Fálkinn


Fálkinn - 09.11.1964, Side 21

Fálkinn - 09.11.1964, Side 21
 : Aðalhlutverkin í þessum þætti leika Valérie Langange og Pierre Michael. Hjónabandið nefnist fjórði þátturinn. Þar kynn- umst við nýgiftum hjónum Charles og Line sem er á leiðinni til Parísar í brúðkaupsferð. Þótt þau hafi aðeins verið gift nokkra klukkutíma eru Örðugleikar hjónabandsins þegar farnir að gera vart við sig. Allt virðist gefa tilefni til ósátta og rifrildis, hann reykir of mikið, nýi hatturinn klæð- Ir hann illa, og jafnvel afbrýði-semin gerir vart við sig. En þegar þau minnast heilræða prestsins, sem gaf þau saman, þá koma þau til móts við hvort annað og sættast heilum sáttum. Leikstjóri að þessum þætti og sá sem jafnframt hefur skrifað handritið er René Clair. Hann er fæddur 1898, vann nokkurn tíma sem blaðamaður fór síðan að leika í kvikmyndum og varð seinna aðstoðarleikstjóri. Hann hefur stjórnað fjölmörg- um kvikmyndum sem margar hverjar hafa hlotið góða dóma. Aðalhlutverkin leika Marie Nat, Claude Rich og Yves Robert. Fimmti átturinn heitir Hjúskaparbrot. Hann segir frá ungri og fagurri konu Nicole. Henni leið- ist, eiginmaður hennar er athafnasamur og dug- legur verzlunarmaður sem vegna anna vanrækir konu sína. Eitt sinn þegar þau hjónin eru á veit- ingahúsi að matast með einum af viðskiptavinum eiginmannsins, verður Nicole þess vör að ungur maður, sem situr við annað borð, gefur henni hýrt auga. Þetta verður upphafið að mjög nánum kynnum þeirra. Þau gera sér bæði ljóst að ástar- ævintýrum þeirra fylgja engar framtíðaráætlanir heldur eru þau einungis notaleg dægrastytting fyrir þau bæði. Eiginmaður Nicole kemst fljótlega að leyndarmálinu, og hann beitir mjög óvenju- legri aðferð til að losna við elskhuga konu sinnar. Leikstjóri að þessum þætti er Henri Verneuil en handritið er eftir France Roche og Michel Audeard. Verneuil er fæddur árið 1920. Hann var um tíma blaðamaður en fór síðan að vinna við útvarp og seinna kvikmyndir. Kringum 1945 fór hann að stjórna fyrstu myndum sínum og hefur síðan stjórnað fjölmörgum myndum. Hann hefur stjórn- að nokkrum myndum með Fernandel sem aðalleik- ara. Þau sem leika aðalhlutverkið í þessum þætti eru Paul Meurisse, Danny Robin og Jean Poul Bel- mondo. Skilnaðurinn heitir sjötti og síðasti hlutinn. Þar Framhald á bls. 33.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.