Fálkinn - 09.11.1964, Qupperneq 20
' Nú um þressar mundir mun Kópayogsbíó taka til sýniilgar frönsku
myndina Franska konan og ástin. Þessi mynd. er • í sex þáttum og
tekur hver um sig fyrir ákvfeðið tímábil í ævi konunnár. Það eru
sex kunnir leikstjórar sem hafa unnið að þessari mynd og stjórnar
hver sínum þætti. Þættirnir eru: Bernskan, Æskan, Trúlofunin, Hjóna-
bandið, Hjúskaparbrotið og Skilnaðurinn.
Bernskan: Leikstjóri Henri Decoin. Handrít: Félicien Marceau.
í þessum þætti er sagt frá Giséle litlu og bróður hennar. Þau erú
á þeim aldri þegar áhuginn á leyndardómum náttúrunnar er að
vakna. Það verður hálfgert vandræðaástand innan fjölskýldunnar
þegar Giséle vill fá að vita hvaðan smábörnin kómi. Margir eru t-il-
kvaddir að leysa úr þessari spurningu en enginn treystir sér til að
segja henni sannleikann. Þess í stað er fundin upp sú sagá að börnin
finnist innan í rósum og kálhöfðum. En þessir hlutir eru oftast not-
aðir til annars en að leita í þeim smábarna og ýmsar hugmyndir
varðandi þetta valda litlu stúlkunni óþægindum. Og þá er ekki úm
annað að gera en að finna haldbetri skýringu.
Svo sem áður segir þá er það Henri Decoin sem stjórnar þessum
þætti. Hann er fæddur í París árið 1894. Áður en hann fór að fást
við kvikmyndir var hann flugmaður en í kringum 1930 skrifaði hann
s'tt fyrsta kvikmyndahandrit. Hann stjórnaði sinni fyrstu mynd 1933
Les bleús du ciel. Síðan hefur hann stjórnað um 30 myndum. Af
fyrri myndum hans má nefna, Bonnes á tuer, Razzia, Folies Bergére
cg Charmants garcons. . .
Með aðalhlutverkin fara Jacqueline Porel, Pierre Jean Vaillard
cg Darry Cowl.
EÍÓPAVOGSBÍÓ SÝIMIR:
OG
ÁSTIIM
%
20 FÁLKINN
Næsti þáttur er Æskan. Nú er það Bichette ung
stúlka sem er í þann veginn að snúa baki við bernsk-
unni, sem birtist okkur. Hún á við miklar efasemdir
og óvissu að stríða einkum í öllu því er varðar ástina.
Bichette er í dálitlum vandræðum með sjálfa sig
en hún er ekki ein um það. Foreldrar hennar hafa
einnig fundið nýtt vandamál til að glíma við. Þau
hafa uppgötvað að dóttir þeirra hefur kysst piltinn
sinn og vita ekki hvað til bragðs á að taka. Á að
banna henni slíka hluti eða sýna henni tillitssemi
og skilning? Þau velja seinni kostinn og árangurinn
er bæði skemmtilegur og lærdómsríkur.
Leikstjóri þessa þáttar er Jean Delannoy en hand-
ritið er eftir Louise de Vilmorin og Jacques Robert.
Delannoy er fæddur árið 1910. Átján ára lék hann
fyrsta hlutverk sitt í kvikmynd og stuttu seinna fór
hann að vinna við kljppingu mynda. Hann stjðrnaði
sinni fyrstu mynd 1934 Franche lippée.sem er smá-.
mynd. Hann hefur stjórnað milli þrjátíú og fjörutíu
kvikmyndum lengri og styttri. -
Aðalhlutverkin í þessum þætti leika Annie Singi-
galia, jSophie Desmarets og Pierre Mondý.
Þriðji þátturinn er Trúlofunin.. Hann fjallar um
Ginette og Francois sem eru trúlofuð og.æjtla að gifta
sig eftir eitt ár. Francois fer þess á leit við Ginette
að þau lifi saman en hún aftekur það með öllu. Þá
segir hann henni að hann neyðist til að leita ásta
og af ótta við að missa hann að fullu og öllu afræður
Ginette að láta að vilja hans. En þegar á hólminn er
komið og þau eru tvö ein i vistlegu hótelherbergi,
þá skeður óvænt hugarfarsbreyting hjá ungu elsk-
endunum, og allt fer á annan veg en til var ætlazt.
Leikstjóri þessa þáttar er Michel Boisrond en hand-
ritið er eftir Annette Wademant. Boisrond er yngstur
þeirra leikstjóra sem unnið hafa að þessari mynd en
hefur gert nokkrar athyglisverðar myndir.