þeim sem
lýtur að ungu fólki.
Einu sinni í viku er þáttur
sem heitir lög unga fólksins og
ég geri ráð fyrir að hann sé
mjög vinsæll og kannski ekki
eingöngu meðal yngra fólks
heldur og því sem miðaldra er
og eldra. Þá er þáttur sem í
fyrra hét Með ungu fólki en
h'efur nú tekið upp nýtt nafn.
Sá þáttur var ágætur og ég
geri ráð fyrir að þessi verði
það einnig eða að minnsta kosti
virðist mér það eftir að hafa
hlustað á hann einu sinni. En
þetta er ekki nóg. Það þarf að
geva meira fyrir unga fólkið.
Það er alltaf verið að tala um
að það sé mikið úti að skemmta
sér, og á það sjálfsagt við
Reykjavík því ungt fólk úti
um land á ekki alltaf hægt með
að fara út til að skemmta sér.
Mér finnst þess vegna að út-
varpið ætti að gera eitthvað
meira fyrir unga fólkið og helzt
að vera með einhvern þátt fyrir
það t. d. á laugardagskvöldum
eftir tíu fréttir. Ég hygg að
slíkt mundi verða mjög vinsælt
að minnsta kosti í dreifbýlinu.
Ég sting svo upp á þessu því
nú fer vetur senn í hönd og þá
kemur vetrardagskrá.
Þið megið henda þessu bréfi
ef þið viljið en ég vil áður en
þið hendið því í körfuna þakka
ykkur fyrir margt ágætt efni.
U.
Svar:
Eklci er ólíklegt aö þeir sem sjá
um dagskrá útvarpsins hafi þegar
velt þessu fyrir sér þ. e. aö auka
efni fyrir ungt fólk. En þaö eru
sjálfsagt mörg vandamál í þessu
sambandi eins og t. d. aö fá menn
til aö sjá um þannig þœtti.
Svar til L.:
Ef rakarinn þinn hefur ekkert
getaö ráölagt þér í þessum efnum
þá er litiö hægt í málinu aö gera.
Þú veröur sennilega aö scetta þig
viö aö hafa hlutina eins og þeir
eru.
Nöldur.
Háttvirta Pósthólf!
Þegar eitthvað bjátar á hjá
mönnum virðast þeir grípa til
þess ráðs að skrifa nöldur
þáttum blaðanna og segja
reynslu sína. Ef þeir fá vitlaust
til baka, þá skrifa þeir nokkur
orð um þá reynslu sína. Ef ein-
hver nágranninn dettur í það
og heldur almennilegt partý
svo hverfið ómar af söng og
menn eru kátir, þá eru hripað-
ar nokkrar línur um það. Og
alltaf er verið að nöldra. Menn
skrifa ekki til að segja frá ein-
hverju skemmtilegu sem þeir
heyra eða reyna. Það er bara
bölsýnin sem fer á prent. Ef
menn heyra góðan brandara
eða sögu er það þeim víðsfjarri
að senda það einhverju blaði
til birtingar svo aðrir geti notið
sömu ánægju. Og er nema von
að eitthvað gangi á afturfót-
unum þegar ekkert veður uppi
nema bölsýni. Maður opnar
varla svo dagblað eða vikublað
að þar sé ekki verið að nöldra
út af hinum ómerkilegustu
hlutum. Og það er í hreinskilni
sagt að gera mann vitlausan.
Ég mælist nú til þess að menn
breyti þessari háttu sinni og
taki upp léttara hjal. Sendi
góðar sögur og brandara sem
þeir heyra og tali svo um það
sem vel er gert ef það er þá
nokkuð.
UNDIRFÖT ÚR NYLON OG PRJONASILKI
CERES, REYKJAVÍK
Umferöin eykst
og bifreiðaápekstpum fjölgar.
Þaó borgar sig að ganga
vel frá bifreiðatryggingunni.
Hafíð samband við „Almennar"
og kynníð yður skilmála og kjör
Síminn er 17700.
ALMENNAR
TRYGGINGARf
PÓSTHÚSSTRÆTI 9
SlMI 17700