Fálkinn - 09.11.1964, Síða 15
BÁLKAR
Þegar upp rann aðfangadagur
afmœlisins, tók tengdadóttirin
að ókyrrast og verða hikandi,
Þegar hún svaraði fyrirspurnum:
um afmœlið. Var ekki laust við,
að hún vœri stutt í spuna við þá
gömlu þegar hun kom með
morgunskattinn á hjólbörunum
þennan morgun.
ir vænt um að hún er ekki
óhreinni en svo, að hún er
gegnsæ. Það gengur nú illa að
venja börnin á, að káfa ekki
á henni. Við höfum hansatjald,
sem rennt er fyrir að innan,
þegar einhver er í baði.“
„Hvað á það að þýða?"
spurði Hallvarður.
Frúin leit undrunaraugum á
gestinn. En tengdafaðirinn
spurði:
„Hvert liggja þessar dyr?“
„Inn í svefnherbergið okk*
ar. Barnaherbergið er við hlið-
ina á því. Þetta þil er til að
skyggja á þær dyr og mynda
gang. Gangar eru svo mikið í
tízku núna.“
„En hvar eigum við Varði
að vera?“
Konan brosti umburðarlynd:
„Þær eru svona, þessar nýju
íbúðir. Maður leggur áherzlu
á salinn. Nú er farið að hafa
hol og stofu í einu lagi. Þetta
er stællinn. Og eldhúsið í einu
horninu. Þið verðið að gera
ykkur að góðu að sofa hérna
i stofunni. Við græjum það ein-
hvern veginn.“
„Er eldhúsið hérna? Þá kvíði
ég engu. Við getum hæglega
sofið á prikum í þessum al-
menningi."
„Einhver ráð verða með
rúm,“ sagði frúin.
Hún vildi sýna þeim bað-
herbergið.
„Hvaða karladólgar eru það,
sem koma þarna á móti okk-
ur? Hvílík hersing!“
„Þetta eru speglar, tengda-
pabbi,“ svaraði frúin sakleysis-
lega. Þeir endurspegla hver frá
öðrum.“
: „Ég skil. Þetta verður þá
allra fríðasti nektarsöfnuður,
þó að maður afklæði sig aleinn
hér inni.“
„Vertu bara í öllu reifinu,
góði,“ sagði Hallvarður. „Þá
verðurðu síður myrkfælinn.“
Næst sýni hún þeim svefn-
herbergin tvö og þar næst
hurðarlaust eldhúsið.
„Það verður bærilegur hangi-
kjötsilmur um allan bæ, þegar
þú ferð að sjóða jólahangikjöt*
ið, fyrst eldhúsið er hurðar-
laust."
Frúin sýndi þeim hjálm
mikinn, sem dró súg og gleypti
með græðgi hvern gufuhnoðra,
sem af matseldinni leiddi, og
þeytti upp úr húsþakinu út í
veður og vind.
Karlarnir settust aftur í
djúpu stólana.
„Ég hef nú satt að segja út-
vegað ykkur herbergi hérna
skammt frá," sagði frúin bros-
andi. „En veizluna höfum við
hér.“
Sigurþór sýslumaður saup
hveljur og ætlaði að spretta á
fætur, en rasaði ofan í stólinn
aftur.
„Viltu súpa á köldu vatni,
Tóti minn?“ „Já, mér heyrðist
hún nefna veizlu,“ sagði Hall
varður..
„Auðvitað höfum við ofur-
litla veizlu," sagði frúin hlý-
lega.
„Hverjir eru skæðastir að
flytja afmælislof hér?“
„Það veit enginn fyrr en að
kemur, tengdapabbi. Hann Jón
kemur bráðum heim úr bank-
anum. Þá getið þið reynt að
gizka á, hvaða gestir muni
koma.“
„En ég er sárlasinn, alveg
sárlasinn og þoli enga mærð og
moðsuðu um mannkosti mína,
allur eins og lurkum laminn
eftir þennan lofthristing. Það
getur vel verið, að ég fari á
6júkrahús — og við báðir.“
„Hvað, báðir?"
„Hvorugur eða báðir.“
Frúnni varð orðfall.
Gamlir menn eins og við
gera það ekki að gamni sínu
að leggja á sig svona gandreið
í öðru eins tíðarfari."
Jón Sigurþórsson, þyngsla-
legur innisetumaður um fer-
tugt með illhærur á báðum
kjömmum, kom inn og fagnaði
föður sínum.
„Þú vildir ekki láta taka á
móti þér, pabbi. Ég var nú samt
að hugsa um að fara.“
Sigurþór kynnti förunaut
sinn: „Þetta er hann Hallvarð-
ur minn Guðmunsson frá Sand-
höfn, gamall skólabróðir og
ómissandi maður.“
„Mér heyrðist þú vera að
tala um lasleika, pabbi.“
„Það getur ýmislegt orðið að
rosknum mönnum. Og ekki
hefðum við nema gott af volg-
um leirböðum og grasbítafæði,
báðir tveir of feitir.“
„Já, eftir afmælið, pabbi.“
„Heilsuleysið spyr ekki að
því, hvenær hentugast sé að
verða veikur. Við ljúkum þessu
af. Það verður ekkert afmæli
hjá hvorugum okkar. Við höf-
um enga heilsu til þess.“
„Pabbi þinn verður að ráða
þessu,“ skaut konan inn í og
gerði sér ekki upp nein von-
brigði. „En það er verst, að
við erum ekki búin að fá sjón-
varpið. Það hefði nú verið eitt-
hvað fyrir gömlu mennina að
sjá.“
„Gerir ekkert, blessuð mín,“
sagði tengafaðirinn. „Ég get
komið í sláturhúsið í Búðarvík,
hvenær sem ég vil á haustin
Framhald á bls. 34.
15
FALKINN