Fálkinn


Fálkinn - 09.11.1964, Page 25

Fálkinn - 09.11.1964, Page 25
— Hafðu ekki áhyggjur af því, Peppone. Ég geri slíkan smágreiða fyrir ekki neitt, sagði Don Camillo og gekk brott. Tveimur klukkustundum síð- ar vissu allir þorpsbúar, hvað anagram var, og í hverju húsi sat fólk við þá þraut að hag- ræða stöfum í nafninu Pepito Sbezzeguti á þann veg, að út kæmi félagi Giuseppe Bott- azzi. Þetta sama kvöld hélt Rauða ráðið sérstakan fund í húsi fólksins. — Foringi, sagði Smilzo, — auðvaldsöflin hafa á ný tekið upp þann hátt að rægja heiðar- lega menn. Segja má, að upp- reisnarástand sé í öllu þorpinu. Fólk segir, að þú hafir unnið tíu milljónir. Nú ríður á að kveða róginn niður þegar í stað. Peppone sveiflaði út hönd- um. — Það getur ekki kallazt rógur að segja, að einhver hafi unnið tíu milljónir í knatt- spyrnugetraunum. Rógur er það að skrökva því um ein- hvern, að hann hafi gert eitt- hvað óheiðarlegt, en getraunir teljast ekki óheiðarlegar. — Foringi, ásakanir, sem sýna flokksmann í vafasömu ljósi, er skaðlegur rógur um flokkinn. — Fólk hlær að okkur á bak, sagði Brusco. — Við verðum að stinga upp í það. — Við verðum að prenta til- kynningarblað, sagði Bigio. — Við verðum að fá yfirlýsingu, sem tekur af allan vafa. Peppone yppti öxlum. — Við skulum athuga málið betur á morgun, sagði hann. Smilzo hafði ekki um þetta fleiri orð en dró blað upp úr vasa sínum. — Við höfum textann tilbú- inn hérna, foringi. Við vildum létta af þér ómakinu, og ef þú samþykkir þetta strax, getum við prentað það þegar og sent tilkynninguna út á morgun. Svo las hann í heyranda hfjóði: „Ég undirritaður, Giu- seppe Bottazzi, lýsi hér með yfir því, að ég þekki ekkert til þess Pepito Sbezzeguti, sem vann tiu milljónirnar í knattspyrnugetraununum. Það er auðvaldssinnum gagnslaust að reyna að stimpla mig milljung. Það sýnir aðeins, að þeir eru ný- fasistar. Giuseppe Bottazzi“. Peppone hristi enn höfuðið. — Þetta er alveg rétt, sagði hann, en ég fer ekki að svara á prenti neinu, sem ekki hefur áður komið á prenti. En Smilzo hafði gagnrök við þessu á reiðum höndum: — Hvaða ástæða er til þess að láta það bíða að skjóta, þangað til einhver hefur skotið á þig? Það hefur ætíð þótt góð herlist að verða fyrri til að ráð- ast á andstæðinginn. — Góð herlist er það eitt að jafna um hvern þann, sem stingur nefinu í einkamál manna. Ég get varið mig hjálp- arlaust. lýsingu, ef hann hefði unnið milljónirnar. Eða hefur hann farið sjálfur til borgarinnar til þess að taka við peningunum eða sent einhvern annan til þess í sinn stað? — Nei, hann hefur ekki far- ið fet, sagði Barchini. — Þorps- búar fylgjast nákvæmlega með hverju fótmáli hans. Orðið var áliðið kvölds, og Don Camillo gekk til náða. En klukkan þrjú um nóttina var hann vakinn með þeim tíðind- að Peppone væri kominn og vildi ná tali af honum. Peppone Kommúnistaíoringinn Peppone hefur orðið fyrir þeirri ógœfu að vinna 10 milljón lírur í happdrœtti, og hvað get- ur komið skelfilegra fyrir kommún- istaforingja en vera orðinn auðvalds- seggur? Don Camillo er ekki heldur á því að láta sér slíkt tœkifœri úr greip- um ganga ... Smilzo yþpti öxlum. — Ef þú lítur þessum aug- um á málið, skulum við ekki hafa um þettá fleiri orð. — Já, ég lít þannig á það, sagði Peþpone hvasst og rak krepptán hnéfa í borðið.— Lát- um hvern mann um einkamál sín, eri flokkurinri annist sam- eiginieg mál ökkar. Ráðið hélt nöldrandi heim af fundinum. — Það er veikleikamerki að láta saka sig mótmælalaust um það að hafa unnið tíu milljónir, sagði 'Smiizo. — Og svo eru sömu bókstafirnir í nöfriunum. Við skulum vona, að allt fari vel, sagði Bigio. Ekki léið á lörigu, þangað til farið var að víkja að þessu á prenti. í blaði landeigenda gat að lesá þessa hálfkveðnu vísu: — Flettu roðinu af Peppone, og þá kemur Pepito í ljós. Þetta fannst öllum í þorpinu mjög snjallt og fyndið. Ráðið hélt annan fund í Húsi fólksins og var á sama máli um, að til einhverra ráða yrði að grípa. — Sjálfsagt, sagði Peppone. — Preritið tilkynninguna og birtið hana. Smilzo fór með handritið í prentsmiðjuna, og svo sem klukkustund síðar kom Barc- hini prentari með eintak af próförkinni til Don Camillos. — Þetta er ekki álitlegt fyr- ir blaðið, sagði Don Camillo. — Ég held, að Peppone hefði varla skrifað undir þessa yfir- læddist inn bakdyramegin, og þegar hann var kominn inn, hallaði hann hurðinni að stöf- um og gægðist út um rifuna til þess að sjá, hvort nokkur væri að gefa honum gætur í laumi. — Ég vona, að enginn hafi séð til ferða minna sagði hann. — Mér finnst ósjálfrátt, að einhver sé að elta mig. Don Camillo horfði kvíðinn á komumann. — Þú ert vonandi ekki orð- inn geggjaður? spurði hann. — Nei, engin hætta á því. Peppone settist og þerraði svit- ann af enninu. Hvort á ég nú að tala við sóknarprestinn eða sögusmettu þorpsins? — Það veltur á því, hvert erindið er. — Ég á erindi við prestinn. — Presturinn hlustar, sagði Don Camillo alvarlegur í bragði. Peppone sneri hattinum milli handa sér litla stund og tók síðan til máls: — Faðir, ég laug. Ég er Papito Sbezzeguti. Don Camillo varð alveg orð- laus stutta stund. — Þú hefur þá unnið millj- ónirnar? sagði hann, þegar hann mátti mæla. — Hvers vegna sagðirðu það ekki þegar í stað? — Ég hef ekki sagt það. Ég er að tala við þig sem prest, og þú ættir ekki að binda hug- ann við neitt annað en það, að ég hef logið. En Don Camillo var með hugarin við miUjónirnar. Hann hvessti augun á Peppone og hóf nýtt áhlaup. — Skömm er að heyra tri þín, maður. Öreigi og flokks- maður lætur sér sæma að vinna tíu milljónir líra í knatt- spyrnugetraunum! Það ættirðu að láta auðvaldssinnum eftir. Kommúnistar eiga að vinna fyrir sér í sveita síns andlits. — Mér er ekki hlátur í hug, sagði Peppone. — Er það þá glæpur að taka þátt í knatt- spyrnugetraun? — Þetta eru ekki gamanmál, sagði Don Camillo. — Ég sagði ekki heldur, að það væri glæp- ur. Ég sagði, að sannur komm- únisti léti ekki slíkt henda sig. — Þvættingur, þetta gera allir. — Það e;r ljótt að heyra. En ljótast er að heyra það um þig, sem ert formaður flokksdeild- arinnar hérna. Knattspyrnuget- raunirnar eru djöfullegt vél- ræði auðvaldssinna gegn íóík- inu. Þetta er mjög skætt vopn og kostar auðvaldssinna ekki neitt. Þuð aflar þeim meira að segja fjár. Enginn sannur kommúnisti getur látið undii höfuð leggjast að berjast gegn því. Peppone yppti öxlum og lét sér fátt um finnast, en sagði ekkert. — Líttu skynsamlega á þetta, félagi. Þetta er einn lið- ur í víðtæku samsæri til þess að fá öreigana til þess að girn- ast auðæfi en vanrækja bylt- inguna. Auðvitað eru hér svik i tafli, og þú svíkur málstað fólksins með því að láta leiðast út í þetta. Peppone sveiflaði handleggj- unum ákaft í kringum sig. — Faðir, við skulum ekki blanda stjórnmálum í þetta? — Hvað er að heyra þetta, félagi? Hefuiðu gleymt megin- reglum byltingarinnar? Peppone stappaði niður fæti, og Don Camillo brosti góðlát- lega. — Ég skil þig félagi, sagði hann, — og ég skal ekki ásaka þig. Betri eru tíu milljónir i dag en bylting á morgun. Harin fór að lífga eldinn á arninum, og síðan sneri hann sér aftur að Peppone. — Komstu hingað aðeins til þess að segja mér, að þú hefð- ir unnið þessar milljónir? Kaldir svitadropar sátu á enni Peppones. — Hvernig get ég nálg.-zi peningana án þess að nokkin viti hér í þorpinu? spurði hann. Framhald é bls. ' V FALKINN U

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.