Fálkinn


Fálkinn - 09.11.1964, Page 17

Fálkinn - 09.11.1964, Page 17
Árið 1961 voru samþykkt lög frá Al- 1 þingi um Frceðslumyndasafn ríkisins, og árið 1962 tók það til starfa. Þar eru nú til rúmlega 1200 frœðslu- og kennslumyndir. Hér á eftir segir lítil- lega frá starfsemi safnsins. I L FRÆÐSLU OG SAFM ÍSLENZKRA KVIKMYNDA Safnið hefur hafið útgáfu á skuggamyndum um sýslur landsins, fugla- og dýralíf. I þessum útgáfuflokkum eru milli 20 og 30 litskugga- myndir ásamt skýringum. 5 í t c l 3 r ae •t ing verður ekki á einum degi, hún verður hægt og hægt, en hún hlýtur að koma fyrr eða síðar. Erlendis eru starfandi kvikmyndasöfn. Þar er safn- að kvikmyndum sem víðast að og um hin ólíklegustu efni, gömlum og nýjum. Þessi söfn lána síðan út myndir sínar til kvikmyndaklúbba og efna einnig sjálf til sýninga. Því miður er hér ekki starfandi neitt slíkt safn, en vísirinn að því fyrsta er kominn. Það er fræðslumyndasafn ríkisins. Lög um fræðslumyndasafn ríkisins voru samþykkt á Alþingi 27. marz 1961. 2. grein laganna hljóðar á þessa leið: Hlutverk fræðslumyndasafns ríkisins er, éftir því sem við verður komið: a. Að festa kaup á erlendum og innlendum kvik- myndum og kyrrmyndum í þágu fræðslumála og annarra menningarmála. b. Að eignast tæki til fræðslumyndargerðar, svo og sýningartæki eftir þörfum, leiðbeina fræðslustofnun- um er þess æskja, um val og útvegun sýningartækja. c. Að lána skólum og öðrum fræðslustofnunum myndir og tæki til notkunar við kennslu. Ennfremur að lána eða leigja þessum aðilum, svo og félögum, er hafa menningarmál á stefnuskrá sinni og standa öllum opin án tillits til stjórnmálaskoðana, myndir Framhald á bls. 38.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.