Fálkinn - 09.11.1964, Síða 36
M ATC H B OX”
VIXSÆLASTI BÍLAINNFLUTNINGUII TIL LANDSINS
TOMSTIJIVIDABIJÐIN Aðalstræti 8, sími 2-4026; Nóatúni, sími 2-1901
„Hann pabbi lætur alltaf
svona,“ sagði Jón. „Hefur alltaf
látið svona.“
Tengdadóttirin sætti sig fljót-
lega við það, að ekkert þýddi
að reyna að fá greið svör hjá
karli um það, hvar hann yrði á
afmælisdaginn. Oft lét hann í
veori vaka, að hann færi heim.
Annað slagið þóttist hann
verða kominn á hressingarhæli.
Afmæli Hallvarðar var liðið
og minntist hvorugur á það í
áheyrn hjónanna. Frúin afsagði
að baka og breiskja í óvissu.
Jón sagði að ekkert væri við
því að gera, þegar þrái hlypi
í hann pabba.
Karlarnir röltu svona um
bæinn og létu í ve*ri vaka, að
þeir miðuðu allt við giktina og
vissu aldrei sinn næturstað fyrr
en á síðustu stund. Annars
höfðu þeir náttból í næstu gqtu,
í herbergjum stýrimanns nokk-
urs, sem ekki var heima, en
var kunningi Jóns.
Þegar upp rann aðfangadag-
ur afmælisins, tók tengdadótt-
irin að ókyrrast og verða hik-
andi, þegar hún svaraði fyrir-
spurnum um afmælið. Var ekki
laust við að hún væri stutt í
spuna við þá gömlu, þegar hún
kom með morgunskattinn á
hjólbörunum þennan dag.
„Við fljúgum í dag,“ sagði
Sýsli. Hallvarður má ekki vera
lengur að heiman. Þeir ætla að
fara að kaupa svo stórt pípu-
orgel í kirkjuna heima hjá
honum, að það tekur yfir hálf-
an hjallinn og bindur söfnuðinn
á skuldaklafa í þriðja og fjórða
lið. Nú ætlar Hallvarður heim
til að afstýra þessu á elleftu
stundu. Og enga bót fær hann
við tognuninni, sem hann varð
fyrir í sjóíerðinni. Þetta verður
bara sársaukaminna með tím-
anum, sagði læknirinn okkar í
Búðarvík.“
Hjónunum létti. Þau önzuðu
ekki þessu um kirkjuna í Sand-
höfn. En frúin sagði þægilega:
„Æi, já, alltaf er nú viðkunnan-
legast að vera heima á svona
dögum.“
„Og ég kann bara vel við að
fljúga," sagði Hallvarður. Sæ-
freyjur og lofthænur eru þær
tígurlegustu og tápmestu kon-
ur, sem ég sé nú á dögum. Þær
ættu að hafa þreföld laun á við
okkur.“
„Já, við fljúgum," sögðu
karlarnir og depluðu augunum
hvor framan í annan.
Þeir höfðu ekki leyft ættingj-
unum að snúast neitt við sig
þessa daga. Og ekki tóku þeir
í mál, að hjónin í Snobbhill 13
færu út á völl.. Þeir kvöddu
þau með valdi úti við bílinn
og Sögðu þeim að flýta sér inn
í hlýjuna, þetta væri óþarfi, að
fólk þeyttist á nótt sem degi
niður að höfn eða út á flugvöll
til að faðma flækinga.
Þar með voru þeir kysstir
og kvaddir, og bíllinn tók á
rás fyrir húshornið.
Snemma morguns fóru að
berast skeyti til Sigurþórs
sýslumanns. Honum var þakk-
að göfugt ævistarf og allavega
mannkostir. (Jón gat ekki stillt
sig um að lesa skeytin). Sumir
ortu og líktu honum við snörp-
ustu vígahrappa sögualdarinn-
ar.
„Hvað á þetta að þýða, eins
og hann tengdapabbi er á móti
öllum hasar,“ sagði frú Dobba.
Undarlegt þótti hjónunum,
að skeytunum skyldi svo mörg-
um stefnt suður. En líkast
var það karlinum að laumast
heim í kyrrþey og láta engan
vita, að hann væri kominn.
Um hádegisbilið hringdu þau
norður, í því skyni að óska
honum til hamingju.
„Ha — hvað segirðu? Hvað
er þetta?“
Svona var spurt norðan að,
og svona var spurt sunnan að,
en enginn vissi neitt. Karlarn-
ir voru týndir. En ekkert farar-
tæki hafði týnát.
Sýslumannsfrúin í Búðarvík
varð samt ekkert uppnæm:
„Ég fékk bréf frá h'ónum í
fyrradag, og hann var hress.
Hann er bara að slóra á leið-
inni. Þeir eru vísir til að háfa
flogið einhvern krók og ekki
farið með þeirri vél, sem þeir
ætluðu með upphaflega," sagði
hún.
Hún vildi enga frekari leit
að öldungunum fyrst í stað.
Kona Hallvarðar í Sandhöfn
svaraði því í símann, að hann
hefði ráðgert að sjá sig um á
leiðinni.
Klukkan ellefu um kvöldið
var hringt dyrabjöllu á Snobb-
hill 13. Aumingja hjónin voru
ekki háttuð. Þau sátu í almepn-
ingnum og réðu ráðum sínum,
en sitt sýndist hvoru. Konan
vildi tala við lögregluna.
Þau spruttu á fætur og fóru
bæði til dyra.
Eru þá ekki karlarnir komn-
ir, hversdagslegir á svipinn. og
lausir við allt ferðasnið.
Hjónin komu engu orði upp.
Þeir buðu þægiléga gott
kvöld og fengu sér sæti inni
FALKINN