Fálkinn - 09.11.1964, Page 22
Hann er mættur á götum miðborg-
arinnar snemma á morgnana til að selja
morgunblöðin. Venjulega stendur hann
hjá Reykjavíkurapóteki klæddur kulda-
úlpu og vinnubuxum og kallar upp
fréttir af forsíðum blaðanna. Og eftir
hádegi heldur hann þessu starfi sínu
áfram og stundum langt fram á kvöld. í
Manna á meðal er hann aldrei kallað-
ur annað en Óli blaðasali og líklega
munu þeir færri sem vita að hann heitir i
Ólafur Þorvaldsson.
Þennan dag stóð hann sem flesta
aðra daga um þrjúleytið við apótekið )
og var að selja Visi. Maður heyrði til
hans langa vegu þar sem hann var að [
kalla: Ráðizt á mann í fyrrinótt. Það
virtist talsvert að gera hjá honum og
margir að kaupa síðdegisblaðið. Fæstir
ávörpuðu hann, — en réttu aðeins fram
fimmkrónur og fengu blað í staðinn.
Afgreiðslan geklc fljótt fyrir sig enda
maðurinn vanur í faginu.
— Einn Vísi, Óli.
— Gerðu svo vel.
— Það fer lítið fyrir þessari árásar-
frétt. Því getur þú ekki heldur um
fréttina af viðræðunum um Loftleiða-
málið eða brezku kosningarnar.
— En fólkið hefur meiri áhuga á
árásarfréttum, innbrotum og húsbrotum
heldur en svoleiðis fréttum.
— Hvað ertu búinn að vera lengi
við þessa blaðasölu?
— Rúm 27 ár.
— Manstu hvenær þú byrjaðir?
— Já, 3. marz 1937.
— Hvað varstu þá gamall?
— Ég var á fimmtánda árinu.
Hér var samtalið rofið. Einn af biss-
nesmönnum borgarinnar þurfti að fá
blaðið og hann sagði bara Vísir og gekk
síðan i burtu án þess að borga.
— Hann borgaði ekki þessi?
— Nei, ég lána mönnum stundum,
— Og þéir borga alltaf aftur?