Fálkinn - 09.11.1964, Blaðsíða 33
COIM CAMILLO . . .
Framhald af bls. 31.
Ég má ekki láta þetta verða
mér að fótakefli í stjórnmálun-
um.
Don Camillo hafði ætíð haft
illan bifur á þeim fjárafla-
mönnum, sem græddu morð
fjár fyrir skjólstæðinga sína og
gáfu síðan stórgjafir til kirkju-
bygginga. En presturinn í
Torricella var allra heiðarleg-
asti maður, og Þótt honum
hefði áskotnazt íþróttavöllur,
sundlaug, kvikmyndasýningar-
vél og sitthvað annað, sem að-
dráttarafl hafði og unnt var að
tefla fram í samkeppni við það,
sem rauðliðar buðu, þá var það
allt að þakka gjafmildi auð-
ugra sóknarbarna. Don Camillo
lét því dóm undir höfuð leggj-
ast að sinni.
— Ég ætla ekki að stofna
mér í meiri vandræði, sagði
hann. — Ég skal gera prest-
inum í Torricella orð um að
koma hingað um þetta leyti
annað kvöld. Síðan ætla ég
að ganga til náða, en láta ykk-
ur talast við eina.
Sólarhring síðar hittust þeir
Peppone og presturinn frá
Torricella í skrifstofu Don Ca-
millos. Svo virtist sem þeir
kæmust að einhverju sam-
komulagi, því að Don Camillo
heyrði ekkert um málið að
sinni. Ári síðar var Peppone
kjörinn á þing, og þá var sem
ofurlítill ári settist að í sál Don
Camillos.
— Peppone er vanþakkiátur,
hvíslaði árinn í eyra hans. —
Þú reyndist honum hjálpsamur
vinur, þegar þú sóttir fyrir
hann getraunaféð, en hvað hef-
ur hann gert fyrir þig í stað-
inn? Hann hafði ekki fyrr ver-
ið kjörinn á þing en hann hélt
mikla æsingaræðu á almanna-
færi.
Kaflar úr þessari æsinga-
ræðu höfðu borizt til eyrna
Don Camillos. Peppone hafði
gripið til þess ráðs, í því skyni
að mikla kosningasigur sinn í
augum manna, að lýsa á áhrifa-
ríkan hátt „presti einum, senr
neytti bragða til þess að koma
i veg fyrir sigur fólksins í
kosnihgunum, 'pfesti sem fvem-
ur ætti að vera hringjari en
stíga í stólinn, ef hann væri
þá fær um að hringia klukk-
um.“ Þetta freístaði Don
Camillos að sjálfsögðu mjög til
þess endurgjalds að segja
hneykslissögu Peppones um
getraunavinninginn á opinber-
um véttvangi.
En presturinn stóðst þó
þessa freistingu í tvö ár. Hann
var meira að segja nærri búinn
að sigrast á henni, þegar hann
sá þetta nýja kommúnistaplagg
á veggnum. Svo bar við, að
nafn hins fræga fjármálamanns
hafði síðustu dagana staðið
stórum stöfum í fyrirsögnum
dagblaðanna um eitthvert fjár-
málahneyksli, þar sem hann
var aðalsöguhetjan. Þegar hæst
lét í blöðunum út af þessu
hneykslismáli, hóf Peppone
einnig árás sína á fjármála-
manninn, og í þeirri grein gat
hann um „samseka presta, sem
hefðu svo mikla ást á pening-
um, að þeir hikuðu ekki við að
taka höndum saman við fjár-
málasvikara í því skyni að
ræna hluta af þeim arði, sem
fálk inni sér inn með erfiði“.
Þessi svívirðilega árás var
meira en Don Camillo þoldi.
Hann tók að búa til sina eigin
sprengju.
Framhald í næsta blaði.
Hann selur blöðin
Framhald af bls. 23.
— Já, ég er með nokkra svo-
leiðis staði, annars er ég mest
hérna á horninu.
— Og þú ætlar að halda
áfram að selja blöðin?
— Já, ég er ekki að hugsa
um að hætta í þessu fyrst um
sinn.
Svo kvöddum við Ólaf Þor-
valdsson blaðasala sem er einn
þeirra manna er setur svip á
borgina.
Kvikmyndir
Framh. af bls. 21.
er sagt frá hjónum sem eru
að skilja eftir 10 ára sambúð.
Þau ákveða að skilja sem vinir
þar sem þeim finnst ennþá
vænt hvort um annað. En þáð
kemur í ljós að slíkt er erfið-
ara en ætla mætti. Auk hinna
tilskildu lögfræðinga sem hvor
um sig hugsar um sinn skjól-
stæðing kemur tengdamamma
til sögunnar og þá er ekki að
sokum að spyrja. Þegar skiln-
aðurinn er loks um garð geng-
inn eru hjónakornin orðin
svörtustu óvinir.
Leikstjóri að þessum þætti
er Christián Jaque en handrit-
ið er eftir Charles Spaak.
'ChriS'tian Jaque er fæddur árið
1905, var um tíma gagnrýn-
andi en varð seinna aðstoðar-
leikstjóri og seinna sinn eigin'
húsbóndi. Hann hefur allt frá
1937 stjórnað yfir 30 kvik-
myndum og hafa fjölmargar
þeirra verið sýndar hér.
Aðalhlutverkin eru leikin af
Francois Périer, Annie Girar-
dot og Denise Grey.
Það er mjög forvitnileg mynd
KRVDDIIASI'ID
FÆST í NÆSTU MATVÖRUVERZLUN
FÁLK.INN i',