Fálkinn - 09.11.1964, Qupperneq 9
að venjast, sagði hann. Hér í
Veleba er allt hörkulegt —
miskunnarlaust og ofsalegt.
Það er ég líka — en það veiztu
nú líka. En hættan líður hjá ...
hún líður áreiðanlega hjá ...
Gerir hún það nú áreiðanlega
hugsaði hann. Kemst ég nokk-
urn tíma yfir hina sáru þrá og
innilegu elsku sem ég ber til
vinstúlku Andrews? Hann
sagði við sjálfan sig að hann
' yrði að leggja sig í líma og
berjast gegn þessum tilfinning-
' um og að minnsta kosti varð
hann að dylja þær eftir beztu
föngum. Maður girnist ekki
konu bróður síns. Andrew var
■ honum nákomnari en nokkur
önnur mannvera. Hann gat
i varla til þess hugsað að gera
:t honum illt.
Hann heyrði Alice snökta og
• stráuk henni um hárið með
særðri höndinni. Hún titraði af
í ekka, eins og hún gæti ekki
hætt að gráta.
ii — Gráttu bara, sagði hann.
rr Gráttu eins mikið og þú vilt,
11 Likwezi.
Eftir nokkra stund varð hún
rólegri og hann hélt að hún
í< hefði sofnað. Eldingarnar sáust
nú ekki lengur, en rigningin
■ helltist niður yfir skrælþurran
’ jarðveginn.
■ Alice færði sig skyndilega
frá honum. Hún reis upp sem
- í blindni og þreifaði eftir vasa-
klút. Þegar hún kom aftur
■l eftir að hafa þvegið sér um aug-
V un sá hún Rusty standa í dyr-
• unum.
;; .— Hvert ætlarðu að fara?
— Út í rigninguna. Ég er að
’’ hugsa um að fá mér steypibað.
Langar þig til að koma með?
•í — Já, svaraði hún.
,J — Klæddu þig þá í yfirhöfn.
í kvöld hefurðu lítið að gera
‘ við regnhlíf eða regnkápu. Við
1 skulum fara út og skoða rign-
inguna — þessa langþráðu rign-
ingu sem mun vekja náttúruna
• ög jörðina til nýs lífs.
— Skiptir regnið virkilega
svona miklu máli?
— Já, það er ekki ofmælt að
það þýði nýtt líf — allt hefur
verið að visna og skrælna í
þurrkunum.
— Og þú ætlar að fara út og
njóta þessarar lífgefandi rign-
ingar.
Hann heyrði að hann hafði
fengið hana til að gleyma
áhyggjum sínum og þegar hún
kom tíu mínútum síðar til
hans, klædd léreftsbuxum og
gamalli regnkápu, virtist hún í
sjöunda himni.
— Ætlarðu ekki að hafa
neitt á höfðinu? Allt í lagi, við
förum heldur ekki langt, bara
niður að fljótinu.
Storminn hafði lægt, en rign-
ingjn steyptist enn nið.ur, éins
og hellt væri úr fötu. Orða-
laust tók hann um hönd hennar
og þau gengu yfir mjúkt gras-
ið í áttina að fljótinu.
— Svona er lífið hér í Vel-
ebe, sagði Rusty. Á fáeinum
mínútum breytist allt, rigning-
in hellist niður og stormurinn
gnauðar, árnar flæða yfir
bakka sína, Og svo þegar sólin
brýzt fram aftur sjatnar í án-
um og jarðvegurinn þornar,
svo að við komumst leiðar okk-
ar.
Alice snart sárabindið um
hönd hans.
— Mig kennir enn dálítið til,
sagði hann.
Alice sagði lágt. — Ég ætl-
aði ekki að rífast við þig,
Rusty.
— Þú líktir mér við — við
— Við Tomazane. það var
rangt af mér. En ég vildi ekki
horfast í augu við sannleikann.
— Hvaða sannleika?
Hún leit á hann, andlit henn-
ar var fölt i daufu mánaskininu
og hún strauk vott hárið frá
enninu. Hann kreppti hendurn-
ar og brosið hvarf af andliti
hans.
— Þú veizt, hvaða s'annleika.
Neyddu mig ekki til að segja
það.
Hún lagði lófana á hann og
fann hve hjarta hans barðist
ótt. Hún greip snögglega um
háls honum.
— Við getum ekki látizt
lengur, Rusty — ekki lengur.
Hann þrýsti henni að sér og
fann grannan líkama hennar
hjá sér.
— Þetta er ástin . . . það er
sannleikurinn, ástin mín.
í rödd hans kenndi bæði
undrunar og kvíða og hann
fann mjög til samvizkubits, en
samtímis fyllti hann óendan-
leg eleði að halda stúlkunni í
fangi sér — þótt hún væri
stúlkan sem bróðir hans ætlaði
að kvænast.
Á því ógnþrungna augnabliki
þegar Andrew ók jeppanum
sínum út í Harutfljótið í vexti,
fann van Wyk sem allt gerðist
í einu — og enda síðan. Vél-
byssa glæpamannanna hljóðn-
aði, þeir slökktu á ljóskastar-
anum og lögregluforinginn
ályktaði að þeir hefðu komizt
upp úr leðjunni og væru á
braut. Um leið og næsta elding
lýsti upp himininn sá hann
jeppann snúast nokkra hringi
í svelgnum og sökkva síðan ...
Hvað átti hann að gera?
hann var í gildru milli tveggja
stórfljóta, sem bæði voru. í ör-
úm vexti og þrátt fyr'ir að
Láger II var Skammt undan
var enginn möguleiki að kom-
ast þangað um nóttina. Til allr-
ar hamingju hafði hann nokkr-
ar vistir meðferðis og ekki ætti
að skorta vatn.
— Við snúum aftur og leit-
um að einhverjum stað þar
sem við getum hafzt við í nótR
sagði hann við mann sinn. — í
fyrramálið sjáum við til, hvort
rigningin verður eins mikil.
— Miller og verðir, hans
verða líklega krókódílafæða,
sagði sá eldri.
— Miller er Inyanga, galdra-
maðurinn, svaraði van Wyk.
— Hann mun leika á krókó-
dílana.
Van Wyk vonaði að spá sín
reyndist rétt. En hann var mjög
kvíðinn. Hann hafði séð Miller
hníga fram á stýrið, særðan af
byssukúlu. Og vissulega voru
líkurnar til að sleppa lífs úr
þessum hildarleik ekki miklar.
Það var Saul, sem bjargaði
húsbónda sínum. Straumurinn
færði James í kaf og honum
skaut ekki upp aftur, en Saul
hélt þéttingsfast í Andrew og
reyndi að synda til lands. Loks
bar straumurinn þá að trjá-
stofni og þeir gripu dauðahaldi
um hann.
Nokkru síðar tókst Andrew
með hjálp Saul að skreiðast
upp á fljótsbakkann Þeir leit-
uðu skjóls undir trjánum og
Andrew var svo máttfarinn að
hann missti meðvitund.
Þegar hann raknaði við
stundi hann. — Þeir hittu mig
í öxlina, Saul. Reyndu að
stöðva blóðrennslið.
Andrew bar sig hreystilega
meðan gamli aantunsverting-
inn athugaði sárið og bjó um
það eftir föngum. Hann reif
niður skyrtuna sína í smáræm-
ur og batt um öxlina og síðan
reyndi hann að skýla húsbónda
sínum með svörtum stóru lík-
ama sínum.
— Ég ætla að gæta hvort
lögreglubíllinn er enn hinum
megin við ána, og gefa honum
merki, sagði Saul nokkru síðar,
þegar Andrew virtist hafa jafn-
að sig dálítið.
— Nei! Hróp Andrews kafn-
aði í sársaukastunu.
— En lögreglustjórinn held-
ur að þú hafir farizt í fljótinu,
Nkosi.
Andrew fann sársaukann hel-
taka sig. En hann varð að kom-
ast héðan — komast til Láger
II — til Alice og Rusty. Hann
varð að vernda Alice fyrir
þeirri hættu, sem steðjaði að
henni og hann varð sjálfur að
útvega hjálp.
— Við verðum að komast af
stað, sagði hann. — Hjálpaðu
mér að rísa á fætur. Við verð-
um að fara til Láger II, hvað
sem það kostar.
Um tólf leytið daginn eftir
höfðu þeir komist nokkra kíló-
metra. Með ærnum erfiðismu-
um og ótrúlegum viljastyrk
hafði Andrew tekist að hökta
áfram með góðum stuðningi
hins dygga hjálparmanns síns.
— Nkosi, ég yfirgef þig hér
og held áfram einn. Þá get ég
hlaupið og sótt hjálp, sagði
Saul. Ég verð kominn aftur
áður en myrkrið skellur á. Hér
er byssan þín og ég skal hlaða
hana fyrir þig.
Andrew gerði tilraun til að
sýna myndugleika sinn.
— Þú verður að taka byss-
una. Það geta verið ljón hér
allt í kring.
Saul hristi höfuðið ákveðinn,
— Ég tilheyri ljónsættinni,
sagði Saul. Ég sé um mig,
Nkosi.
Hann lagði byssuna við hlið
Andrew. — Þú verður að halda
þér vakandi, Nkosi. Þú verður
að hafa mörg augu í höfðinu,
svo að þú sjáir allt í kringum
Þig-
Sem í þoku sá Andrew dökkt
áhyggjufullt andlitið lúta yfir
hann. Síðan hljóp negrinn af
stað eins og fætur toguðu.
Skömmu eftir hádegið brauzt
sólin úr skýjunum. Saul hægði
á sér og tyggði bita af þurrk-
uðu ljónakjöti, sem hann hafði
alítaf meðferðis.
Skyndilega nam Saul staðar.
Hér skiptist vegurinn og hann
hafði ekki hugmynd um, hvorn
hann skyldi velja.
Framhald i næsta blaði.
FÁLKINN 9