Fálkinn


Fálkinn - 09.11.1964, Síða 23

Fálkinn - 09.11.1964, Síða 23
■ ■ BLOÐIN — Já, þeir borga strax og þeir eign- ast peninga. — Ertu vanur að skrifa hjá þér skuldirnar? — Nei, svoleiðis þarf maður ekki að skrifa hjá sér. Svoleiðis man maður. Það stóðu tvær húsmæður þarna á horninu og ræddu saman. Önnur var að segja frá kjól sem hún hafði séð í einni af verzlunum borgarinnar. Hún sagði að kjóllinn væri nokkuð dýr en engu að síðúr . . — Ertu ekki farinn að þekkja marga Óli? — Jú, ég þekki marga svona að sjá þá án þess að vita hvað þeir heita. — Hvenær ertu vanur að byrja á morgnana? — Ég fer venjulega á fætur um sex- leytið og fer þá á dagblöðin að ná mér í blöð að selja. Svo stend ég fyrst á torginu en fer svo hingað út á hornið. Ég er oft að selja langt fram á kvöld, einkum um helgar þegar Frjáls þjóð og Mánudagsblaðið koma út. — Af hvaða blaði selur þú mest? — Mánudagsblaðinu. — Er þetta ekki erfitt starf? — Jú, þetta er erfitt og stundum kalt. Þetta er líka svo langur tími sem ég er í þessu. — Vinnurðu alla daga? — Nei, ekki sunnudaga. — En gefur þetta ekki svolítið í aðra hönd? — Ég veit það ekki. — Hver veit það þá? -— Það eru margir sem halda að mað- ur hafi einhver ósköp fyrir þetta en þeir ættu að prufa að standa í þessu einn dag. Nú kom skorpa hjá Óla. Sumir voru með tuttugu og fimmkall en Óli var fljótur að gefa til baka. Sumir voru með smápeninga og allt þetta fé rann í einn og sama sjóðinn. Húsmæðurnar Ólafur blaðasali er einn þeirra manna sem setja svip á þessa borg. Hann er mœttur á götum miðborgarinnar um klukkan sex hvern morgun að selja blöð og hann er að selja þau langt fram á kvöld. Hann stendur venjulega á horni Pósthús- strœtis og Austur- strœtis hjá Reykja- víkurapóteki og flestir Reykvíkingar munu kannast við hann í sjón. tvær sem staðið höfðu á horninu voru farnar en þeirra í stað voru komnir tveir eldri menn sem ábúðarmiklir ræddu um ástandið í fjármálum þjóð- arinnar. Eftir því sem bezt verður heyrt voru þeir ekki á eitt sáttir um markmið og leiðir. Svo tókust þeir þéttingsfast í hendur og kvöddust. Annar hélt yfir Austurstræti á rauðu ljósi og hvarf inn í Pósthúsið en hinn gekk í áttina að Lækjartorgi. — Ertu vanur að taka þér sumar- frí? — Ég gerði það ekki fyrstu árin en nú er ég farinn að gera það. — Ferðastu mikið í þessum sumar- leyfum? — Já, ég reyni venjulega að fara eitthvað úr bænum. Stundum hef ég farið til útlanda. — Hvað gerir þú við frítímana? — Það er ýmislegt. Ég fer oft í bíó. — Þú sérð kannski flestar myndirn- ar? — Nei, ég sé ekki nema sumar. Nú kom aftur skorpa og bunkinn hjá Óla var farinn að minnka. Það komu líka nýir menn á hornið með ný mál- efni að tala um. Sumir voru brosleitir og sögðu brandara. Aðrir voru þung- búnir og báru það með sér að þetta líf væri ekkert grín. Þeir töluöu hægt og skipulega og voru gjarnan með hatta sem þeir tóku settiega ofar. fyrir þeim sem þeir þekktu Ef það va’’ kveníólk þá brostu þeir virðulegu óg' yfirveguðu brosi þess manns sem veit hvar hann stendur í tilverunni. — Ertu ekki með mikið af föstum kúnnum Óli? — Jú, það eru margir sem kaupa alltaf hjá mér blöðin. — Og kannski ferðu með blöðin i vissar verzlanir eða skrifstofur hér í nágrenninu? Framhald á bls. 3? FÁLK.INN U

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.