Fálkinn - 09.11.1964, Side 13
Og það er hvorki ómennska né glópska sem hefur
orðið Vanja að fótakefli í lífinu, heldur þvert á móti
tryggð hans og trúnaður. í því er harmleikurinn fólg-
inn. Og þessi mikli harmleikur er ekki fluttur okkur
með boðaföllum og básúnublástri heldur verður hann
okkur smám saman ljós í hljóðlátri dagsins önn, með
einföldum, hversdagslegum orðum og gerðum, það er
aðeins leikið á lægstu nóturnar. Jafnvel þegar hiti til-
finninganna ber persónurnar ofurliði.
Tékov er af fátæku foreldri, afi hans var fæddur í
ánauð en keypti sér frelsi og Tékov auðnaðist að ganga
menntaveginn, hann lauk námi í læknisfræði. Raunar
var honum alltaf tamara að tala um sjálfan sig sem lækni
en rithöfund. Sumum kann að finnast hneigð hans til
ritstarfa hafi ekki átt sér háleitt takmark í byrjun:
hann hóf ritferil sinn á því að skrifa fyrir myndablöð
í Moskvu og Pétursborg, vikublöð sem voru miðuð við
lesendahóp sem tæplega kallaðist læs. Sama máli gegndi
um fyrstu tilraunir hans á leiksviði, það voru léttir
skopþættir og gamanmál. Öfundsjúkir starfsbræður
Tékovs gerðu sér títt um uppruna hans og héldu því
mjög á lofti að hann væri af ánauðugum kominn. Faðir
hans sem hafði reynt fyrir sér sem smákaupmaður í
hrörnandi hafnarbæ, Taganrog við Asov-haf og þar er
Anton fæddur. Allt frá því drengurinn komst á legg
var hann fyrirvinna fjölskyldunnar og oftar en einu
sinni bjargaði hann föður sínum frá skuldafangelsi. Frá
Taganrog flutti fjölskyldan í fátækrahverfi í Moskvu og
Tékov vann fyrir þeim með kennslustörfum og rit-
mennsku og unni sér ekki hvíldar, því samtímis varð
hann að stunda nám.
Hann skrifaði eins og hann ætti lífið að leysa skop-
sögur og greinar og veittist auðvelt að setja saman á
stuttum tíma sögur í þeim anda sem ritstjórarnir óskuðu
eftir.
En læknisfræðin átti á þessum árum hug hans allan og
óskiptan, ritstörfin voru aðeins aukastörf innt af hendi
í því skyni að afla fjár. Þegar hann tók að velta fyrir
sér í fyrsta sirin ritverki alvarlegs eðlis var það hvorki
skáldsaga né leikrit heldur vísindaleg ritgerð úr læknis-
fræði sem skyldi bera hróður hans um landið- Hins
vegar fór það svo að sú ritgerð v.ar aldrei sfefifuð, -
Tékov kynntist engum þeim . rithöfundum í æsku
sinni sem líklegir vóru til að hvetja hann til dáða. Og
bræður hans vOru fjarri því að vera ákjósanleg upp-
örvun fyrir ungan mann sem vildi feta listabrautina.
Nikolai hafði að sönnu ótvíræða hæfileika sem list-
málari og Alexander hafði í sér skáldæð, skrifaði feikn-
in öll fyrir vinsæl vikublöð í Moskvu. En þeir voru
óstýrilátir og taumlausir, lifðu ’tevallsömu listamannalífi
sloppnir undan húsaga föður síns. Frelsið varð þeim
fjötur um fót og hæfileikar þeirra fengu ekki hotið sín
þegar á reyndi. Þó harður ági föðurins hefði allt eins
mætt á Tékov og bræðrum hans reyndist hann maður
til að notfæra sér það frelsi sém fylgir því að hialda úr
foreldrahúsum og út í heiminn, ábyrgðartilfinning hans
var söm við sig, bæði gagnvart honum sjálfum og fjöl-
skyldunni.
Þrátt fyrir látlausa vinnu og strangt nám var Tékov
jafnan hrókur alls fagnáðar í vinahópi. Hins vegar voru
honum snemma hugfólgin örlög þeirra sem verða undir
í lífinu og sjá vonir sínar bregðast. Honum varð snemma
ljóst að maðurinn sóar kröftum sínum í eftirsókn eftir
hégóma og ber loks úr býtum örvilnan og angur. Allt
frá upphafi i’itmennsku hans má greina í smásögum og
leikþáttum sama stefið, — stefið um það sem „hefði
getað orðið.“ Þannig bregður hann upp ógleymanlegri
smámynd af blaðamanni sem hefur oi’ðið vanaþræll
vinnunnar og leitar sér fróunar í drykkjuskap en hafði
ungur látið sig dreyma um að vei’ða nafntogað skáld og
mikill rithöfundur, hann lýsir einnig tónskáldinu sem
brást köllun sinni og lauk ævi sinni sem fyrirlitinn
píanóleikari í danshljómsveit.
Framhald á bls. 37.
Guðrún Stephensen,' Gestur Pálsson og Bríet Héðinsdóttir í hlut-
verkum Maríu, prófessorsins og Sonju.
Bríet Héðinsóttir og Helga Bachmann í hlutverkum Sonju og .
Helenu.